Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. september 1956 — 45. árg. — 214. tbl. — VERÐ 5 KR. Vopnahlé komið á í Kasmírstríðinu Hermenn nr stórskotaliði Indverja skjóta á vígi Pakistana í N. Kasmír. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum. 35 skíp fengu 18 þús. mál Nýju Delhi og Rawalpindi 22. 9. (NTB-Reuter.) Bardagarnir eru hættir en frið urinn er enn í hættu sögðu bæði Shastri forsætisráðherra Indlands og Ayub Khan forseti Pakistans í dag er þeir skýrðu opinberlega frá vopnahléssamningnum, sem átti að ganga í gildi seint í kvöld. Vopnahléð hefur vakið almenna g-leði á Indlandi en gremju og vonbrigði í Pakistan. Örfáum klukkustundum áður en vopnahléð átti að ganga í gildi gerðu pakist ^anskra þotur loftárás á hina heil ögu borg Síkhatrúrmanna, Amrits ar og að minnsta kosti 45 týndu lífi. Indverjar mótmæltu loftárás inni harðlega á Allsherjarþinginu og fulltrúi Indlands kvað árásina mjög alvarlegt og sviksamlegt brot á vopnahlénu. , í bréfi til U Thants framkvæmda Rvík, — ÓTJ. ÞRJTÍU og fimm skip fengu sam talslð þúsund mál og tunnur sl. (x><xx>o<x>ooóooooo FUiíDUR í DAG Rvík, — ÓR. Prentarar, offsetprentar ar, bókbindarar og mynda mótagerðaTmenn héldu fyrsta fund með viðsemjend um sínum í fyrrakvöld, og hafa boðað annan fund í dag. Hafa þessar starfstéttir sett fram kröfur sínar, en þeim hvorki verið hafnað eða tekið enn sem komið er og V sáttasemjari því ekki verið Y Pramhald á 14. síðu ooooooooooooooo-c sólarhrfoig. Píokkur veiðít var í Norðfjarðardýpi í Gerpisflaki og suður á Reyðarfjarðardýpi, 50 — 60 mflur frá landi. Þessi skip tilkynntu afla: Pétur Jónsson 250 tunnur, Jón á Stapa 400, Hólmanes 1800, Bára 400, Ögri 250, Eldborg 350, Svein bjöm Jakobsson 250, Arnfirðingur 250, Barði 1100, Bergur 600, Mummi 550, Björgúlfur 200, Stapa fell 250, Þórsnes 200, Gulltoppur 500, Ólafur Sigurðsson 800, Kamba röst 100, Sigurður Bjarnason 800, Ólafur Bekkur 250, Ásgeir 750, Björg 1300, Sigrúu 400, Jón Kjart ansson 700, Guðbjörg 500, Guðrún Þorkellsdóttir 550, Bjarr| II 1401, Guðrún Jónsdóttir 350, Runólfur 300,, Gylfi II 150, Straumnes 400, Hgfrún 250, Halkion 300 mál, Sigrún 550 mál og tunnur og Fák ur 350 mál og tunnur. stjóra sagði SÞ-fulltrúi Indlands G. Parthaserathi, að þessi eyðilegg ingaraðgerð gengi í berhögg við anda vopnahléssamninsins. Loftá rásin var ekki einungis ástæðulaus hún var gerð að yfirlögðu ráði og ef slíkt endurtekur sig leiðir það óhjákvæmilega til ástands, sem Pakistanar bera einir ábyrgð á; sagði hann. I Pakistönsku þoturnar \örpuðv» spreingjum sínum, sem hver um sig vóg 500 kíló, á mjög þéttbýlt' Framh. á 15. s; ðu. Haustflutningar hafnir í Öræfin Reykjavík, — ÓR. Hinir árlegu haustflutningar Flugfélagsins til og frá Öræfinn hófust síðastliðinn Þriðjudag og munu þeir standa í 10 — 12 daga. Áætlað er að flytja um 120 lest ir af vörum og afurðum og fara tvær ferðir á dag milli Reykja víkur og Öræfanna á einn Dakota vél félagsins. Til Reykjavíkur eru aðallega Framh. á 14 síðu. HVENÆR KOIVIA NÝJAR IJÓLKURUMBÚÐIR? Sjónvarpsmenn á Arnarhólnum Reykjavik — ÓR SAMKVÆMT nýja mjólkurverð- inu, sem framleiðsluráð landbún- aðarins auglýsti á mánudagskvöld- ið, er 70 aura verðmismunur á mjólk í lausu máli og mjólk í hyrnum. Ýmsir munu því liafa ætlað að spara og kaupa mjólkina í lausu máli, en orðið þess vísari, að mjólk er ekki seld þannig í Reykjavík. í tilefni af þessu höfðum við tal af sölustjóra Mjólkursamsölunnar Oddi Helgasyni, og spurðum hann, hvers vegna mjólk væri ekki seld í lausu máli hér í borginni. Sagði hann, að borgarlæknir hefði algerlega bannað slíka mjólk ursölu af heilbrigðisástæðum, enda hefði sala á mjólk I lausu máli verið orðin mjög lítil, og jafnvel þótt einn brúsi hafi verið sendur í einhverja mjólkurbúðina að morgni, hefði í mörgum tilfellum verið gutlað í honum allan daginn. Oddur Helgason kvað það yfir- leitt vera orðna reglu í öllum stærri borgum, að selja mjólk í Framhald á 14. siðu VIÐ fótstall Ingólfs Arnarson- ar sat ungur maður með regn- hlif og las í Þjóðsögum og munnmælum Jóns Þorkelsson- ar. Til hliðar við hann og fyrir framan stóðu skeggjaðir Svíar með sjónvarpstökuvélar og segulhönd. Þar voru á ferðinni menn frá Sænska sjónvarpinu sem liafa ferðast víða um lands- hyggðina i sumar, og tekiö sjónvarpsþætti úr þjóðlífinu og þá m. a. af bítlatónleikunum í Austurbæjarbíói. Þeir eru ný- komnir frá Vestmannaeyjum, þar sem þeir fengu að sögn mjög gott veður og voru að von um lítt hrifnir af veðráttunni í höfuðborginni. Til þessa hafa þeir tekið upp sex þætti, og verða að, þar til þeir halda heim á leið nk. laugardag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.