Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 15
Sérstætt eins og yðar eigið fíngrafar. Ávallt fyrirliggjandi. Laugavegi 178. — Síml 38000. EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI KJÓTID ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. vizka á jazzinum hefur skapað hinan fáránleg- ustu hugmyndir um hann, sem breiðst hafa út milli þeirra, sem eru móttækilegir fyrir slíku, og hefur þetta orðið til þess að fjölmargir hafa snúizt gegn jazzmúsik. Þetta hefur jafnvel geng ið svo langt að einstaka menn hafa lagt hatur á hana, og í blaði Félags ísl. tónlistarmdnna hafa verið ritaðar svívirðileg- ar niðurlægingargreinar um jazz. M. a. hefur einn af okkar betri píanóleik- urum sagt þar að spyrna beri á móti þessum ó- fögnuði, sem teygi sig út fyrir sinn verkahring með því að taka að láni ýmsar dýrustu perlur klassiskra tónbókmennta. Þetta sannar mjög vel hve fáfræði manna er mikil á þessu sviði og með því að brigzla jazz tónskáldum um að þeir> steli klassiskum verkum, vegna þess að þeir geti ekki lengur staðið á eigin fótum sýnir píanóleikar- inn hversu lítið vit hann hefur á jazzmúsik. Klassisk lög er aldrei hægt að nota sem undir- stöðu í jazzlög, enda ger ist þess ekki þörf þar og meira við af sígildum sem sífellt bætist meira jazzlögum. Aftur á móti hafa verið sett út lög (m. a. eftir Chopin) fyr- ir danshljómsveitir, en Burt með jazzinn VIÐ LITUM inn í forn- bókaverzlun á Hverfis götunni um daginn, og rákumst þar m. a. á gam- alt tímarit er hét „Jazz blaðið“, Útgefendur þess >g ábyrgðarmenn voru þeir Hallur Símonarson og Svavar Gests, en ein takið er síðan 1948, og gefur líklega nokkuð góða mynd af skemmt- analífinu eins og það var aá, eða a. m. k. hvernig tónlist var þá mest í há- regum. Eins og nafnið bendir til, er. það þó eink um jazz, sem skrifað er um, og kynntir margir af helztu hljóðfæraleik- urum á þeim tíma, bæði innlendir og erlendir. Forsíðumyndin er af Trausta Th. Óskarssyni gítarleikara, og er grein um hann inni í blaðinu. Næst eru jazz hugleið ingar eftir Ólaf Gauk, og ræðir hann einkum um jazzáhuga á íslandi, sem virðist fara ört vaxandi um þær mundir. Og á hann virðist hafa verið litið svipað og litið er á bítlatónlistina í dag, nema hvað miklu fleiri tónlistarmenn voru á móti honum. Ólafur segir ma.: ,,Hin almenna fá Piltinn þekkið þið, hann heitir Dave Clark. Stúlkurnar tvær stofnuðu „aðdáendaklúbb“ þar sem hann er mjögr í hávegum hafður, og telur klúbb- urinn hundruð meðlima. Þetta er í sjálfu sér ekki svo merkilegt, en hitt er at- hyglisvert að systurnar eiga sjálfar fræg ann söngvara fyrir bróður, og hafa aldrei stofnað aðdáendaklúbb kringum hann. Bróðirinn heitir Cliff Richard.. kvikmyndir skemmtanir dœguriög ofl. þau lög myndi enginn jazzisti viðurkenna sem góðan jazz, heldur í mesta lagi sem lélega dægurlagamúsik, sem eins og menn vita (von- andi) getur alls ekki tal ist til jazzins. Maður sem gerir ekki greinarmun á jazz ann- arsvegar og dægur- og danslögum hinsvegar hef ur augsýnilega engan skilning á jazzmúsik, og ætti ekki að ana út í að skrifa um hana. Svo sem sjá má af þessum skrif- um Ólafs, hefur staðið styrr um dansmúsik og þess háttar, löngu áður en bítlar, twist og annaS slíkt kom til sögunnar. Seinna munum yið mínn ast meira á þetta gamla jazzblað, m. a. á ritdeil- ur milli þeirra Svavars Gests og Jóns Múla Áríia sonar. ■y-ia——bmm— AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELll 22120 Koparpípur og Fittings, Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Rennilokar, Blöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3. Sími 3 88 49. Síldarflutningar Framhald af 7. síðu fljótlega hagkvæmari en aðrar kæliaðferðir, einmitt á þessu sviði. Mikið vantar á að full vitneskja sé fyrir hendi um geymslu síldar við þær aðstæður sem slík flutn- ingaskip veita, liyort sem um væri að ræða ísun, sjókælingu, pækilvörzlu eða aðrar aðferðir. Þetta verða rannsóknir og tilraun ir að leiða í Ijós. Allar horfur virðast þó vera á því að hægt sé að framkvæma þessa hluti á hag- kvæman hátt, og fyrirhugaðar eru tilraunir strax ó næsta sumri. Það gefur auga leið, að notkun flutningaskipa í þessum tilgangi mundi veita fiskiðnaði og fisk veiðum okkar allmikið aukið ör yggi- Indverjar Framhald úr opnu. um. Indverskir þjóðernissinnar gagnrýndu ávallt þessi ferðalög, og þegar Indland hlaut sjálfstæði, var endi bundinn á þau. Sagt var að stjórn fátæks lands ætti ekkl að eyða svo miklu fé til að leita eftir góðum vinnuskilyrðum í sval- ara loftslagi langt frá hinum þjáða landslýð. Þess vegna héldu ráðherrar si.jórnarinnar kyrru fyrir í Delhi án tillits til þess hve heitt væri I veðri, en með einni mikilvægri undantekningu. Öllum þeim, sem nógu háttsettir eru, tekst að finna opinbera átyllu til að koma sér buru, enda þótt þeir hafi loft kældar skrifstofur og íbúðir. Síðan í maílok hafa ellefu ráðherr ar af fimmtán forðað sér frá Delhi, flestir til heilbrigðs loftslags í Evrópulöndum eða annars staðar. Sumir hafa verið í vináttuheim- sóknum, aðrir hafa farið í ferða- lög á vegum stjórnarinnar til að semja um verzlun, samvinnu, að- stoð o. fl. Enn aðrir hafa farið til annarra landa til að skiptast á skoðunum við ráðamenn og til þess að læra og allt þjónar þetta sínum tilgangi fyrir vanþróað land sem Indland. En í fylgd með hvenjum ráð herra er heil hersing aðstoðar- manna, ritara o. s. frv. Allt kostar þetta geysimikið fé. Á sama tíma og gjaldeyris skorturinn er svo alvar.legur, að enginn venjulegur borgari fær ferðagjaldeyri ef svo ótrúlega skyldi vilja til að hann hefði ráð á slíku, hafa þessi um- fangsmiklu ferðalög ráðuneytis- rtarfsmanna vakið lalmenna gremju. Þegar þetta er skrifað biður fóik eftir regntímanum, sem látið hefur bíða eftir sér og vekur Delhi aftur úr dvala og færir alla ráðherra og stjórnarmenn aftur á sinn stað. Kusum Nair. fctjóðleikhúsið Framhald af 2. síðu. Sardasfurstinnan, eftir Emmer ich Kálmán. Leíkstjóri: István Szalatsy. Hljómsveitairstjóri: Ragn ■ars Björnssonar, 19 sýningar. Kröfuhafar eftir August Strind berg. Leikstjóri: Lárus Pálsson- 13 sýningar: Mjallhvít, barnaleikrit eftir Margarete Kaiser o.fl. Leikstjóri Klemenz Jónsson. Hljómsveitar stjóri: Carl Billich. 9 sýningar Kóreu-ballettinn Arirang gesta leikur. 3 sýningair. Stöðvið heiminn, eftir Leslie Bricusse og Anthony Newley. Leistjóri: Ivo Cramér- Hljómsveit arstjórar: E- Eckert-Lundin, Magn ús Bl. Jóhannesson, Jón Sigurðs son. 28 sýninga'r. Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee- Leik Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 33 sýningar í Reykj<a vík, leikför út á landi stendur yfiir. Nöldur^ eftir Gustav Wied og Sköllótía söngkonan, eftir E. Io nesco. Leikstjóri: Benedikt Árna son- 32 sýningar- Kardcmommubaerinn, barnaleik rit eftir Thorbjörn Egner. Leik stjóri: Klemenz Jónsson. Hljóm sveitarstjóri Carl Billich. 20 sýn ingar. Sannleikur í gifsj, eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri: Gísli A1 freðsson. 9 sýningar. Tónleikar og Listdanssýning, höfundur og stjórnandi Listdansa sýningar: Fay Werner. Járnhausinn, eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni- Leikstjóri: B'ald vin Halldórsson- Hljómsveitarstjór ar: Magnús Ingimarsson og Magn ús Bl. Jóhannsson. 25 sýningar. Madame Butterfly eftjr G. Pucc ini. Leikstjórl: Leif Söderström. Hljómsveitarstjóri: Nils Grevilliua 13 sýningar. Geimfararnir Frh. af 1. síðu. að hilla undir geimferð. Hálfu ári fyrir geimför verður syo þriggja manna áhöfn valin og hún sett í sérstaka þjálfun. Það kom fram á fundinum, að hægt er að fara um fjórar mílur frá geimfari á tunglinu án þess að missa sjónar á því eða mdíósam, band við það. Hins vegar telja geimfaraefnin, að fyrstu geimfar- arnir muni vart fana lengra burt frá geimfari í fyrstu skiptin en svo sem liálfa mílu. Kemur þar til takmarkaður súrefnisforði og fleira, svo og það, að í fyrstu könnunarferðum er ekki vert að hætta á of mikið. Ferðaáætlun geimfaraefnanna hér á landi er sem hér segir: Éld snemma á mánudagsmorgun foru þeir flugleiðis til Akureyrar og þaðan akandi til Öskju. Þar dvöld- ust þeir allan þriðjudaginn. en á miðvikudagsmorgun er ætlunin að halda snemma til Akureyrar, það an flugleiðis til Keflavíkur ýfir Lakagígi og sennilega Surtsey. Fimmtudaginn hafa þeir fr-f, en þá hafa Loftleiðir í hyggju að bjóða þeim í svifflug á Sandskeiði og á hestbak, mætti það vera skemmti- leg andstaða fyrir menn, sem flestir hverjir eru þotumenn. Á' föstudag verður lialdið til Laka- gíga og komið 'aftur seint á laug ardag, en vestur um haf ialda þeir aftur á sunnudagsmorgun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. júlí 1965* 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.