Alþýðublaðið - 28.09.1965, Side 16

Alþýðublaðið - 28.09.1965, Side 16
sicfan Mér er sagt atf styttan af Einari vini mínuin Ben, sé farin atf sígá ískyggilegra niik ið. Kannski hún rerði horf in einn gótfan vetfurdag- ? CVWWCpVÍÍY^ Kallinn er þegar búinn atf skira nýja flugfélagið hans Alberts. Hann vili láta þatf heita HUGMYNDAFLUG. . . I danska blaðinu Aktuelt birtist nýlega viðtal við færeyska rithöf undinn William Heinesen. Þetta viðtal fer hér á eftir í lauslegri þýðingu, nokkuð stytt: — John Borgen sagði einu sinni að hann gengi meira en hann sæti, og hann bætti við: „Sæll er sá sem hefur stórt herbergi til að skrifa í.“ Þér skrifið í mjög litlu herbergi. Þýðir það, að þér sitjið í makindum við vinnu yðar? — Nei, ég geng um gólf. Ég æði um eins og villidýr í búri. — Gerið þér það þegar illa gengur? — Nei, nei, þegar bezt geng ur. Þegar mér tekst bezt að skrifa geng ég um gólf. Þegar mér geng ur ekki mjög vel, sit ég hér og geispa. Það er hræðilegt verk að skr.ifa, eiginlega átakanlegt, sorg hlægilegt starf. Maður situr og keppist við heilan dag og kemur saman þremur línum, sem maður strikar svo kannski út daginn eft ir. Stundum — reyndar sjaldnar — kemur innblástun og þetta gengur eins og í leik. Hluti innblástursins og gleðinnar við að skrifa stafar af því, að maður kemur sér sjálf um á óvant. Það er nauðsynlegt að skrifa þannig, að það hafi áhrif á mann sjálfan. Þetta er dulrænt starf. Þegar maður byrjar, veit maður nokkurn veginn um hvað það á að verða, en ekki hvernig WiIIiam Heinesen og kona hans á heimili þeirra í Færeyjum. Fréttaleysi — og þó! í heiminiim gerist harla fátt, helzt þó sutfur í Firði. (Ég nefni þatf ekki þótt Indverji einhvern í Pakistan myrtfi). Þótt varla þeir fái vatnsdropa víst er bættur skatfinn, en firn ég tel er fuglsungi formyrkvar allan staðinn. Mannveru nokkra má þar sjá injög svo föla á vanga, vofubleika með biksvart hár um bústatfi manna spranga. Hvílík skelfing og hvernig færi, ef huldumatfurinn nakinn væri? LÆVÍS. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' það endar. Ríkjandi þáttur í öllu skáldskaparstarfi er að persónu mar fara að lifa sínu eigin lífi. Þær starfa sjálfar og skapa sér sín eigin örlög að mestu. leyti sjálf ar. í Nóatúni ferst eín persónan Sinklar, við að bjarga annarri per sónu frá drukknun. Ég hef sjálfur grátið yfir harmsögu hans. Þetta var átakanlegt, en það var ekki annars völ. í fyrsta lagi varð hann að hverfa >ir sögunni af skipulagsá- stæðum, en um leið færðu þessi 'sorglegu ævilok þessum dálítið hlægilega, en viðkunnanlega manni reisn. Það sem ég hafði talið tæknilega lausn var raunveru- lega innri nauðsyn. Svo að ég tali í þversögnum get ég sagt, að þá fyrst er hægt að skrifa skáldsögu þegar hún hefur verið skrifuð. Þá fyrst þekkir maður persónurn ar svo vel, að þær geta ákveðið sjálfar, hvernig þær eiga að vera Þær hafa ákveðna lyndiseinkunn, sem kemur upp um það, hvernig þær hegða sér í samræmi við það,. — Vinnið þér reglúlega? — Já, í skorpum, og þá einkum á morgnana frá því kl. 8 — 9 og til hádeg’s. Síðdegis les ég það yfir sem ég hef skrifað. Yfirleitt kem ur það á óvart. Fyrirfram trúir maður því alltaf, að ógerlegt sé að skrifa það, sem maður skrifar Maður býst ekki við að geta það. Maður metur sjálfan sig ekki svo mikils, að maður telji sig geta gert neitt sem nokkurs er virði, og þess vegna gleðst maður, þegar maður sér, að það er ekki einskis nýtt. Stundum sér maður. að það er delia, og strikar það með ánægju út. — Verðið þér að skrifa hér? — Já, ég get ekki skrifað, þeg ar ég er að heiman. Ég get ekki einbeitt mér. — Það bendir til þess, að um hverfið, sem þér búið við, hafi mikil áhrif? — Umhverfið hefur úrslitaálirif .einfaldlega af því, að ég sæki allt yrkisefni mitt í þetta umhverfi. Allar hugmyndir mínar hafa alltaf búið í mér. Ég er einungis að fram kvæma áætlun, þegar ég kem þeim i framkvæmd. — Hefur söguefnið stöðugt ver- ið að þroskast, þar til að því kem ur, að þér skrifið um það? — Það hefur tekið þroska. En það er alltaf að verulegu leyti til viljunum háð, að ákveðin bók er rituð á ákveðnum tíma. Ég byrjaði á Góðri von 24 ára gamall, en nú fyrst hefur sú saga orðið til. Danski presturinn Lucas Debes, sem bjó í Færeyjum á 17. öld, sem er slæmur tími í sögu okkar hann er fyrirmyndin að skáldsögu persónu minni. Bókin er þó hvorki sagnfræðileg né ævisaga, heldur er það hið almenna við aðstæðurn ar, sem liggur mér á hjarta. Ég lief reynt að búa til persónu, sem er fulltrúi þess, sem ég dái mest af öllu; hins stríðandi húmanisma Hann vinnur alltaf sigur a) lok um yfir mannvonsku og grimmd. Það er til „æðri réttvísi" og þar á ég ekki við háspekilega rétt vísi, endurlaun handan grafar, held ur einhvers konar siðfræðilegt náttúrulögmál. Séra Jakob Jónsson varði í gær doktorsritgertf vitf .Guð spekideild Háskóla íslands. . Alþýtfublaffitf. Hann situr þögull um stund, og síðan segir hann: — í öllum myndum sínum: spegla trúarbrögðin alltaf kjarna mannshugans. Maður veit ekki mikið um aðra menn, ef maðui.’ þekkir ekki afstöðu hans til trú arbragðanna. Allir hafa einhverja afstöðu til þeirra — jafnvel þótt hún kunni að vera neikvæð. Það er líka virk afstaða. Trúin er ein- hver göfugasta myndin, sem manns andinn getur birzt í, og einnig sú ógeðslegasta. Þegar trúarbrögðin verða að sértrú eru þau óþolandi ,,Ef þú trúir ekki, ertu glataður“, er „fagnaðarboðskapur“,sem spegl ar ekkert nema frumstæða grimmd.. í Færeyingasögu ógnar Sigmundur, trúboði Ólafs Tryggva sonar höfðingjanum heiðna, Þrándi í Götu, á þennan hátt. Síðan eru liðin nærri því þúsund ár, en að ferðin er notuð mikið enn þánn dag í dag. Sem betur fer er öll trú ekki svona grimmúðug. Allir sértrúarmenn eru haldnir persónu legri valdagirnd, hversu auðmjúk ir sem þeir svo þykjast vera. Bæði hér og i Noregi er allt yfirfullt af þröngsýnum trúboðum, sem halda að þeir séu að boða hið góða en raunverulega hafa beir illt i hyggju. Annárs hafa trúarbrögðin alltaf haft mikla þvðingu í Færeyj um og hafa hana enn. — Ég held ekki, að ég sé út tæmdur ennþá. Ég hef meira a£ gömlu efni, sem ég er að reyna að vinna úr. Það er frá Aþenu sögualdar. Krít hefur sigrað i ó- friðnum og f jórtán ungar mannesk.j ur — sjö piltar og sjö ungar kon ur — eiga að sendast til sigurveg aranna, þar sem þeim á að fói-na til inautmennisins Minotaurus í völundarhúsinu í Knossos. Ég ætla að lýsa síðustu helgi þeirra í A þenu fyrir brottförina. En þessi helgi gerist í Aþenu nútímans — eða hvaða nútímaborg sem er. Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.