Alþýðublaðið - 23.07.1965, Side 4

Alþýðublaðið - 23.07.1965, Side 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Preiltsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. tltgefandi: Alþýðuflokkurinn. Reynsla sumarsins MARGRA VIKNA átökum á vinnumarkaðnum 'lauk á þessu sumri með samningum um allvíðtækar kjarabætur, auk þess að ríkisstjórnin stuðlaði að vinnufriði með loforði um stórfelldar íbúðabygging ar fyrir láglaunafólk. Enda þótt verkalýðsfélögin megi eftir atvikum vel við árangurinn una, hefur baráttan í sumar leitt í ljós stórfellda annmarka á verkalýðshreyfingunni, sem nauðsynlegt er að ræða og skilja svo að úr þeim verði bætt. Verði ekki gerðar nauðsynlegar umbæt- ur á hreyfingunni, er hætta á, að hún veikist á kom andi árum og aðstaða launþega í baráttunni um þjóð artekjurnar versni til muna. Það verður fyrst að telja, að verkalýðshreyfingin bar ekki gæfu til að standa saman í sumar. Sérstakt abvinnuástand í sumum landshlutum og mismunandi viðhorf forustumanna gerðu það að verkum, að leiðir skildu. Nú má að vísu segja, að samningarnir á Akur ■eyri og síðar á Akranesi hafi reynzt stökkpallar að lokasamningum Dagsbrúnar, en samt sem áður verð ur í framtíðinni að tryggja sterkari samstöðu hreyf- ingarinnar. Þarf Alþýðusamband íslands að gegna meira og betra hlutverki í þeim efnum en það hefur gert. Þá verður verkalýðshreyfingin að tryggja sér meiri og hetri starfskrafta. Aðeins nokkur stærstu félögin hafa sína eigin starfsmenn, og hafa þau þó ekki enn skilið þörfina á sérmenntuðum starfsmönn «m, sem ekki væri sízt gott að hafa við samningagerð. Einnig þarf Alþýðusambandið að sjá um, að litlu verkalýðsfélögin tryggi sér starfskrafta og greiði mönnum fyrir störf eins og aðrir aðilar gera. Mikið ónæði leggst á formenn félaga á smærri stöðum og hafa þeir endalausan eril á heimilum sínum, oft án nokkurs endurgjalds. Þetta ástand fælir menn frá trúnaðarstöðum fyrir verkalýðsfélögin og sviptir þau mörgum góðum starfskröftum. Skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar hafa verið mikið rædd undanfarin ár, og er almennt viður kennt, að þar sé róttækra breyti'nga þörf. Þó hefur flítið sem ekkert orðið af breytingum og vantar í þessu máli eins og öðrum nýja forustu. Þjóðfélag okk ar er að gerbreytast — atvinnuhættir að taka á sig nýja mynd. Verkalýðshreyfingin verður að fylgjast með tímanum og má ekki staðna í formi, sem sniðið fvar við atvinnuhætti 1916. Hlutverk nútíma verkalýðshreyfingar er að Iryggja vinnuaflinu sinn hluta af arði tækninnar og ssjá um, að verkalýðurinn fái tækifæri til endurþjálf xinar, þar sem nýir framleiðsluhættir krefjast þess. Af þessum sökum verður hreyfingin til dæmis að hafa á sínum vegum sérfræðinga í hagræðingu, sem íeiðbeint geta í þeim efnum, svo að atvinnurekendur hafi þar ekki sjálfdæmi. 4 23. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i^wvfyr^ ITf l!l k. ÁFENGISKAUPIN magnast. Á fyrri helmingi þessa árs var á fengi selt fyrir 92 milljónir, 13 milljónum hærra en í fyrra. Þetta er ískyggilegt. Þrátt fyrir allt held ég að verkamannastéttin drekki minnst. Menn geta gert sér sínar hugmyndir um þaff hvað valdi. í byrjun verkalýffsbarátt unnar voru aiiir forystumenn bind indismenn. Þeir vissu sem var aff ekki mundi takast aff mynda stétt arfélög til hagsmuna fyrir fóikiff éf þeir, sm áttu aff mynda kjarna þessara samtaka, eyddu tómstund um sínum í drykkjuskap. — Ég segi þetta af tilcfni eftirfarandi bréfs. VÍGLUNDUR SKRIFAR: „Af því nú er heilagur dagur, dettur mér í hug að biðja þig að koma þeim orðum á framfæri við stjórn ir verkalýðsfélaganna til sjós og lands, að þær gangist fyrir bind indisfræðslu, og útiloki áfengis nautn meðal verkamanna og verka Gjöf sameinaðra verktaka til Hand- ritastofnuninnar Hinn 20 þ.m. afhenti Hálldór H. Jónsson arkitekt, f. hönd Sam einaðra verktaka h.f., Handrita stofnun íslands að gjöf kr. 100. 000.— eitt liundrað þúsundkr. Afhendingin fór fram á heimili forstöðumanns stofnunarinnar. Af hálfu gefenda voru þar stadd ir þeir Halldór H. Jónsson og Thor Ó. Thors forstjóri, og hafði Halldór H. Jónsson orð fyrir þeim. Hann kvað gjöf þessa eiga að sýna hug eigenda Sameinaðra verktaka til Handritastofnunar islands, 1 óg að það væru ekki aðeins húmanistar, sem gleddust yfir því, að fá liandritin heim til íslands aftur. Forstöðumaður stofnunarinnar svaraði með fá um orðum og þakkaði hina stór mannlegu gjöf, svo og skilning þann og hinn góða hug sem þar kom fram til stofnunarinnar. Ms. „Kronprins Olaf" fer frá Reykjavik til Færeyja og Kaupmannahafnar mánudag- inn 26. júlí nk. Ms. „Yuki Hansen" fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar miðvikudag- inn 28. júlj nk. Tilkynningar um flutning óskast sem fyrst, Skipaafgreiffsla Jes Zimsen. + Um drykkjuskap, sem íer enn vaxandi. Það, sem stefnt var að í upphafi. Hver á auðinn í raun og veru? it Aivöruorð tii verklýðshreyfingarinnar. lcvenna. Til hvers er að krefjast hærra kaups og styttri vinnutima, ef menn nota peningana til áfeng iskaupa og eru svo auralausir á mánudagsmorgni. Þess er mörg dæmi. SJÓMENN, VERKAMENN og verkakonur eru lífvörður þjóðar innar og þjóðfélagsins. Undir hreysti, þrautseigju og skyldu- rækni vinnandi fólks er það kom ið, hvort þjóðinni vegnar vel eða illa. Drykkfelldur maður, sem eyðir tíma og fé í gáleysi er glæpamaður gagnvart sjálfum sér, sínum nánustu og þjóðinni, hvort sem hann gerir sér það ljóst eða ekki. VERKALÝÐSFORINGI, sem dreklcur áfengi misnotar vald sitt og er ekki hæfur stjórnandi. Hann getur verið góður drengur og margt vel gefið fyrir því, en hann er illt fordæmi, sem leiðir félaga sína á glapstigu. Sá, sem ekki getus stjórnað sjálfum sér, getur ekki stjórnað öðrum. MARGIR ATVINNUREKEND UR lifa í sukki og svalli, og þykj ast vera yfirstétt. Þeir þykjast jafn vel vera vinnuveitendur, en það er þjóðfélagið eitt, sem er vinnu veitandi. Án samstarfs þjóðfé lagsins verða engar framfarir, lægsti verkamaðurinn er jafn nauð synlegur og æðsti stjórnandinn. Allir eru ábyrgir gagnvart þjóð félaginu. MENN HAFA HRIFSAÐ til sín auð, sem margir eiga rétt til. Fyr ir slíkt verður refsað fyrr eða síð ar, og stór auðsöfnun kemur eng um einstaklingi að gagni. Þjóðfé agið eitt á allan stórauð, því með samstarfi þjóðarinnar gerir það mögulegt að geyma. Alþýða manna á að vera efnuð, svo hún þurfi ekki að hafa áhyggjur fyrir morg undeginum. NÚ STANDA YFIR samningar við farmenn. Undanfarið hafá þeir fengið noklcurn hluta af kaup inu með erlendum varningi. Þetta er háðung. Enginn á að hafa rétt til að smygla, það er að svíllia þjóðfélagið.. Sjómönnum á að borga sómasamlegt kaup, því starf þeirra er öryggisþjónusta. En það á að krefjast þess af öllum sjó mönnum, að þeir hrindi af sér óorðinu um drykkjuskap.“ Vinnupallarnir hafa nú aff mestu veriff rifnir utan af Iláteigs- kirkju og kemur þá í rauninni fyrst í ljós hvernig kirkjan lítur út. Flestum finnst kirkjan falleg, en hún er búin aff vera allmörg ár í smíðum, Mynd: JV.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.