Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 15
ÖSVALÐUR KNUDSEN. . . rramhald ór opnn. 16 mm filman og 16 mm. segul bandið kemur til landsins aftur er hvort tveggja klippt og lagað til eftir vild, í öðru nýju tæki sem þeir feðgar eru einnig ný búnir að fá. Það nenfist Miniola tæki, en í því er hægt að skoða og klippa filmuna og segulbandið saman. Strax og filman og segulbandið er frágengið, er hvort tveggja sent út einu sinni enn, og í þetta sinn en tónninn færður yfir á filmuna.' Þá er hún loks tilbúin til sýningar. Öll áðurnefnd tæki eru nýjung hérlendis meðal kvikmyndaáhuga manna, og má vænta þess að þau verði til þess, að gera íslenzka kvikmyndagerð fullkomnari en hún hefur verið hingað til. Vilhjálmur Knudsen hefur und anfarið ferðast um landið með nýjustu myndir Ósvaldar, og var þeim alls staðar vel tekið. í fyrra Á næstunni munu skip vor lesta erlendis sem hér segir: Hamborg: „Laxiá” 6/10 „Rangá” 10/10 . „Selá” . 27/10 „Laxá’ 6/11 „Rangá” 16/31 „Selá” 27/17 „Laxiá’ 8/12 „Rangá” 18/12 „Selá” 29/12 Rotterdam: „Rangá” 18/10 „Laxá” 8/11 „Selá” 29/11 „Rangá’ 20/12 Antwerpen: „Laxá” 8/10 „Selá” 29/10 „Rangá” 19/11 „Laxá’ 10/12 „Selá” 31/12 Hull: „Laxá” 11/10 „Ramgiá” 20/10 ■ „Selá’ 1/11 „Laxá” 10/11 „Rangá” 22/11 „Selá” 1/12 „Laxá” 13/12 „Rangá” 22/12 „Selá” 3/1 Gdynia: „Langá” 22/10 Kaupmannahöfn: „Langá” 24/10 Gautaborg: „Langá” 25/10 HAhNARHUSINU , REV.KJAVIK SIMNEfNI.- HAFSKIP SIMI 21160 ________________ vetur lagði hann stund á kvik myndagerð í London og er á för um þangað aftur síðast í þessum mánuði. Hann virðist hafa sama áhugann fyrir kvikmyndunum og faðir hans og þegar það berst í tal, segir Ósvaldur: — Villi er alinn upp við þetta, frá því að hann man fyrst eftir sér. Þess vegna hefur hann þessa sömu bakteríu, eins og ég. — Ég hef lagt aðaláherzluna á að læra kvikmyndatöku, segir Vil hjálmur, og bætir við, — en hér lendis þarf maður að þekkja inn á öll svið kvikmyndagerðarinnar, ef vel á að vera. Við göngum inn í klippherbergið lians Ósvaldar, ^ann sezt við filmuskoðarann, og fer að skoða filmu, sem liann er nýbúinn að fá úr framköllun. í þessu tæki hefur hann skoðað og skipulagt flestar þær kvikmyndir, sem liann liefur gert. Þarna .hefur lianii eytt mörgum stundum, en honum finnst tíminn hafa liðið fljótt, eins og öllum finnst, þegar þeir sinna áhugamálum sínum. Svo sýnir Ósvaldur mér inn í eldtraust herbergi, þar sem allar kvikmynrVr hans eru geymdar. Hann segir að það hafi verið ódýrara að láta útbúa eldtraust herbergi, heldur en að tryggja filmurnar. Það kemur í ljós, að þarna eru 28 fullgerðar kvikmyndir, um ólik ustu hluti. Þrjár gosmyndir eru í safninu, um Heklugosið 1947, Öskjugosið 1962 og gosið í Surti 1963. Þó nokkrar kynningarmynd ir frá ýmsum stöðum, t.d. Þjórs árdal, Soginu, Hornströndum, Reykjavík, Skálholti, úr Öræfa- sveit og fleiri stöðum bæði í byggð og óbyggðum liérlendis, auk þess sem hann hefur gert mynd um Eystribyggð á Grænlandi. Ósvaldur hefur gert eins mik ið og hann hefur getað af því að kvikmynda atvinnuhætti og annað sem er að hverfa hér á landi og hefur hann m.a. gert myndir um ullarband og jurtalitun, fráfærur ogvorstörf í sveit eftir aldamótin. Svo hefur hann líka gert myndir um merka íslendinga og eru í safn inu hans myndir um eftirtalda menn: Séra Friðrik Friðriksson, Ásmund Sveinsson, Þórberg Þórð arson og Halldór Kiljan Laxness. Auk þess, sem hér hefur verið talið má nefna myndirnar: Laxa þættir, Hrognkelsaveiðar á Skerja firði, Smávinir fagrir, Refurinn gerir sér greni í urð, Barnið er liorfið og Tjöld í skógi. Flestar hafa myndir Ósvaldar verið sýndar opinberlega, en þó ekki allar. Ég spyr, hvort ekki megi vænta nýrra mynda fljótlega, en Ósvald ur segist aldrei tala um neitt, sem sé í vændum. Hann segist ekki vilja minnast á myndirnar fyrr en þær séu búnar. — Það er mikið fyrirtæki að gera eina mynd, segir hann, og jafnvel þótt maður sé byrjaður á kvikmynd, er aldrei að vita hvort nokkurn tíma verður mynd úr henni. Þá er betra að hafa ekki auglýst hana neitt fyrirfram Það kemur svo oft fyrir, að mað ur hefur reynt að gera eins vel og maður hefur getað, en svo hef ur komið í Ijós, að þetta var allt tóm vitleysa. — En þú ert samt alltaf að taka eitthvað er það ekki? spyr ég. — Maður notar oftast sumarfríin í þetta segir Ósvaldur með hægð, — og ég held, að ég hafi ekki farið svo í frí undanfarin ár, að kvikmyndavélin hafi ekki farið með. Hugurinn stefnir nú einu sinni að þessu. — Og áhuginn er ekkert far inn að minnka? — Ég skal segja þér, að í hvert skipti, sem ég hef. lokið við ein hverja mynd, hvarflar það að mér að hætta þessu alveg. Ég var orð inn þreyttur og leiður, eftir að ég var búinn að ganga frá mynd inni um Surt. — En þú hlýtur nú að vera ánægður með, að hún fékk verð laun í Edinborg? — Mér þykir ansi vænt um að heyra, hvað Surti gekk vel. — Myndin hefur alls staðar hlotið mjög góða dóma, segi ég. — Já, en það er nú sama segir Ósvaldur — margir hefðu getað tekið þessa mynd betur en ég. Myndin um Surt er mikill hégómi á móts við það að sjá með eigin augum það, sem þarna fór fram, og standa innan um rennandi hraunið. — Þú hefur auðvitað þurft að fara oft út í Surtsey? —Já, það er rétt. Ég fór milli 40 og 50 ferðir út að eyjunni og 25 sinnum í land. Það fylgir því einstök heppni, að ekkert kom fyrir mig eða kvikmyndavélina. Ég blotnaði ekki einu sinni í fæt urna, þó að ég færi svona oft í land. —Hafa ekki fleiri myndir þína ar farið á kvikmyndahátíðir en Surtur? — Hornstrandir fór á hátíðina í Moskvu í hitteðfyrra og Edin borg í fyrra, Eldar í Öskiu hefur líka farið á Trento-kvikmyndahá tíðina í Ítalíu. Surtur fer sunnan fór bæði til Moskvu og Édinborg ar, og á síðarnefnda staðinn fór Sveitin milli sanda núna í sumar. — Og þú ætlar að halda kvik mvndagerðinni áfram? spyr ég Ós vald þegar ég er að fara, og hann svarar: — Ég væri hættur þessu fyrir löngu ef mér findist ég ekki alltaf geta gert betur. -ór,- VOPNAHLÉ. . . . Frh. af 1. síðu. bæjarhverfi. Skotmarkið var járn brautarstöðin. Fyrr í dag sögðu indversk yfirvöld, að pakistansk ar flugvélar hefðu ráðizt á fang elsi í Jodhpur í ríkinu Rajastan í árásinni fórust 30 manns í sjúkrahúsi fangelsisins. Jodhpur er um 480 km. frá landa mærum Vestur-Pakistan, en Amr istar. aðeins tæpa 25 km. frá landa mærunum og Lahore-vigstöðvun um, þar sem einliverjir hörðustu bardagar stríðsins hafa geisað. Áður en fréttist um loftárásir Pakistana hafði fréttin um vopna hléð vakið óblandna gleði í Nýju Delhi og annars staðar á Indlandi Forsætisráðlierrann, Lal Bahadur Shastri, sagði að yfirmenn á öllum vígstöðvunum hefðu fengið fyrir mæli um að hætta bardögum fyrir kl. 22. Forsætisráðherrann sagði, að liættan, sem Indverjum stafaði af Pakistönum, væri ekki úr sögunni þótt vopnaviðskiptum væri hætt, og Indverjar yrðu að vera vel á verði. Hann kvaðst safa sagt Kos ygin, forsætisráðhei-ra Rússa að hann mæti mikils tilraunir hans til að bæta sambúð Pakistana og Indverja. Shastri vék þessu næst að hót unum Kínverja. Frestur sá sem Kínverjar veittu Indverjum til að fjarlægja öll hernaðari|annvirki frá landamærum Sikkims og Kína rann út kl. 16 að ísl. tíma í dag en Kínverjar halda því fram, að Indverjar hafi nú þegar fjarlægt öll mannvirki og flúið. Forsætisráðherra kvað Indverja hafa miklar áhyggjuir áf fram ferði Kínverja á landamærunum. Kínverskar hersveitir hefðu far ið yfir landamærin við Nathu La- skarðið í Sikkim og á öðrum stað í gær og fyrradag og sltotið á ind verska landamærahermenn, Shas tri kvaðst þó vona að Kínverjar tækju vel í áskorun Indverja um að gæta friðarins svo að stórátök um verði forðað. Seinna í kvöld sagði indversk ur formælandi, að framferði Kín- verja væri enn ögrandi. í gær sá ust 60 kínverskir hermenn fara yf ir landamærin og halda inn á ind, verskt land við IJou Lekh-svæðið í Uttar Pradesh. Við þetta skarð mætast landamæri Indlands Tí- bets og Nenals og skammt þar frá hafa Kínverjar stóra herstöð í Takhalot. Indverjar birtu i dag orðsend ingu, sem var send Kinverium í gær. Þar er mótmælt bví. að hundr uð kínverskra bermanna bafi tekið sér stöðu rétt hiá indverskri landa mærastöð við Demckok í Suðaust ur-Ladakh. Indverskir formælendur sögðu í dag, að Kasmírstríðinu væri ekki lokið. Indverjar vildu ekki hverfa aftur til þess ástands, er ríkti áður er bardagar hófust, þar eð Pakistanar gætu ógnað stöðu Ind verja í Kasmír. í Nvju Delhi er talið að báður stríðsaðilar haldi því landi sem þeir hafa náð á sitt vald, til að hafa sem bezta samningasaðstöðu. í New Yor-k var U Thant fram kvæmdastjóri SÞ önnum kafinn við að koma á fót eftirlitsnefnd sem á að fylgjast með vopna hlénu Hann hefur snúið sér til nokkurra landa og beðið þau að leggja til liðsforingja, en SÞ þurfa á 100 eft irlitsmönnum og 65 aðstoðarmönn um að halda á landamærunum, sem eru 1600 km. löng. Vopnahlésnefnd in hefur sennilega bækistöðvar. í Jullundir í Indlandi og í Lahore í Pakistan. Kostnaðurinn við eftir litsstarfið mun nema um 700 millj. ísl. króna á þremur mánuðum. Pakistanar tilkyntu Öryggisráð inu að þeir félluzt á vopnahléð á fundi, sem var haldinn nákvæm lega á þeirri stundu er það átti upp liaflega að ganga í gildi, en Örygg isráðið framlengdi frestinn til kl. 22 í kvöld. En Bhutto utanríiks ráðherra, sem mætti á fundi ráðs ins sagði að SÞ yrðu að sjá svo um, að vandamálið sem væri undir rót átakanna, þ.e. Kasmírmálið, yrði leyst. Að öðrum kosti segði Pakistan sig úr SÞ. Pakistan megin viglinunnar fjar aði vopnadynurinn út í kvöld, en pakistanskir hermenn vor-u enn við öllu búnir á öllum vígstöðvum. íbúar Pakistans hafa ékki látið í ljós gleði vegna vopnahlésins held ur gremju og margir segja að stór veldin hafa þröngvað því upp á Pakistana. Ayub Khan forseti sagði í ræðu til þjóðarinnar, að Pakistanar gætu ekki gleymt bar dögunum og hermenn Pakistana yrðu kyrrir í varðstöðvum sínum. Pakistanar hefðu orðið fyrir svik samlegri árás en fallizt á vopna hlé í þágu friðarins. Nú kæmi til kasta SÞ að koma á varanleg um friði og það yrði aðeins gert með réttlátri og heiðarlegri lausn á Kasmírdeilunni. Ég spara! > ég kaupi RUSTOLiUM Ávallt fyrirliggjandi. Laugavegl 178. — Sfml 88008. EinangrunargSer Framleltt elnungis 4r úrvalsgleri — 5 ára ábyrfð. Pantið tímanlega. Korkiðjan hf. Skúlagötu 57 — Síml 28260. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. sept. 1965 Í5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.