Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 5
BILAR
K>oc<>ooooooooooooooooooooo<x>ooo<>o
mönnum hvert gagn verkfæri
þessi gera.
Því eru þessar línur ritaðar,
að fyrir helgina hitti ég mann,
sem nokkrum sinnum er búinn
að fara úr bænum í vor og í
sumar. Þessar ferðir hafa kost
að hann tvær framrúður og
eina framlukt, allt vegna stein
kasts frá öðrum bílum, sem
hann kennir að verulegu leyti
„drullusokkunum” svokölluðu.
Sjálfur var ég á ferð á
Grindavíkurveginum síðastlið-
inn sunnudag. Þar mætti ég
rauðri og hvítrd station bifreið
af Chevrolet gerð, árgerð 1958
eða 1959. Undan öðru aftur
hjóli þessa bíls kom stór
hnullungur, sem lenti í karmi
framr’úðunnar, ca. hálfan cm.
frá framrúðunni þeim niegin,
sem kona mín og dóttir sátu.
Karmurinn er vel þykkur, enda
burðarbiti fyrir þakið. Samt
dældaði steinninn hann svo
stórlega sá á. Því miður náði
ég ekki númerinu á station
bifreiðinni, enda var henni ek-
ið allgreitt.
Tvímælalaust ættu nú yfir
völd hér að endurskoða af-
stöðu sína til „drullusokk-
anna“ og bifreiðaeigendur eiga
heimtingu á því, að með til-
raunum verði gengið úr
skugga um það, hvort þeir eru
til góðs eða ills og ætti FÍB
að beita sér fyrir athugun á
þessu, ef Bifreiðaeftirliti ríkis
ins er það um megn. — Ekill.
DRULLU-
SOKKAR"
DANIR hafa nú viðurkennt,
að þeim skjátlaðist með „drullu
sokkalögin”, sem skylduðu bif-
reiðaeigendur til að hafa hlífð
arplötur úr gúmmíi aftan við
afturhjól bifreiða. Það kom
sem sé í ljós í Danmörku, að
fremur var ógagn en gagn
í þessum verkfærum.
Maður skyldi freistast til að
halda, að íslenzk yfirvöld
mundu á sama hátt afnema
„drullusokkaskylduna” hér, en
á því bólar þó ekki. Fjölmargir
bifreiðaeigendur hafa látið þá
skoðun í Ijós, að „drullusokk-
arnir” geri fremur ógagn en
það er reynsla margra. Bif-
reiðaeftirlitið þegir hins vegar
þunnu hljóði um þetta efni,
og væri þó alls ekki úr vegi
að það að minnsta kosti sýndi
NÝR MOS
KOMIN er á markað erlendis
ný gerð af rússnesku bílunum
Moskvits, sem nefnist Moskvits
Karat M 408. Sýningarbíll mun
enn ekki kominn til íslands, en
þessir bílar eru þegar komnir i
umferð í Noregi, svo vafalaust
verður þess ekki langt að bíða,
að við sjáum þá einnig hér.
Nýi Moskvitsinn er mjög breytt
ur í útliti frá því sem áður var, og
•oooooooooooooooooooooooooooooooo
sækja Rússar, sem fyrr,
hugmyndir sínar til Evrópu.
Eftirfarandi grein er byggð á
umsögn, sem nýlega birtist í Ar-
beiderbladet í Noregi.
Moskvits Karat M 408 er mjög
rúmgóður fyrir fjóra og með örlít-
illi breytingu ætti að vena hægt
að fá hann skráðan sem fimm
manna bíl. — (ATH. þetta á að
sjálfsögðu við um norskar regl
ur um þetta efni-) —
Auðvelt er að stíga inn í bílinn
og út úr honum. Sæti eru mjög
þægileg, klædd gervileðri og má
leggja bök framsætanna niður. og
fá þannig svefnpláss.
Útsýni úr bílnum er gott og
mælaborðið betur búið en venju-
legt er um bíla í þessum verð-
flokki. Fyrir utan kílómetratelj-
ara í hraðamæli er sérstakur
stillanlegur teljari sem alltaf má
færa aftur á 0000. Mælir sýnir
hleðslu, einnig eru mælar fyrir
olíuþrýsting, benzín og hita. Eru
þetta kostir, sem margir bílar í
þessum verðflokki hafa.
Farangursrými er gott og um
leið og því er læst er benzíntanh
lokað. Hægt er að stilla glugga
þurrkur á tvo hraða, en stillinum
er nokkuð óhaganlega fyrirkomíð
Sama gildir um handbremsuna.
Moskvits er nú með tvöfaldar
framluktir, sex blikkljós, og bíln-
um fylgir óvenjulega mikið af
verkfærum, þar á meðal smur-
sprauta og vinnuljós.
Vélin er nú kraftmeiri en áður
var. Hún er eftir sem áður vatns
kæld toppventlavél, en krafturinn
hefur verið aukinn úr 45 upp f
60,5 Sae hestöfl.
Verksmiðjan gefur upp að há-
markshraði sé 120 kílómetrar á
klukkustund, og segir Arbeider-
bladet, að þeim hraða sé næsta
auðvelt að ná. í lok greinarinnar
segii', að hér sé um að ræða bíl,
sem sé áreíðanlega sterkur og
Framhald á 10. síðu.
HVERSVE6NA ER REGL-
24 viðgerðarbílar frá Félagi norskra bifreiðaeigenda. Myndin er tekin snemma . sumar áður en bílarnir
dreifðust um landið.
UNUM EKKI HLÝTT?
ÞAR HAFA FERDAMENN
FORGANGSRÉTT
FÉLAG norskra bifreiðaeig-
enda starfrækir á hverju sumri 20
til 30 viðgerðar og aðstoðarbíla,
sem dreifðir eru um landið og
eiga að hjálpa ökumönnum, sem
lenda í einhvers konar vandræð-
um.
Ökumenn bílanna geta lagfært
smáviðgerðir, þannig, að hægt sé
að minnsta kosti að aka bílnum
á verkstæði. Þessir menn eru og
þjálfaðir í hjálp í viðlögum og
geta því oft veitt mikilsverða
hjálp, ef slys ber að höndum.
Þá má þess geta hér, að norsk
verkstæði taka í auknum mæli
upp þann sið nú, að láta ferða-
fólk ganga fyrir með viðgerðir á
bílum, þannig, að fólk þurfi ekki
að eyða þremur dögum af allt of
stuttu sumarfríi í að bíða eftir
verkstæðisplássi. Er þetta góður
siður, sem verkstæði hér á landi
mættu einnig gjarnan taka upp.
Starfsemi Félags bifreiðaeig-
enda í Noregi hefur farið vaxandi
Frh. á 10. sfðu.
OFTAR en einu sinni hefur ver- |
ið á það bent hér í blaðinu, hver !
óhollusta stafar frá sótspúandi
dieselbílum, sem virðast fá að
aka um allan götur hér, án þess
að rönd sé við reist.
Samkvæmt gildandi reglum eiga
eigendur eða forráðamenn bif-
reiða að gæta þess, að frá þeim
komi ekki óþarfa reykur eða há-
vaði. Öll ákvæði um þetta eru
þvérbrotin, og virðist svo sem lög
gæzlumenn gangi hvergi nærri
nógu hart eftir að þessum regl-
um sé fylgt. '
Ekki þarf yfirleitt annað en. að
aka á eftir strætisvagni austur
! Hringbraut til að sjá sótmökkinn,
og ef rúðan er opin berst ólyktin
fljótt inn. Næstum er sama hvort
hér er um að ræða strætisvagn
úr Hafnarfirði, Kópavogi eða sér-
leyfisbílana, sem fara til Kefla-
vikur. Hjá Strætisvögnum Reykja
víkur er einnig pottur brotinn 1
þessum efnum.
Skilyrðislaust á að kæra þá bíla,
sem ekið er í þannig ásigkomu-
iagi og raunar er furðulegt að
eigendur skuli láta þetta viðgang
ast, því þetta er merki um það,
að vélin sé ekki rétt stillt og nýti
ekki oliuna til fulls.
ALÞÝ0UBLAÐIÐ - 27. júní 1965