Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 14
f DAG er sunnudagurinn 27. júní, Sjö sofendur. Tungl í hásuðri klukkan 10,47. Þennan dag fyrir réttum 25 árum segir Alþýðublaðið frá því að tog- arinn Skallagrímur hafi bjargað 353 sjóliðum af brezku herskipi. De Gaulle réðist á Petain marskálk í Lundúna-útvarpinu og Bretar gerðu skyndiárásir á strandlengju Þjóðverja. Ballmiðinn kostaði kr. 1,50 í Alþýðuhúsinu. Nessókn ferð í Þjórsárdal með heimsókn að Stóranúpi og Skál- holti, sunnudag 4- júlí. Farmiðar seldjr í Neskirkju fimmtudag og föstudag næstkomandi kl. 6-10. — Kór og Kirkjufélagið. ASsír . . . Framh. af 1. síðu stúdentum, sem efndu til mót- mælaaðgerða gegn nýju stjórn inni. í Bone í Austur-Alsír efndu stuðningsmenn Ben Bella fv. for iseta einnig til mó*mælaaðgerða- Góðar heimildir herma, að Egypt ar, sem nú liafa verið handteknir, hafi staðið fyrir mótmælaaðgerð- um þe~sum. Formælandi alsírsku s*jórnar- innar segir, að Ben Bella sé við beztu heilsu. Hann sagði, að bylt- ingarstjórninni stafaði engin hwtta- af mó*mælaaðgerðum stúd- enta. Sendiherra USA í Al-ír hef ur tvívegis rætt við Bou*eflika ut- 'amíkisráðherra í vikunni og full vi<&að hann um, að stjórn hans vifji góð samskiot; við landið. — Fyrstu ma*vælabirgðirnar frá Bandaríkjunum eftir byltinguna bárust á fimmtudag, en síðan 1962 hafa Serkir fengið 800.000 lestir af matvælum frá USA- í Moskvu hafa stúdentar við Lumumba-háskólann sent al sírsku byltingarstjóminni skeyti með kröfu um, að Ben Bella verði sleppt úr haldj. Arabalöndin, að Túnis og senni lega Marokkó undanskildum, hafa ákveðið að styðja þá ákvörð un alsírsku stjórnarinnar að halda toppfund Afriku- og Asíu ríkja samkvæm* áætlun, 29. júní. Áður hafði verið gefið í skyn, að A1 ír mundi fallast á frestun ráð stefnunnar, en ekki bera fram tii- lögu þar að lútandi- skilyrði allra dagblaða á Norður- löndum. Kvennasiðan en helguð sænskum mataruppskriftum. Auk sænska efnisins eru svo fastir þættir blaðsins og ein smá saga. Slagsmál . . . Framhald af 2. siðu. ist, réðust þessir sextán unglingar á nokkra aðra, og þegar lögregl- unni barst liðsauki var einn af þeim, sem ráðist hafði verið á, látinn og sautján aðrir höfðu sænzt af hnífstungum. Ekki er Vit- að hve lengi slagsmálin stóðu, en talið er að þau hafi verið fremur stutt. Unglingarnir sextán munu koma fyrir rétt á næstunni. SvíblóSarblað . . . Framhald af 2. síðu. von Hartmannsdorf. Þá skrifar. Hólmfríður Gunnarsdóttir grein um Stokkíiólm, sem hún nefnir: 1 Borgin sem flýtur á vatni. Loks i eru greinar- um sænska kvik- ' mvndagerð og Farsta, nútima- I útborg Stokkhólms. Einnig heim- i sækir Fálkinn tvö stærstu dagblöð I Svíþjóðar, en þau eru gefin út af 1 sömu aðilum og búa við beztu Vietnam . . . Framhald af 2. síðu. koma á hlutleysi, 3- stofna alþjóð legt friðargæzlulið, sem skuli tryggja friðinn í Vietnam í ákveð inn tima samkvæmt Genfar-samn ingum, 4. ákveða meginreglur um sameiningu landsins að undan- gengnum frjálsum kosningum undir alþjóðlegu eftirli*i. í Saigon herma síðustu fi’éttir, að minnst 35 menn hafi beðið bana og 52 særzt í sprengjutilræð unum við veitingarhús nokkurt í borginni í gær, en sennilegt er talið að þessi tala sé of lág. Viet- cong gerði í nó*t árás á bæinn Duc Joa, sem er aðein- 24 km frá Saigon. Frá Seoul berast þær fréttir, að Suður-Kóreustjórn muni fara þess á leit við þingið, að 15.000 manna lið verði sent *il Suður-Vietnam- í Suður Vietnam em nú 2.000 suður-kóreanskir her menn. Bþróttir . . . Framhald af 11. siðn. Johannsson bakverði sannarleg martröð. Honum lauk með 4:4, þar sem Óli skoraði þrjú mörk og lagði auk þess fyrir möguleika á sigurmarki en „brennt var af“. Siðan liefur Ake jafnan haft sér til aðstoðar aukavarnarmann, er hann hefur átt von á að hitta Óla. En ekki dugði það þó til í lands leiknum við Danina fyrr í þessum mánuði, þar átti Óli sinn mikla þátt í sigrinum fyrir þjóð sína. Óli skoraði fyrra mark Dananna á 19. mín. leiksins °S allt ætlaði um koll að keyra meðal hinni 50 þús und áhorfenda í Idrætrparken. Og að leikslokum, þegar endanlegur sigur var unninn, þustu þúsund- irnar inn á völlinn og báru sigur- hetjur sínar á gullstóli út af leik- vanginum Fjórtán löng ár voru liðin frá því að Danir höfðu lifað slíka sælu- stund, sigur yfir „erki-óvininum’‘ Svíum. Og þjóðin þakkaði Ole Madsen þennan sigur öðrum frem ur- Væn*anlega fáum við hér heima að sjá þennan snilling og baráttu mann nú á næriunni leika listir síar með danska landsliðinu 5- júlí n. k. á Laugardal-vellinum. Mjög goft Dúnléreft Kr. 72,00 pr. m. Lakaléreft með vaðmálsvernd frá kr. 44,00 pr. m. Tvibreitt lér- eft verð frá kr. 35,00 pr m. — Margar gerðir damask, hvítt og mislitt, breidd frá 140 til 160 cm. Gæsadúnn, hálfdúnn og fið- ur. — Úrval af handklæðum o. fl. Verzlunin SNÓT Vesturgötu 17. Benzínverkfall . . . Frh. af I. síðu. hefur sem kunnugt er, verið boð- að í sama tilgangi eins dags verk fall hjá Dagsbrúnarmönnum, er vinna hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og sama dag hafa öll verkalýðsfélögin í Árnessýslu boðað eins dags verkfall hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Fundur var haldinn i gærmorg- un með fulltrúum Dagsbrúnar og Mjólkursamsölunnar, en ekki náð ist samkomulag um að fresta boð- uðu dagsverkfalli. ' >ooooooooooooooooooooo<xx; útvarpið Sunnudagur 27. júní. 8.30 Létt morgunlög efth- Hans Zander og einnig suðræn lög. 9.10 Morguntónleikar. — (Veðurfregnir). 11.00 Messa í Laugameskirkju. Prestur: Séra Hannes Guðmundsson i Fells- múla Organleikari: Kristinn Ingvarsson. 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegisútvarp. 15.30 Kaffitíminn: „Á ströndinni", lagasyrpa leik- in af Helmut Zacharias og hljómsveit hans. 16.00 Gamalt vín á nýjum belgjum. Troles Bendtsen kynnir þjóðlög frá ýmsum áttum. 16.30 Veðurfregnir. Sunnudagslögin. 17.30 18.30 18.55 19.20 19.30 20.00 20.15 20.40 21.00 22.00 22.10 23.30 Barnatími: Anna Snorradóttir stjórnar tím- anum. Frægir söngvarar syngja: Elisabeth Schwarzkopf. Tiikynningar. Veðurfregnir. Fréttir. „Leðurblakan": Fílharmoníusveit Vínar leik- ur óperettumusik eftir Johann Strauss. Her- bert von Karajan stjórnar. Árnar okkar. Þóroddur Jónasson læknir á Breiðumýri tal- ar um Laxá í Aðaldal. Gestur í útvarpssal: Jörg Demus píanóleik- ari frá Austurríki leikur Prelúdíu. sálra og fúgu eftir César Franck. Sitt úr hverri áttinni. Stefán Jónsson stýrir dagskránni. Fréttir og veðurfregnir. Danslög. Dagskrárlok. oooooooooooooooooooooooo* ckx><xx>c>oo<xxxxxx><x>ooo<xx> ÚTGERÐARMENN Vélskipið HÉÐINN ÞH 57 er til sölu í september n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Skip og allui búnaður er í mjög góðu ásigkomulagi. Allar upplýsingar eru veittar í síma 10478. HREIFI H.F. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðbjörg Breiðfjörð Guðmundsdóttir, sem andaðist 18. júní s.l„ verður jarðsungin mánudaginn 28. júlí kl. 2 e. h. frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Magnús Einarsson Ragnar Magnússon Einar Karl Magnússon Ragnheiður Magnúsdóttir Skógarhólar - Kappreiðar Stærstu kappreiðar ársins verða haldnar að Skógarhólum, Þingvalla- sveit í dag, sunnudaginn 27. júní, og hefjast stundvíslega kl. 13. Keppt verður um glæsileg verðlaun. Ferðir frá BSÍ á mótsstað. STJÓRNIN. Útför mannsins míns og föður okkar Þórhalls Pálssonar, borgarfógeta, er andaðist hinn 17. þ. m. á Landakotsspítala, verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 1,30 e. h. Eiginkona og börn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Ásgeir G. Stefánsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. júní n.k. kl. 2 e. h. Sólveig Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. 14 27. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.