Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 6
Japanskar fá sér vesturlenzk augu □ Japanskar konur vilja ekki leng ur hafa skásett augu. A. m. k. í stórbæjunum er það nú orðið svo að eins og þær ganga æ meir í velsniðnum kjólum og drögtum upp á vestræna vísu, en geyma sína dýru kimonóa til helganna, þannig vilja þær líka vera evr ópskar í útliti. „Western style“ er það eina, sem dugar nú orðið í Japan og kvikmyndir með Marilyn Monroe og Diana Dors hafa orðið til þess, að sala gúmmibrjósta hefur stóraukizt. Nýjasta nýtt í fegurðarmálum austur þar er samt augnaaðgerð, sem tekur 15 mínútur og kostar rúmar 3000 krónur. Einn helzti „plastic” skurðlæknir Japana, Fumio Umezawa við Jijinsjúkra húsið í Toklo, skýrir frá því, að þær konur, sem hann hefur gefið auga í ,,vesturlandastíl“ fari sæl ar og glaðar af sjúkraliúsinu og gersamlega lausar við sínar minni | máttarkenndir. . Augnalokin eru staðdeyfð og 1 með einni ristu er þeim breytt úr tvöföldum augnalokum ; einföld 1 svo að þau geta dregizt inn í augna tóttirnar. Um 13.5 af hundraði sjúklinga dr. Umezawa eru skrifstofustúlk ur, en meðal sjúklinganna er samt líka að finna prinsessur, embættis mannafrúr og afgreiðslustúlkur á börum. Flestar kvennanna eru milli 19 og 22 ára aldurs — en aðeins 0.9% eru yfir 55 ára .... Ingmar Bergman hóf nýja myndatöku i gær □ Norska leikkonan Liv Ullman, sem starfar við norska þjóðleikhús ið í Osíó, fær ef til vill stærsta tækifæri sitt sem kvikmyndaleik- j kona í hinni nýju mynd Ingmar Bergmans, „Persona“, sem nú verð I ur farið að taka. Þetta er í fyrsía sinn sem Bergman fær aðalhlut- verk í hendur erlendri leikkonu. í myndinni á Ullmann að leika leikkonu. Hitt aðalkvenhlutverkið í mynd Nýjasta hatía-hugmyndin í London er þessi frolla úr flaueli með langri flettu og slaufu í. Nafnið — ekki á stúlkuuni held- ur froilunni — er Chinatown. inni verður í höndum Bibi Anders- son, en hún er ein af þeim leikkon um sænskum, sem mest hafa leik- ið hjá Bergman. Þessar tvær leik konur léku áður saman í kvikmynd inni „Pan“, sem gerð var eftir sam nefndri skóldsögu Hamsuns. Aðrir aðalleikendur í kvikmyndinni verða Svíarnir Margreta Krook, sem er mjög þekkt úr sænska sjón varpinu, og Gunnar Björnstrand, sem áður hefur leikið í fjölmörg- um af myndum Bergmans. Á blaðamannafundi í Stokk- hólmi fyrir helgina upplýsti Ing mar Bergman, að myndin „Per- sona“ mundi fjalla um ást og hat ur milli tveggja persóna. Mynda- takan átti að hefjast í gær og myndin verður frumsýnd í haust. Þetta verður fyrsta myndin, sem Bergman gerir, síðan hann varð leikhússtjóri á Dramaten í Stokk- hólmi. Hann hefur verið í veik indafríi síðan í vetur, fékk fyrst lungnabólgu og sló s'ðan niður l aftur, svo að hætta varð við aðra mynd sem hann hafði hugsað sér að gera, með þeim Ullman og An- dersson. Bergman skrifaði hand- ritið að myndinni á meðan hann lá á sjúkrahúsinu. ! Bergman varð 47 ára gamall snemma í síðustu viku, og hefur hann gert alls 26 kvikmyndir. — Eins og flestar aðrar myndir hans, verður „Persona" tekin í svörtu og hvítu. „Eftir tvö og hálft ár sem leikhússtjóri verður yndi legt að fá að vinna við eigin framleiðslu i í stað þess að sjóða súpu úr hug- : myndum annarra, sagði Bergman á blaðamannafundinum á fimmtu dág. ,Personá“ er nafníð á ándlits grímum þeim, sem leikarar í hinu klassíska leikhúsi báru. Hinn þekkti, póliski kvikmyndastjóri Kawalerowicz er um þessar mundir að vinna að kvikmynd um faraóinn Ramses og er talsvert af myndinni tekið í Egyptaland'i. Hér sjáum við Jerzy Zeinik, sem leikur Ramses. myndin er tekin undir egypzkri sól. Rafeindaheili □ Rafeindaheilinn hefur á mai'g an hátt reynzt mannkyninu hinn nýtasti, og nú þurfa menn ekki einu sinni lengur að eiga í nein- um erfiðleikum með að finna sér hæfilegan ektamaka. Einnig það má láta þetta tækniundur sjá um. í háskólanum í Michigan hafa þeir rafeindaheila, sem eingöngu sinnir þörfum ungmenna, sem vilja ná sambandi við annað fólk, og nú hefur fyrsta giftingin, sem vélin hefur komið í kring, átt sér stað. Fyrir þrem mánuðum gaf Paul Nelson, 25 ára gamall, vélinni upp lýsingar um sína draumastúlku, og jafnframt mataði Sandra Titus, 22 ára gömul, vélin á sams konar upplýsingum um sjálfa sig. Rafeindaheilinn komst að raun um, að þau hæfðu livort öðru, og Nelson bauð Söndru út. Samband ið var í ágætu lagi, svo að segja j frá fyrstu stundu, og nú eru þau gift. Satt er það, að þetta er ekki al- Framhald á 15. síðu 6 20. júlí 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.