Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 6
HINN kunni söngvari Harry Belafonte er um þessar mundir bvínær ofsóttur af öfgamöunum regna þess, hve hann hefur tekiö málsta'ö blökkumanrta innan Bandaríkjanna í jafnréttisbaráttu þeirra. Hér er mynd af Belafcoite, tekin í kröfugöngu fyrir jafnrétti hvítra og þeldökkra og standa þessi orð á spjaldi söngvarans: „Styð'jið blökku fólk Suðurríkjanna í jafnréttisbaráttunni“. Vaxandi slysa- tala barna FYRRI helming ársins 1965 j meiddust 289 börn í umferðinni í Kaupmannahöfn og var það 45 börnum meira en á sama tíma í fyrra, að því er Kaupmannahafn- arlögreglan skýrir frá. 189 hinna slösuðu barna voru fótgangandi og 106 þeirra slösuðust á þann hátt, að þau hlupu út á götuna á milli , stöðvaðra bíla. Þrír fjórðu hlutar j þessara barna voru á aldrinum 2— I 7 ára. Yfirmaður umferðardeildar- j innar í Kaupmannahöfn, E. Gro-1 es Petersen lögreglufulltrúi, telur, að bezta ráðið til að minnka þessa slysatölu barnanna, sé að byggja fleiri barnaleikvelli. Ólöglegar fóstur- eyðingar ÞEKKTUR danskur læknir í Kaupmannahöfn hefur verið tek- inn höndum og sakaður um ólög- lega fóstureyðingarstarfsemi, sem leitt hefur til dauða. Læknir þessi, sem er 54 ára gamall, hefur mjög verið bendlaður við fóstureyðing- ar og áður dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir þær sakir. Er málið talið hið alvarlegasta og í rann- sókn um þessar mundir. Síðasti sjúklingur læknisins var ógift 23 ára gömul stúlka, sem andaðist fyrir nokkrum dögum á Friðriks- borgarsjúkrahúsinu af afleiðingum fóstureyðingar, sem læknirinn hafði framkvæmt. Utidanfarið hafa tízkusýningarnar staðið yfir af full m krafti hjá tízkuhúsunum í París. Hér á myndinni sést hinn þekkti tízkuteiknari Gérard Pipart, sem starfar hjá Ninu Ricci, yera að skála við hina fögru filmstjérnu Claudiu Cárdinale, sem vafalaust hefur komið á sýninguna í innkaupahugleiðingum. LITAHÖLLIN, Langholtsvegi 128, sími 34300. Málningarvörur, mosaik. srólfflísar. fablon, og ýmsar smávörur. ★ Allir eiga erindi í Litahöllina iV Næg bílastæði ★ Engir stöðumælar ★ Fagmaður á staðnum. LITÁHÖLLIN, Langholtsvegi 128. sími 34300. (áður Mólarabúðin). Htiseigenciyr Er steinsteypan sprungin, tröppuhorn brotið, eða pússningin laus? Forðið þá frekari skemmdum og gerið við fyrir veturinn, en munið að Bemix-slamma og viðgerðarmúr er bezta tryggingin fyrir að varanlegur árangur náist. Er húsið enn ómálað? Rykbindið þá og veðurverjið múrinn með því að bera á þunnt Bemix-vatn eða grunn- ið með Bemix-sementsvatni fyrir veturinn; þá þurfið þér ekkert að óttast og um leið skapast grundvöllur fyrir lægri málningar- kostnaði og betri áferð. En munið að fylgja ávallt leiðarvísinum þegar þér notið Allar nánari upplýsingar veita einkaum- boðsmenn STRANDBERG, heHdverzlun, Laugavegi 28, sími 16462. POLYTEX plastmálning, úti og inni. REX Skipa- og olíumálning. Penslar, rúllur o. fl. Burstafell, byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. — Sími 35840. 0 13. ágúst 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.