Alþýðublaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 13
Saian stjórnar
ballinu
(Et Satan conduit le bal)
Djörf frönsk kvikmynd gerð af
Rog-er Vadim.
Catherine Deneuve
Jacques Perrin.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
í FÓTSPOR HRÓA-HATTAR
Sýnd 'kl. 3.
Simi 5 02 49
Astareldur
Ný sænsk úrvalsmynd í C.'nema-
Scope, gerð eftir Vilgot Sjöman.
Bibi Andersson
Max Von Sidow
Sýnd kl. 7 og 9.
HVER DRAP LAURENT?
Æsispennandi frönsk m.vnd.
Mel Ferrer.
Sýnd kl. 5.
FLEMMING í HEIMAVISTAR-
SKÓLA
Sýnd kl. 3.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 — Sími 11043.
Þú þarft ekki að gera það. Ég
fer aftur inn eftir smástund, þeg
ar loftið hérna inni er orðið
betra.
— Hvenær heldurðu að það
skáni, ef þú opnar ekk: |(ugg-
ann á svefnlierberginu? spurði
Siggi. — Svona, færðu þig og
hleyptu mér inn fyrir. Ég skal
opna.
Hann ruddist fram hjá Árna
og þaut að svefnherbergisglugg-
anum. Það var mjög vont loft
þarna inni.
Honum varð eiginlega óglatt
bara við’ að anda því að sér. Það
var svo sem engin furða þótt
Árni hefði kastað upp, þó hann
hefði ekki búizt við því af
manni, sem hafði komizt í ann-
að eins og hann.
Hann hafði ekki haldið að
Árna væri fisjað saman.
Hann gekk að skápdyrunum og
gægðist inn fyrir.
Það var nóg.
Hann skildi vel hvers vegna
Árni hafði kastað upp yfir
þröskuldinn.
Það munaði minnstu að hann
gerði slíkt hið sama.
—• Guði sé lof fyrir að ég er
ekki læknirinn sem á að kryfja
hana, sagði liann og lét svefnher
bergisdyrnar falia að stöfum um
ieið og hann gekk fram
— Nei, þú ert það að vísu ekki,
svaraði Árni, — Enda er hann
varla öfiindsverður af því verki.
— Hvað er þá að? spurði Siggi.
— Hver heldurðu að þurfi að
flytja hana? spurði Árni.
— Hver annar en við, ég og
þú.
Hann gekk að forstofudyrun-
um og sagði við Jón: — Reyndu
að sjá svo um að mæðurnar
hirði þessa krakka sína og að
húsinu verði læst, svo enginn
komi hingað inn. Hringdu svo
niður á stöð og láttu opna sím-
ann hérna.
20. KAFLI.
Rétt fyrir hádegi var barið að
dyrum á lögfræðiskrifstofunni,
sem Inga vann á.
— Kom inn, sagði ljóshærða
stúlkan við skiptiborðið.
Rannsóknarlögreglumaðurinn,
sem falið hafði verið að rann-
saka dauða Rósu, opnaði dyrnar
og kom inn.
— Heitir þú Inga? spurði hann
ljóshærðu stúlkuna.
— Ég? Nei, ég heiti Ása Jóns-
dóttir, svaraði stúlkan. — Inga
er nýfarin heim. Get ég ekki af-
greitt yður?
— Kannske, svaraði rannsókn-
arlögreglumaðurinn. — Ég er
frá rannsóknarlögreglunni.
Ása greip andann á lofti og
hvítnaði ögn umhverfis munn-
inn.
Ransóknarlögreglumaðurinn
Ieit umhverfis sig.
Framhaldssaga
eftir Ingibjörgu
Jónsdóttur
31. HLUTI
— Hvar er skrifborðið henn-
ar Ingu? spurði hann.
— Þarna fyrir innan? svaraði
Ása. — Þarna í litla herberginu,
hún benti að einu dyrunum-
Rannsóknarlögreglumaðurinn
gekk að dyrunum, opnaði þær
og fór inn.
Stór rafmagnsritvél stóð á
borðinu. Hann tók hlífina af
henni, setti hvíta pappírsörk í
vélina og vélritaði nokkrar línur.
Síðan tók hann örkina úr og
virti stafagerðina fyrir sér.
Þetta var ekki rétta stafagerð-
in. Kannske hafði honum skjátl-
ast. Á þessari ritvél var a-ið
hreint og ekki vitund skakkt.
Hann hristi höfuðið yfir
heimsku sinni og gekk fram fyr-
ir. Það voru fleiri ritvélar fyrir
framan.
Hann gekk til Ásu, sem starði
á hann sem væri hún dáleidd af
sjóninni.
— Hvernig er með þessa rit-
vél? spurði hann. — Notar Inga
hana?
— Stundum.
— Hvenær helzt?
— Ef hún er búin að ganga
frá sinni vél og þarf að vélrita
eitthvað áður en hún fer.
— Er hún dugleg?
Ljóshærða, snotra stúlkan virt
ist rakna úr dáinu.
— Hvort hún er! sagði hún
með hrifningu. — Hún er bæði
óvenjulegá dugleg og yndisleg
manneskja.
— Er það? spurði hann og
yppti öxlum. — Vélritaðu fyrir
mig nokkrar línur á þessa ritvél.
— Til hvers? spurði Ása.
— O, mig langar til að eiga
það til minningar um þig, var
svarið.
Ása settist við ritvélina og
hélt fingrunum yfir leturborð-
inu. — Hvað á ég að skrifa?
spurði hún.
— Eitthvað, svaraði hann.
— Eins og hvað?
— Upphafið á einhverju
kvæði. Heims um ból eða Ó fög-
ur er vor fósturjörð eða eitt-
hvað álíka.
Eftir fáeinar sekúndur rétti
Ása honum örkina, sem hún
hafði sett í ritvélina.
— Gjörðu svo vel, sagði hún.
— Nokkuð fleira?
— Þakka þér fyrir, svaraði
hann. — Á Inga bíl?
— Nei, svarðai Ása sigrihrós-
andi. *— Svo þið haldið að hún
hafi keyrt á eða eitthvað svo-
leiðis! Ha! Það var gott á ykkur.
Hún seldi bílinn sinn í desember.
— Seldi hún bílinn?
— Já, ég er nú hrædd um það.
Þú getur meira að segja fengið
það staðfest yfir í fasteignadeild-
inni. Hún seldi strák, sem vinn-
ur þar, bílinn.
— Veiztu hvað hún fékk fyrir
hann?
— Fjörutíu út og afganginn
með fimm þúsund krónum um
hver mánaðamót, var svarið.
Fimm þúsund krónur mánaðar
lega! Þarna kom upphæðin,
sem var!
Rannsóknarlögreglumaðurinn
reyndi að dylja sigurhrós sitt.
— Hefur þér virzt Inga á
Fata
viðgerðir
SETJUM SKJKN A JAKKA
AUK ANNARRA FATA
VIÐGERÐA | |
SANNGJARNT VERÐ.
SÆNGUR
Endurnýjum gömhi sængurnar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FIÐURHREINSUNH4
Hverfisgötu 57A. Sími 18738
iwwwwwwMwimwwMiwt
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, elgnm
dún- og fiffurheid ver.
Seljum æðarðúns- Og
gæsadúnssængur —
og k«dda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIDURHRBINSUN
Vatnsstíg 3. Súnl 18740.
IWWWWtMWWWWWlWltMI
hyggjufull eða langt niðri að
undanförnu?
Það kom dálítið á ljóshærðu
stúlkuna.
— Það er svo sem ekkert skrít-
ið, svaraði hún svo dræmnara eu
fyrr. — Hún var ástfangin af
giftum manni og hætti við hann.
— Hvenær.
— Ég held það hafi verið um
svipað leyti og hún seldi bílinn.