Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 13
SÆJAKBí C1 -- Sími 50184. Ifiti fagra iíf Frönsk úrvalsmynd um sæludaga ungs hermanns í orlofi. Mynd sem seint gleymist. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum ÐULARFULLA GREIFAFRÚIN Sýnd kl. 7. Sími 5 02 49 Syndin er sæt ÐIABOLSK 0 HELVEDHS SATANISK humor morsom latter Bráðskemmtileg frönsk mynd með 17 frægustu leikurum Frakka. Sýnd kl. 9 HjóEbarMðgerðir OPIÐ ALLA DAGA (LÍKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ KL. 8 TIL 22. Gúmmívir.nustofan h.f. Sklpholti 35, Rcykjavlk, Simar: 31055, verkstœSiff, 30688, skrifstofan. Allir klöppuðu. Hið hátíðlega augnablik var liðið. — Komstu bar-a hingað til New York til að taka við þessum verðíaunum? spurði Nat. Ungfrú Campbell svaraði ját andi og undraðist yfir því að jáið skyldi fá hann til að ljóma af gleði. ★ Nat og ungfrú Campbell gengu saman eftir Fifth Avenue. — Hvað verðurðu héma lengi? spurði Nat. Ungfrú Campbell sagðist fara til Omaha eftir fjórá daga. — Stórkostlegt!! hrópaði Nat. — Ég á við það var stórkostlegt að hitta þig aftur>. Þau gengu áfram. Hann hafði ekkert sagt henni um sjálfan sig. hann hafði boðið henni í mat, eft ir smá stund myndu þau kveðj- ast, og það eina, sem hún vissi var að hann var jafn fallegur og hann hafði verið — einu sinni. — Þakka þér fyrir matinn. Mér finnst verst að ég skyldi tefja þig með þessum blaðamanna- fundi. — Þér er fyrirgefið. Ég skemmti mér vel. — Það gleður mig. Nú ætla ég í búðir. Það er stutt þangað til að ég fer aftur heim. — Á ég að koma með þér? spurði Nat. Hann langaði ekkert til að fara heim. — Það væri- skemmtilegt, — sagði unefrú Campbell og hjarta hennar sleonti úr slagi. Þá hafði hann ekki boðið henni út af ein- skærri skyldurækni. — Ég á von á peningum og ég get eins vel eytt tímanum í að leita að gjöf handa konunni minni. Svo hann var kvæntur. Auð- vitað. Ungfrú Campbell leit á Nat. Hann hafði alltaf haft svo fal- lega rödd, mjúka baritónrödd. Þegar> hann kom inn í klúbbinn gekk hann alltaf beint að pían- óinu og söng þar meðan hún hlustaði á hann. Stundum söng hún með. Skyldi hann eiga hörn núna og og spila fyrir þau þegar hann kæmi heim til þeirra og konunnar? Minningamar flykktust í hug ungfrú Campbell. Seinna um daginn kvöddust þau. — Heldurðu að ég gæti fengið eitthvað af myndunum sem vor-u teknar til að setja í minningarbókina mína? spurði Nat. , — Þær birtast í blöðunum, sagði ungfrú Campbell brosandi. — Þettá var blaðamannafundur. — Eg hélt áð þetta væri einka boð“, tautaði Nat. — En úrklippurnar verða send ar til hr. Harvey, hélt ungfrú Campbell áfram máli sínu — og ég skal biðja liann um að senda . . — Það er óþarfi. 12. HLUTI — Alls -ekki, sagði ungfrú Cámpbell og sá svo að hún var ekki lengur að tala við neinn. Nat var horfinn. XXX — Blaðamannafundur. stundi Dave og gróf andlitið í höndum sér meðan hann reyndi að hugsa. Fíflið. En það var ekki til neins að syrgja orðinn hlut. Þeir vissu núna til hvers hún hafði komið ti'l New York og hvenær hún færi aftur heim. Það var þó eitthvað. Én þeir vissu ekki enn hvernig hún hafði rekist á veitingarhúsið hans Spero og þeir vi'Ssu ekki heldur hver það var, sem hún hafði verið méð. Þeir urðu að vinna með fullum hraða. Á morgun varð annað hvort Joe eða Spero að fala við hana. Hann tók tímann og hringdi Þegar hann var buinn að tala fékk hann sér í glasið og tók upp blaðið, sem hann hefði keypt. Hann sá fyrirsögn. Það var tveggja dálka mynd undir henni. Dave horiði íhiigull á myndina. „Camille Campbell sig urvegari í saumakeppni „Ham- inigjusamra Heimila" tekur við fyrstu verðlaununum“ (Nat stóð henni á hægri hönd). Það voru þrír alls á myndinni. Dave svitn aði. Það var ekki minnst á nafn ið en það var meira en auðvelt að þekkja Nat Berman. Hann starði illgirnislega á and lit ungfrú Campbell. Hún skildi ekki komast upp með að eyði- leggja ránið hans. Þó svo hann þyrfti að kyrkja hana sjálfur! Hann leit hugsandi út um glugg ann, vöðlaði svo blaðið saman og henti því. xxx Ungfrú Campbeil fór í þrjár búðir, gekk síðan eftir Madison Avenue á leið sinni til hótels ins og leit í alla búðarglugga. Hún sat og las, þegar ungfrú Perkins hringdi og lét hana vita að næsta dag ætti hún að mæta á tízkusýningu kl. 2. Sýningim yrði á Waldorf. Hún yrði heiðurs gestur. Hr. Bettleman kæmi að sækja hana. Ungfrú Campbell sofnaði og næsta mohgun skammaði hún sjálfa sig fyrir að eyða heilu kvöldi í New York í það eitt að sofa. Hún flýtti sér á fætur, klæddi sig og stóð með kort af New York í hendinni þegar sím inn hringdi. Það var Joe Pilowski. Hún þekkti strax rödd hans og sagði dálítið móð: — Vertu ekki svona heimskur, elskan. Auðvitað ertu ekki að trufla mig. Komdu upp. Joe hafði sofið harla lítið um nóttina og nú var hann klæddur í fínustu sumarbuxurnar og nýju Tahitiskyrtuna sína Frú Pilowski hafði elt hann með aug unum. Viðskipti, sjálfsagt hafði hún hugað. Joe óskaði þess að hann hefði aldrei látið leiðast út i þetta. Hann óskaði að hann hefði skellt á strax þegar Dave Cleary hringdi til hans. Hann bað til guðs um ag Dave yrði ánægður með svörin sem ungfrú Capbell gæfi honum. Annars . . . Dyrnar að íbúð hennar voru galopnar og hún stóð siálf og‘ beið. Hún bauð honum orða- laust inn fyrir og þau settust bæði. Henni fannst sárt að sjá tekið andlit hans og gráu hárin> en augu hans voru enn blið og brún eins og — einu sinni. — Býrðu enn í Brooklyn Joe? Fata viðgerðir SETJUM SKINN A JAKKA AUK ANNARRA FATA VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. T\aus TURBÆ^a!^ Skipholti 1. - Sfmi 18J4I. SÆNGUR Endurnýjum gömhi sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ▼«. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 18738 SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömln sængurnar, etgum dún- og fiðurheld -í'er. Seljum æðardúns- gæsadúnssængur ~ og kodda af ýmsnm stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSTJN Vatnsstíg 3. Síml 18748. wmíiwwmmiwmmwwwmw Hann kinkaði kolli. — Dg þú býrð enn í Omaha? Ferðu aftur heim 4. júlí? — Já, sagði ungfrú Campbell og óskaði að þau gætu talað sam an eins og — einu sinni Jóe tók eftir hattinum. sem hún var með. — Varstu að fara út? Af hverju sagðirðu mér það ekki? ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. júlí 1965 13 -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.