Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 11
Magnús og Óttar horfa á eftir miklu höggi. MÁGNÚS GOLFMEISIARI IÞRIÐJA SINN I RÖÐ GOLFMEISTARAMÓTI ÍSLANDS er iokið. Mótið fór fram á hinum nýja velli Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Keppt var í fjórum flokkum og voru keppendur marg ir, en þeir voru frá Reykjavík, Ak- ureyri, Vestmannaeyjum og Suð- urnesjum. Keppnin í meistaraflokki var mjög spennandi og var spennan þar miklu meiri en búist hafði verið við. Reiknað var með að ís- Knattspyrnukvöld í Kópavogi: Bæjarstjórnin gegn Breiðabliki FYRIR tveim árum var haldin ú'.iskemmtun í Kópavogi á vegum Ungmennafólagsins Breiðabliks, þar sem ma. fór fram keppni í knattspyrnu milli meistaraflokks félagiHÍns og liðs bæjars'jini R') r Kópavogs sem var að mestu ó- svikið. Fregnum af úrslitum bar ekki með öllu saman en þau munu hafa verið um það bjl 5 mörk gegn 3 bpejarstjórninni í vil- Þar sem sýnt var að hér var um mjög jöfn Hð að ræða, var talið mjög æ kilegt, að þau leiddu saman hest? sína aftur. Stóð það til í fyrra en varð ekkj út af ýms um orsökum. Nú hefur komizt á sainkomulag milli aðila um að keppni milli þei:ra fari fram í kvöld, ef veð ur leyfir. Benda síðustu fréttir til að bæjarsjórnin mæti til leiks með 15 manna harðsnúið lið, bæj arstjóra, sem fyrirliða- Breiðabliks menn munu væntanlega búa sig í sjóklæði, ef nægilega mörg finn ast í Kópavogsbæ- Auk þes arar keppni munu fara fram stuttir kappleikjr í þrem yngrj flokkum milli Austur- og Vesturbæjar. Kappleikirnir munu hefjast um kl. 20-30 og fara þeir fram á Smárahvammstúni við Fífu hvammsveg. Ákveðið hefirr verið, að ágóði af knattspyrnukvöldinu renni til ^to^inar ‘utanflarar-jóðs knatt spy nudeildar Breiðabliks, en inn gangseyri verður stillt í hóf, svo að sem flestir eigi þess kost að njóta skemmtunarinnar. landsmeistarinn frá 1963 og 1964 Magnús Guðmundsson frá Akur- eyri myndi sigra auðveldlega, en hann fékk óvænta keppni frá Ótt- ari Yngvasyni úr Reykjavík. — Fylgdust þeir að alla keppnina allt fram að síðustu holunum að Ótt- ari brást bogalistin og dróst hann aftur úr. Endanlegur munur á þeim varð 11 högg, en minnstur var munurinn eitt högg um miðja keppni. Magnús er vel að sigrin- I um kominn, hann er án efa okkar- bezti kylfingur í dag, eins og af- rek hans undanfarin ár liafa sann að. Óttar er nokkuð jafn og ör- uggur kylfingur, en hefur lítið æft undanfarið vegna lasleika. Þriðji í keppninni var Gunnar Sólnes frá Akureyri. Gunnar er skemmtilegur Kylfingur, sem bú- ast má við öllu af í keppni. Leiknar voru 72 holur í meist- araflokki 1. og 2. flokki. Röð efstu manna og árangur fer hér á eftir: Meistaraflokkur: Magnús Guðmundss. 316 högg Óttar Ynsvason, Rvík 327 högg Gunnar Sólness Akure. 333 högg Ól. Ágúst Ólafsson, Rvík 336 högg Einar Guðnason, Rvík 337 högg Ól. Bjarki Ragnarsson, Rvík 337 I. flokkur: Hafsteinn Þor-grímss. Rv. 343 liögg Kári EÞ'asson Rvík 355 högg Gunnar Þorleifsson, Rvík 362 högg II. flokkur: Páll Ásgeir Tr-yggvason Rv 382 Þórir Sæmundsson, Golfklúbb Suð urnesja 395 högg Hannes Hall, Rvík 397 högg í unglingafiokki sigraði Hans Isebarn. en í Öldungaflokki sigr- aði Sigtryggur Júlíusson frá Ak- ureyri. Naumur sigur Akur- nesinga yfir Fram 1:0 AKURNESINGAR unnu naum- an sigur efir Fram í gærkveldi. Það var Skúli Hákonarson mið- framherja, sem tryggði liði sínu sigurinn með því að skora þetta eina mark leiksins, seint og síð ar meir í fyrri hálfleiknum, sem annars var heldur sviplítill og næsta bragðdaufur. Gekk leikurinn mest fyrir sig með misjafnlega vel heppnuðum sendingum úti á vellinum, en til þr'falítill uppi við mörkin. Fyrsta markskotið, sem var frá ÍA kom er- 25 mínútna þóf hafði átt sér stað aftur og fram um. völlinn. Skúli Hákonarson átti skotið, en Eyleifur átti meginþáttinn í upp hlaupinu. Nokkru siðar átt.i Skúli alltgott skot en yfir markið. Hins vegar kom fyrsta markskot Fram á 45. mín. frá v. útverði, Anton Björnssyni, laglega gert, þó ekki heppnaðist. Loks rétt fyrir hlé, kom þetta eina mark leiks ins — sigurmarkið — sem. gaf af sér 2 dýrmæt stig. Segja má að nær öll framlínan ynni þar að, Matthías h. úth. með fyrirsend- ingu, Björn v. úth. með skoti, sem þá lenti í Eyleifi og svo lok= Skúli sem fékk boltann hrökkvandi til sín og rák endahnútinn á sókn ina með skoti sínu. Dálítil gola var, og nutu Fram arar hennar til að byr.ia með. En hún gerði snerpulausri framlínu þeirra litla, sem enga stoð. Var almennt búist við „slæmri útreið* hjá Fram í síðari hálfleiknum. En það fór sannarlega á annan. veg, því þeir héldu eklti aðeins fullkomlega í við Skagamennina, beldur þjörmuðu hvað eftir ann að fast að þeim, með hörðum sókn. arlotum. Var Framliðið óþekkján legt í allri framgöngu, síðari hálf leiksins, samanborið við þann fyrri. Þannig að ef það hefði tek: ið eins á þá, hefðu úrslitin orðttf því ólíkt hagstæðari. Hvað eftir annað munaði mjóu að tækist að jafna. Þrívegis vörðu Skagamenn á línu og marJr þeirra þess á milli í yfirvofandl hættu. En Helgi Dan. sá gamal reyndi markvörður, stóð vel fyrir sínu, og sýndi að enn er töggur í karli. Síðari hálfleikurinn var mjög spennandi og prýðilega leikinn, ekki hvað sízt af Fram hálfu. En þrátt fyrir góðan vilja og hörku tókst ekki að jafna, hvað þái me;ra. Voru Skagamenn, með Kristinn Gunnlaugsson, sterkast- an, barðist af hörku til að halda því sem náðst hafði. Má:tti hann vissulega hafa sig allan við. Jón Leósson barðist manna bezt í liði. Skag'atnanna, jafnt í sókn og vörni svo sem jafnan, og í fram línunni kvað mest að Eyleifi og h. útberjanum Matthíasi, sérlega vel leikandi piltur. Ríkharður Framhald á 14. síðu. .rt.1 Þrír fyrstu. Frá vinstri: Óskar Yngvason, Magnús Guðmundssoiy 'Lr.;.ar Só.ims Ný: - '"*fcálinn í baksvn. AlPVDUBLAOIÐ — lí. júlí i96o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.