Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 3
✓ SKODA-1202 STATION SKODA-1202 SENDIBÍLL SKODA-COMBI STATION SKODA-OCTAVIA FÓLKSBÍLL SKODA-FELICIA SPORTBIFREIÐ SKODA-IOOOBM FÓLKSBIFREIÐ langódýrasti 6-manna bíllinn á ísl. markaði. ber 650 kg., kostar aðeins kr. 122.500,— 5-manna fjölskyldubíll — hagkvæmustu kaupin í dag. —Gólfskipting og ný innrétting þessi vinsæli 5-manna bíll er enn fyrirliggjandi á tækifærisverði. aflmikill, skemmtilegur og ódýr. metsölubifréið Skodaverksmiðjanna 1965. VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI - Frá kr. 120.000-153.000! - HAGSÝNIR KAUPA SKODA - TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ HF. Vonarstræti 12 — Sírni 21981. Oddur A. Sigurjónsson, skólastjóri LAGAR ÞAU LEIÐU MISTOK urðu hér í blaðinu í gær, að greta Odds A. Sigurjónssonar, skólastjóra, brenglaðist, svo að hún varð óskiljanleg. — Blaðið biður hófundtan og lesendur afsökunar á þess- um mistökum og birtir greinina aftur í heild. Skólarnir eru að hefja störf og senn þyrpist æska landsins þang- að, til þess að auka nokkuð við kunnáttu sína og búa sig á þann hátt undir lífsbaráttuna, sem bíð- ur hvers og eins. Við, sem að kennslu störfum, vonum að veran í skólanum færi nemendurna ofurlítið fram á við — í öllum skilningi. Vissulega er gleðiefni að sjá aeskurjóð andlitin á ný og finna í ys dagsins orkuna ólga og svella í kringum sig og minnast þess tíma, er við stóðum í sporum nemendanna. En, samt eru þessir tímar ekki alveg óblandið gleðiefni fyrir skóla menn. Látum vera um eril og ann- ir, sem eru föst fylgja starfsins, annað þyngir meira. Það er sí- stækkandi hópur unglinga, sem livergi á höfði sinu að halla um framhaldsnám að loknu unglinga- prófi, þótt fullur vilji þeirra sé fyrir hendi. Hér á ég við þá, sem aðeins hafa náð unglingaprófi með tilskil- ipni lágmarkseinkunn, en ekki náð því marki, sem skólarnir telja hæfilegt til framhaldsnáms. Hér er komið að þeim þætti, sem rangsnúnastur er í öllu skóla- kerfinu. Hvers á þetta fólk að gjalda? Þess, og þess eins, í flestum tilfellum, að það hefur ekki hlot- ið nægilegan námsþroska á venju- legum aldri til að standast kröf- urnar, sem til þess eru gerðar. Hér er níðzt á þeim, sem sízt skyldi og með árangri, sem óhjá- kvæmilega varpar þungum skugga á unglingsárin og efalaust oft miklu lengur, máske ævilangt. Eg hefi áður hér í blaðinu reif- að þessi mál nokkuð og reynt, eftir minni getu, að færa fram- bærileg rök að því, að hér er stefnt út í hreinan ófarnað. Eg hefi bent á leið, sem mér virðist vel fær til þess að létta verulega róðurinn fyrir hina þroskaminni. Sú leið er einfald- lega að skipta námsefni unglinga- stigsins á þrjá vetur í stað tveggja. Að vísu yrðu þeir einu ári lengur að ná unglingaprófi en hinir þroskameiri jafnaldrar þeirra, en ég trúi því, að námið vrði þeim flestum notadrýgra og umfram allt yrði miklu oftar sneitt hjá því skeri, sem nú strandar á. Gamalt máltæki segir: „Betri er krókur en kelda,” og mér finnst a.m.k. tilraunavert að rétta á þennan hátt hlut þeirra, sem minna mega sín en skólakerfið gerir ráð fyrir að sé eðlilegt. f þessu efni strandar á þvl einu, að skólarnir hafa ekki leyfi til að gera slíka tilraun án þess að hin háu fræðsluyfirvöld komi til, en á þeim virðist vera liarla lítil breyting í þessu efni. Mér dettur stundum I hug, að spyrja sjláfan mig að því, hvað allar þessar skýrslur, sem af okk- ur er heimtað að gera, hafi mikið raunhæft gildi. Þær tala þó nógu skýru máli um ástandið, séu þær lesnar og umfram allt reynt að draga af þeim raunhæfar ályktan- ir. Og ég mundi telja, að það væri reglulega lærdómsríkt fyrir hina háu herra, að vera í okkar sporum, þó ekki væri nema eina dagstund og þurfa að hlusta á kveinstafi ör- væntingarfullra foreldra, sem spyrja: „Er þá ekkert hægt að gera fyrir barnið mitt?” — og neyðast til að svara: „Því miðm-.” Þannig er það okkar hlutskipti að þurfa að birta bæði þeim og nemendunum, sem vissulega standa okkur ekkert fjær en hin- ir máttarmeiri, útlegðardóminn, sem allt hið innra með okkur æp- ir gegn. Vel veit ég, að Reykjavíkurbær hefur gert nokkra tilraun til að j rétta ofurlítið hlut þessa fólks ' með stofnun framhaldsdeildarinn- ar. Skal það raunar ekki vanmetið, en benda má á, að skaðinn er skeður áður en til þessa kemur. i Unglingarnir eru þegar guggnaðir undan þyngri kröfum en þeir ráða við og það er meinið, sem þarf að lækna, en ekki setja „hross- skinnsbót á sárið.” Við stærum okkur af velferðar- ríki. Og vissulega hefur efnahag- ur batnað stórum. Við stofnum alls konar verndarfélög, og vel sé þeim, sem leggja krafta sína fram í þá líknarþágu. En hvar er sú vernd, sem skóla- kerfið veitir hinum seinþroska unglingum, sem ég hefi gert að umtalsefni? Jú, hún er sú, að dæma þá til útlegðar úr eðlilegu umhverfi. Svo langt hefur ánægja með og trú á ágæti kerfa leitt. Bókstafur- inn blívur! Það er fjarri mér, að halda, að breytingin, sem ég hefi reifað hér, leysti allan vanda. En ég er þess fullviss að kæmist hún á, myndu færri „frjósa úti” en nú er raun á, og það er nokkurs virði. Eg skil líka, að þetta kostar nokkurt fé, en mér er spum, — hvort við höfum efni á að eyða ekki því fé. Eg fullyrði af samtöl- um mínum við skólamenn, að þeir eru reiðubúnir. En hvað um for- ystuna? Oddur A. Sigurjónsson. Koparpípur w Fittings. Ofnkranar. Tengikranar Slöngukranar Rennilokar. Rlöndunartæki Burstafell byggingavöruverzlnm Réttarholtsvegi S Síml 3 88 40. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. okt. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.