Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 9
RAUNSÆ STEFNA BOUMEDIENNES ALMENNT virðist viðurkennt, að hin nýja stjórn Buomediennes of ursta í Alsír muni einbeita sér að innanríkismálum. Meiri áherzla verður iögð á efnahagsleg og fé lagsleg vandamál en gert var :• valdatið Ben Bella, og minni á herzla verður lögð á utanríkismál. Ben Bella var m.a. borinn þeim :sökum, að hann hafi lagt höfuð kapp á það í utanríkisstefnu sinni að afla sér álits og frægðar og látið hagsmuni Alsír sitja á hak anum- Raunsæi er eitt helzta víg orð hinnar nýju stjórnar Boumed- iennes, og hann hafnar eindregið þeim staðhæfingum andstæðinga sinna að hann muni gera mikil- vægar grundvallarbreytingar á hinni alsírsku stefnu. Boumedienne og samstarfsmenn hans hafa aftur á móti lýst því yfir, að það hafi verið Ben Bella sem brotið hafi í bága við þær meginreglur, sem lágu til grund vallar alsírsku byltingunni. Hann hefur mótmælt „innflutningi fram andi hugmynda“, sem hann segir að átt hafi sér stað í valdatíð Ben Bella. Ekki er hægt að ætla annað, en brögð gegn tilraunum nokkurra erlendra ríkja til að hafa áhrif á hina alsírsku stefnu. Ben Bella hafði gerzt mjög háður kommúnist ískum ráðunautum, og nú hefur Boumedienne sett þá alla af. Orðagjálfri lokið i>ótt fylgismenn Ben Bella væru fljótir að stimpla Boumedienne sem fasista bendir ekkert tjl þess að ofurstinn hafi tekið afstöðu gegn þeim marxistísku og sósíal istísku hugmyndum, sem mikilvæg ar eru uppbyggingu hins alsírska þjóðfélags. Þegar á árum striðsins ♦ gegn Frökkum var Boumedienne undir áhrifum frá marxisma og hann hefur verið kallaður ofstæk isfullur stuðningsmaður róttækr ar bændabyltingar. BOUMEDIENNE — áherzla lögð á innanlandsmál Það má jafnvel geta sér þess til, að Boumedienne hafi talið Ben Bella fara of hægt í sakirn ar og ekki hæfan til þess að hrinda þeim huginyndum í framkvæmd sem lýst var yfir frelsissumarið 1962. Boumedienne hefur heitið þjóð inni því, að nú verði endi bund inn á „orðagjálfurs-sósíalisma“ Ben Bella. Þetta samsvarar fullviss un um, að hér eftir verði stóru orðin spöruð og í þess stað hend ur látnar standa fram úr ermum : starfinu að lausn raunhæfra verkefna. Frestun hinnar miklu ráðstefnu Afríku- og Asíuríkja, sem ásamt fyrirhuguðum fundi með de Gaulle átti að vera kórónan á tilraun um Ben Bella til að gegna verki mikils stjórmálaskörungs á alþjóða vettvangi, sýnir að Boumedienne hyggst leggja metorðagirndina á sviði utanríkismála á hilluna, að minnsta kosti fyrst. í stað. Minni áhrif FLN Hann hefur neitað því, að Serk ir hyggist taka upp nýja utan ríkisstefnu- Landið muni halda fast við hin nánu tengsl sín við hlutlaus ríki og viðhalda góðum samskiptum við herbúðir komm únista. Hins vegar bendir ýmis legt til þess, að Boumedienne muni reyna að sýna meira sjálf stæði gagnvart austurblokkinni en Ben Bella. Enn er of snemmt að spá um það hvaða breytingum stjórn hans muni koma tit leiðar í innanlands málunum. En svo virðist sem hann sé að draga úr áhrifum einu stjórnmálasamtaka landsins, Þjóð frelsisfylkingarinnar (FLN). Hvert er hlutverk þjóðþingsins? Það er enn mjög óljóst og sömu sögu er að segja um stjórnar skrána í heild. Boumendienne hef ur lagt áherzlu á nauðsyn þess að koma í veg fyrir persónudýrkun og að völdin komist í hendur eins manns. Þetta kann að þýða, að Boumedienne hyggist fastmóta þá valdaskiptingu, sem setti svip sinn á pólitísku forystuna í Alsír í upp hafi. Myndun byltingarráðsins eftir fall Ben Bella benti til þess, að herforingjastjórn yrði sett á lagg irnaír. En þ'ar sem bo’-garaleg stjórn hefur verið mynduð virðist áhrif hersins munu verða minni en í fyrstu var ætlað- Þó er ekki vit að hvort byltingaráðið, sem her foringjar hafa tögl og hagldir í, verði leyst upp eða hvort það verð ur látið halda áfram störfum og hafa eftirlit með stjóm landsins- Nýir menn Samsetning nýju stjórnarinnar er forvitnileg. Einn úr hópi elztu uppreisnarleiðtoganna og fangels isfélaga Ben Bella, Rabah Bitat, hefur fengið mikil völd og gegnir embætti ráðherra án ráðuneytis- Sennilega gengur hann næst Bou medienne að völdum. Bitat sagði skilið við Ben Bella og hefur ver ið í útlegð undanfarin tvö ár. Skipun Abdessalem Belaid í emb ætti orku- og iðnaðarmálaráð- herra er talin bera vott um, að nýja stjórnin vilji viðhalda góð elnu af uámskeiðum Fiskmats ríkisius. Framhald á 15. síðu Fyrir sumarfríið PILS - BLÚSSUR BUXUR — PEYSUR Austurstræti 7. — Sími 17201. Matráðskona óskast í heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands frá 1. september n.k. til 31 maí 1966. Upplýsingar í skrifstofu hælisins í Hveragerði. Útsala Útsala byrjar á mánudag á: HÖTTUM, HÚFUM, SLOPPUM, SKOKK- UM, PILSUM, BLÚSSUM og fleiru. Hattabúö Reykjavíkur Laugavegi 10. SJÁLFSBJÖRG Félag fatlaðra í Reykjavík óskar eftir húsnæði til kaups. Þarf að vera jarðhæð eða góður kjallari, ca. 100 fermetrar að stærð. Sími 16538 frá 1 — 5 nema laugardaga. Sjálfsbjörg. ÓDÝRT - ÓDYRT Sumarkjólar. — Verð kr. 395,00 — 295,00 og 195,00. R. Ó. búðin Skaftahlíð 28 — Sími 34925. Ódýr vínnufatnaður Köflóttar drengjaskyrtur, kr. 79,00. Gallabuxur með tvöföldum hnjám. Stærðir 4—14 á kr. 129,00. Köflóttar vinnuskyrtur karlmanna á kr. 119,00. Vinnubuxur karlmanna á kr. 195,00. Flauelsbuxur karlmanna í öllum stærðum kr. 275,00. Vinnufatakjallarinn Barónsstíg 12. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. júlí 1965 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.