Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 3
Frakkar kvarta við USA vegna njósna PARIS, 19. júlí( NTB-Reuter). — Bandarísk könnunarflugvél flaug fjórum sinnum á föstudag Gistihúsa- ráðstefna að hausti Reykjavík — GA EDWARD FREDERIKSEN, for- stöðumaður Veitingasölu- og gisti staðaeftirlits ríkisins sendi snemma á þessu sumri orðsend- ingu til allra hóteleigenda utan Reykjavíkur, þar sem hann skýrði frá því, að fram hefðu komið ósk- ir þess efnis, að hann gengist fyr- ir ráðstefnu fyrir gisti- og veitinga húseigendur eða forstöðumenn slíkra stofnana utan Reykjavíkur á hausti komanda. Mundi ráðstefn an fjalla um ráðningu og þjálfun starfsliðs slíkra staða svo sem þjónustufólks, eldhússtarfsfólks og móttöku gesta. Ennfremur yrði Framhald á 14. síðu yfir bannsvæðið umhverfis kjarn orkustöðina Pierreiatte í Suður- Frakklandi, að því er segir í mót- mælaorðsendingu, sem franska stjórnin hefur sent bandaríska sendiráðinu í París. 1 orðsending 'inni segir, að vélin hafi tekið 175 ljósmyndir og hafa þær verið af hentar frönskum yfirvöldum. í aðalstöðvum bandarískra her- sveita í Evrópu er játað, að flug vél af gerðinni RF-101 frá Fam- s+ein í Vestur-Þýzkalandi hafi ver ið á flugi yfir Frakklandi umrædd an dag en ekki sé til þess vitað að hún hafi flogið yfir Pierrelatte. t kjarnorkustöðinni á að fram- ’eiða það úraníum, sem þarf til framleiðslu franskra vetnis- snrengja og kjarnorkukafbáta. í Washinigton er sagt, að frönsk vfirvö’d hafi greinilega ábyggiur af málinu. Minnt er á, að fvrr á bessu ári báðu Frakkar Banda- >-''kiamenn um að loka ræðismanns skrifstofu sinni á Tahiti, sem þá hafði nvleía verið opnuð á ný. rietum var að því leitt hvort Frakk ar hefðu óttast að Bandaríkia- menn mundu nota ræðismanns- skrifstofuna sem miðstöð ti’ niósna um kjarnorkutilraunir vrakka á bessum slóðum. Féll af svölum og beið bana Rvík, ÓTJ. ÁTJÁN ára piltur beið bana sl. laugardag er hann féll niður af svölum f jölbýlishúss við Ljós- heima. Fannst liann liggjandi fyr ir neðan svalir húss númer átta, en átti sjálfur heima við númer tólf, sem er í sömu biokk. Piltur inn heitir Viktor Gunnlaugsson. Ekki er vitað af hvaða hæð hann féll, en lítil stúlka kvaðst hafa séð hann í fallinu. Kristján Sigurðsson hjá rann- sóknarlögreglunni tjáði Alþýðu- blaðinu, að litlar líkur væru til þess að hægt væri að komast að því hvar Viktor var þegar hann féll. Engin vegsummerki væru sjáanleg neins staðar. HER ERU ÖLL ÞÆGINDI ORLOFSHEIMILl Alþýðusam- bands íslands við Hveragerði er tekið til starfa. Síðastliðinn laugardag fluttu fyrstu fjöl- skyldurnar inn í smáhýsin eystra til viku dvalar og um íiæstu helgi er búizt við að öll húsin, 22 talsins, verði full og svo haldist það sem Iifir sum- arsins. Fr-éttamaður og ljósmyndari Alþýðublaðsins brugðu sér austur fyrir fjall í gær og var megintilgangur fararinnar að hitta sumarleyfisfólk á orlofs- heimili verkalýðssamtakanna. Það er myndarlegt að sjá heim að húsaþyrpingunni þar sem standa tuttugu og tvö smá-, hýsi, öll nákvæmlega eins, og skipulega fyrir komið Þessa dagana er verið að leggja síð- ustu hönd á verkið, ganga frá bekkjum við húsin, hengja upp gluggatjöld, sá í flög og slétta, tyrfa næst húsunum og hellu- leggja gangstíga. Við kvöddum dyra hjá Axel Jónssyni og könu hans Rósu Konráðsdóttur-, en þau voru í einu af þrem húsum, sem Verkamannafélagið Dagsbrún á í landi orlofsheimilisins. Hjá þeim var frændfólk þeirra, Páll Beck og kona hans Guðný Sig- urðardóttir og börn þeirra tvö fimm ára og tveggja ára. Axel hefur verið meðlimur Dagsbrúnar um rúmlega tutt- ugu ára skeið, en hann starfar nú við gatnahreinsun hjá Reykjavíkurborg. Hann sýndi okkur um húsakynnin þarna og rómaði mjög hve allt væri vist- legt og skemmtilegt. Óhætt er að taka undir það. í hverju húsi er ein stór stofa með góð um gluggavegg mót suðri. Inn af stofunni er lítill eldhúskrók ur með skápum, hitunarplötum og tilheyrandi. Til hliðar við stofuna er svo allrúmgott hjóna herbergi og tvö barnaherbergi með kojum, þar sem geta sofið fjögur börn. Þarna getur sem sé verið rúmt um sex manna fjölskyldu. — Það má heita að ekkert Sigurður (fimm ára) og Krlstín Þóra (tæplega tveggja ára). hafi vantað, þegar við komum hingað, sagði Axel Hnífapör og diskar og önnur eldhúsáhöld, allt var þetta til staðar í skáp unum, og hrein rúmföt á hvérju rúmi. Þegar við förum tökum við rúmfötin af og skilum þeim, en ný eru sett áður en næstu gestir koma. — En er ekki erfitt með að- drætti? — Nei, nei, hingað kemur á hverjum morgni bíll frá Sel- fossi með allskyns matvörur, og það eina sem þarf að panta dag inn áður er mjólk, kjöt og fiskur. — Og hvað kostar þetta svo? — Það kostar þúsund krónur að vera hér í viku, og ég held að það séu ekki nein ósköp, að minnsta kosti ef miðað er við ýmislegt annað. — Hvað ætlið þið að vera lengi? — Við ver-ðum hérna í viku, fram til næsta laugardags, svo koma aðrir. Það á áreiðanlega eftir að verða mikil aðsókn að þessu, því margir hafa ekki átt kost á að bregða sér svona í sumarleyfinu, fyrr en þetta kom til. — Við erum mjög ánægð með húsið. Hér eru öll þægindi, raf- magn og góður hiti, húsið vist legt og skemmtilegt og umhverf ið fallegt. Það eina, sem skygg- ir á er að veðrið hefun ekki Framh á 14 síðu Orlofsheimili ASÍ við Hveragerði. Húsin eru nýtízkulegt og mynda skemmtilegt hverfi. (M.: JV). ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. júlí 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.