Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 9
Æska Austur-Þýzkalands FJÖLDI ungs fólks var í hópi þeirra hundruð þúsunda, sem gerðu uppreisn í Austur-Berlín og Austur-Þýzkalandi 17. júní 1953 og kröfðust lýðræðis og frjálsra kosninga. Fjöldi ungs fólks var handtekinn þegar stjórn Ulbrichts bældi uppreisnina nið- ur, og allt að 50% þeirra, sem flúið hafa vestur á bóginn, hafa verið æskufólk. Þetta er furðulegt þegar þess er gætt, að þetta æskufólk hafði alizt upp í kommúnistisku þjóð- félagi með öllum þeim mikla á- róðri, sem því fylgdi. En þrátt fyrir hinn kommúnistíska áróður hafði unga fólkið getað borið sam an lýðræði og kommúnisma. Nú hefur þetta breytzt síðan múr- inn var reistur í Berlín og landa mæravörðunum var fyrirskipað að skjóta með köldu blóði alla þá, sem reyna að flýja. Þar við bætast tólf ár kommúnistísks á- róðurs síðan uppreisnin var gerð 17. júní 1953. Hvernig er þá aðstaða ungs fólks í Austur-Þýzkalandi nú? 'k Valda erfiðleikum, Ljóst er, að fjöldi þeirra ung- menna, sem flýja frá Austur- Þýzkalandi þrátt fyrir allar þær hættur, sem slíkt hefur í för með sér, heíur aukizt töluvert. Ástæð- an er ef til vill sú, að auðveld- ara er fyrir ungan mann eða unga konu að taka svo alvarlega ákvörðun, en fólk hættir tæplega lífi sínu á þennan hátt án þess að á bak við búi pólitísk sann- færing. Vitanlega er talsvert stór liluti ungmenna í Austur-Þýzkalandi fús til samvinnu við kommúnista, og er ástæðan ýmist einlæg sann- færing eða lirein hentistefna. En annai' stór hluti ungs fólks í Austur-Þýzkalandi hefur þegar valdið yfirvöldunum alvarlegum áhyggjum. Austur-þýzk blöð gæta þess vandlega, að draga ekki of dökka mynd af ástandinu, og því er furðulegt, að þau eru fús að játa mistök sín og gefa ungu fólki, kennurum þeirra og embættis- mönnum þeim, sem fara með málefni þeirra, ,.góð ráð og leið- beinmgar.” Blöðin hvetja al- menning til að hamla gegn göllum einræðiskerfisins svo að unnt verði að vinna þau verk, sem vinna þarf. Stundum ’gera yfirvöldin sig að athlægi með kúvendingum í á- róðri sínum. Fyr-ir nokkrum ár- um bönnuðu yfirvöldin ungu fólki að hlusta á jazz-músik, en þegar það bar engan árangur upp götvuðu þau, að jazz hefði verið ,,list svartra þræla í Bandaríkj- unum” og „vopn þeirra gegn arð ræningjunum.” Þannig varð jazz „virðulegur” og sama er að segja um suður-ameríska tónlist, sem átti ekki upp á pallborðið fyrr en pastro komst til valda á Kúbu. J>á varð þetta „tónlist hamingju- samra eyjaskeggja, sem hafa ver ið frelsaðir undan oki heims- valdasinna.” k „Bítfamúsik“. ' „Bítlarnir” njóta mikilla vin- sælda meðal ungs fólks í Austur- Þýzkalandi, og margar hljómsveit ir hafa tekið sér þá til fyrirmynd- ar og leika tónlist þeirra þrátt fyrir boð og bönn yfirvaldanna. Fyrst í stað fóru yfirvöldin hörð- um orðum um „spillandi áhrif” Bítlanna á unga fólkið og sögðu að tónlist þeirra „samræmdist ekki meginreglum sósíalistískrar menningarstefnu,” en þegar þessi áróðursherferð hafði engan árang ur í för með sér urðu yfirvöldin að breyta um stefnu og finna ástæðu, er réttlætt gæti þessa stefnubreytingu og samræmdist um leið skoðanakerfinu. KASTUÓS Þannig hefur málgagn kom- múnistaflokksins, „Neues Deut- schland” birt grein þar sem segir að meðlimir einnar bitlahljóm- sveitar í Leipzig hafi ekki ein- ungis unnið þarft starf í æsku- lýðssamtökum kommúnista heldur einnig reynzt dyggir þegnar „hins sósíalistíska þjóðfélags.” Og blað- ið bætti við: „Við skulum hafa það í huga, að það var tónlist af þessu tagi, sem baráttumenn mann réttinda í Alabama sungu í hinni frækilegu frelsisgöngu frá Selma til Montgomery!” Hins vegar er það aðeins ungt fólk í Leipzig og nágrenni sem fær að gera það, sem kommún- istaflokkurinn reyndi svo ákaft að fá það til að hætta við. „Bítla- músik” er hvað sem öðru líður, dálítið ólík hugmynd þeirri um „hamingjusöm æskuár,” sem emb ættismenn kommúnista tala um í áróðri sínum. ★ Skipulögð „hamingja“. Með „hamingjusömu lífi æsk- unnar” í Austur-Þýzkalandi er átt við „tómstundaheimili” — og svokallaðar „menningar-” og „æskulýðshallir”, sem aðallega eru rekin af embættismönnum kom- múnista. Aðrar „skemmtanir” eru sumarbúðir, þar sem megin- áherzla er lögð á áróður og her- þjálfun, sem hvort tveggja er lið ur. í „hagnýtri notkun frítím- ans” og „baráttunni fyrir friði.” Fregnir herma, að árangurinn af þessari skipulagningu frítímans hafi verið litill. Kommúnistar hafa alltaf lagt mikla áherzlu á menntamál. Þeir vonuðu að það mundi færa þá nær því marki að „skapa nýja, sósíalistíska mannveru.” Hver lögin á fætur öðrum hafa tekið gildi og hin síðustu kallast „lög um hið sameiginlega sósíalistíska menntakerfi.” í lögum þessum segir, að öll þjóðin verði að „vinna með því að læra og læra með því að vinna” frá vöggu til grafar, og umfram allt skuli þjóðin „læra meira og afreka meira.” Játað er óbeint, að tilraunir þær, sem gerðar hafa verið í þessu skyni til þessa, hafi ekki borið árang- ur. ★ Frelsisþráin lifir. Með slíkri „menntun” er að sjálfsögðu hægt að beina „starfs- áhuga” í hvaða átt sem er. Einnig Framhald á 15. síðu Fánadýrkun barna í Austur-Þýzkalandi. HANOMAG Dieselbílar 18 manna hópferðabílar — 2 tonna sendibílar — yfir- byggðir og óyfirbyggðir, 3—3Vá tonna sendi- og vörubíl ar — IVz og 3 tonna bílar með drifi á öllum hjólum, útbúnir til ýmis konar notkunar á vegum og vegleysum. Hanomag bílar eru viðurkenndir sem miög traustir og endingargóðir. Gefum nánari upplýsingar og sendum myndalista þeim, sem þess óska. BERGUR LÁRUSSON H.F. Brautarholti 22, Reykjavík. — Sími 17379. Eftir 1. júlí verður síminn 12650. LOKAÐ Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Laugavegi 114 verða lokaðar mánudaginn 28. júní >vegna skemmtiferðar starfsfólks. Tryggingastofnun ríkisins. Tilboð óskast í eftirtalin tæki: 1. VÉLAFLUTNINGAVAGN, 15 tonna. 2. GARANT ’58, yfirbyggður. 3. FORD ’42, yfirbyggður (ógatígfær). 4. PRIESTMAN-krani (Panter), 6 tonna. Tækin nr. 1—3 eru til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, r en nr. 4, kraninn, við bifreiðaverkstæði Reykjavíkurhafnar við Ármúla, næst- komandi mánudag og þriðjudag. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8, miðvikudaginn 30. júní n.k. kl. 10,00 f. h. Innlcaupastofnun Reykjavíkurborgar. GARÐAHREPPUR Starf forstöðukonu við gæzluvöllinn í Sílfurtúni er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður. Sveitarstjórinn í Garðahreppi, 25. júní 1965. TILBOÐ ÓSKAST í húsið Steinsholt í Garðahreppi, til niðurrifs eða brott- flutnings. Húsið stendur á lóðinni nr. 47 við Lindar- flöt. Byggingarréttur fylgir á lóðinni. Tilboðum sé.skilað fyrir 2. júlí til undirritaðs, scm veitir nánari upplýsingar. Sveitarstjórinn í Garðalireppi, 25. júní 1965. OOOOOOOOOÖOVOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Áskriftasími Alþýöublaðsins er 14900 oooooocooooooooooooooooooooooooo* ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. júní 1965 & (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.