Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 5
FOTGONGULIÐAR
TIL S-VIETNAM
Saifron, 12. júlí
(NTB — AFP — Reuter)
VIETCONG-hreyfingin ítrekaði í
dag aðvörun sína um, að hún muni
biðja um sjálfboðaliða frá Norður-
Vietnam og öðrum vinveittum
löndum ef Bandaríkjamenn hætti
ekki árás sinni. Jafnframt halda
bandarískir fótgönguliðar áfram
að streyma á land í Cam Ranh-
flóa, um 300 km norðaustur af
Saigon, og með' komu þeirra veröa
71.000 bandarískir hermenn í Suff-
ur-Vietnam.
Liðsauki þessi, sem kemur beint
frá herstöðvum í Bandaríkjunum,
á að tryggja yfirráðin yfir hinum
mikilvægu strandhéruðum og
koma í veg fyrir að Vietcong
svelti íbúa Suður-Vietnam. Tök
Vietcong á héruðunum inni i landi
gera það að verkum, að æ erfiðara
er að koma hrísgrjónum og öðr-
um matvælum til bæjanna, og ef
Vietcong næði strandbæjunum á
sitt vald yrði algert öngþveiti í
matvselamálunum. Verð á mat-
SMURSIÖÐIN
Sætúni 4 — Sími 16-2-27
Bíllinn er smurður fljótt og vcl.
Seljum allar teguadir af smurolíu
á. _
SKIPAUTGCRB KIKJSI
M.s. Esja
fer vestur um land í hringferð
17. þ. m. Vörumóttaka í dag og
árdegis á morgun til Patreksfjarð
ar, Suður, Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Sveinseyrar, ísafjarðar,
Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavík
ur og Raufarhafnar. Farseðlar
seldir á miðvikudag.
////'/'.
Einangrunargler
Framleitt elnungis úr
úrvalsgleri — 5 ára ábyrgff.
f
Frá Ferðafé-
lagi íslands
vælum hefur- hækkað mikið að und
anförnu.
í dag voru um 1.000 fótgöngulið
ar úr 1. bandaríska fótgönguher-
fylkinu settir á land í Cam Ranli-
flóa. Alls verða 4.000 menn settir
á land að þessu sinni.
Bandarískar flugvélar héldu í
dag áfram loftárásum sínum á
Norður-Vietnam og unnu mikið
tjón á hernaðarmannvirkjum og
vopnageymslum við Yen Sen, sem
er milli Hanoi og landamæra Kína.
1 gær. héldu Kínverjar því fram,
að fjórar bandarískar flugvélar
hefðu flogið yfir kínyerskt land
er þær voru í árásarferð skammt
frá landamærum Norður-Vietnam.
Um helgina voru 600 Vietcong-
menn felldir í loftárásum banda
rískra flugvéla í Suður-Vietnam.
Talið er, að bandarískum her-
mönnum í Suður-Vietnam verði
fjölgað í 120.000 í nánustu fram
tíð og að seinna verði þeim fjölg-
að í 250.000.
Áreiðanlegar heimildir herma
að brezki sendimaðurinn Harold
Davies, sem rætt hefur við hátt-
setta norður-vietnamiska leiðtoga
í Hanoi. hafi ekki hitt Ho Chi
Minh forseta að máli. Davies
reynir að fá Norður-Vietnamstjórn
til að veita friðarnefnd brezka
samyeldisins áheyrn og undirbúa
jarðveginn fyrir viðræður við
norður-vietnamiska leiðtoga.
Harold Davies, sem kveðst vera
persónulegur vinur Ho Chi Minh,
verður í Hanoi til fimmtudags.
Háttsettur starfsmaður brezka ut-
anríkisráðuneytisins, sem átti að
vera í fylgd með Dayies, Denald
Murray, er kominn til London og
fór aldrei Tengra en til Vientiane
í Laos þar eð hann fékk ekki vega
bréfsáritun.
Fréttaritari New York Times“,
Jack Raymond, segir í grein frá
Saigon í dag, að Bandaríkjamenn
séu í þann mund að takast á herð-
ar bróðurpartinn af stríðsbyrðinni
í Suður-Vietnam. þar eð her lands
ins sé greinilega ekki hæfur til að
heyja stýrjöldina gegn kommúnist
um með nokkrum árangri. Banda
ríkjaménn muni taka æ virkari
þátt í stríðinu, og búast megi við
miklu mannfalli í liði þeirra.
Ferðafélag íslands ráðgerir eft
irtaldar sumarleyfisferðir í júlí
og ágúst.
14. júlí hefst 12 daga ferð um
Öskju-Ódáðahraun og Sprengi-
sand.
17. júlí hefst 6 daga ferð um
Kjalvegssvæðið.
17. júlí hefst 9 daga ferð um
Fjallabaksveg nýrðri, Langasjó og
Núpsstaðaskóg.
24. júlí hefst 5 daga ferð um
Skagafjörð, og suður Kjöl.
24. júlí hefst 0 daga ferð um
Fjállabaksveg syðri.
4. ágúst hefst 12 daga ferð um
Miðlandsöræfin, fjölbreyttasta ör
æfaferðin.
7. ágúst hefst 9 daga ferð um
Herðubreiðarlindir og Öskju.
19. ágúst hefst 6. daga T"erð um
Lakagíga.
18. ágúst hefst 4 daga ferð um
Vatnsnes og Skaga.
18. ágúst hefst 4 daga ferð til
Veiðivatna.
13. júlí er skíðaferð í Kerlingar
fjöll.
Vinsamlegast tHkynnið þátttöku
með góðum fyrirvara.
Allar nánari upplýsingar veitt
ar í skrifstofu félagsins Öldugötu
3, símar 11798 — 19533.
Pantið tímanlega.
Korkiðjan hf.
Skúlagötu 57 _ Síml 23260.
Látið okkur stilla og
herða upp nýju
hifreiðina!
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 32. Sími 13-100
Látið okkur ryðverja
og hljóðeinangra
bifreiðma með
TECTYL!
RYÐVÖRN
Skúlagötu 62. Sími 13100.
Benzínsala Hjólbarðaviðgerðir
Opið alla daga frá kl. 8—23,30.
HiéSbarðaverkstæðið Hraunholi
Hornl Lindargötu og Vitastígs. — Siml 23900.
TAPAST HEFUR
svart peningaveski í miðbænum.
Finnandi vinsamlegast láti vita í síma 37009.
N0REGUR - DANMÖRK
P 29.7. -19-22.8. 'A
20—24 daga ferð. - Verð kr. 14.600.00.
Fararstjóri: Margrét Sigurðardöttir ^
Flogið verður til Osló 29. júlí og lagt áf
stað í 7 daga ferð um Suður-Noreg 1.
ágúst með langferðabíl og skipum —
Verður m.a. komið
við og gist á Arendal, Mandal, Stavanger,
Nestflaten, Harðangri og Veringsfoss. Dvalið
verður í Oslo 1 dag í lok þessa ferðalags.
Þá hefst 7 daga hringferð um Danmörku
m.a. um Frederikshavn, Bröhdersley, Silke-
horg, Esbjerg, Ribe, Odense og Kaupmanna-
höfn, dvalið þar í 2 daga. Þaðan verður farið
til Oslo, norður eftir strönd Svíþjóðar, með
viðkomu í Gautaborg. Að lokum verður dval-
ið á kyrrlátu hóteli rétt utan við Oslo í 3
eða 7 daga eftir því sem menn vilja heldur
— Viðburðarík og róleg ferð.
Þátttaka takmörkuð. — Hafið því samband
við okkur sem fyrst.
I
§
i
1
I
L/\IM □ S 9 N
FERÐASKRIFSTOFA
Skólavörðustíg 16, II. hæð
* BILLINN
Rent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. júlí 1965 5