Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórai: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúl: Eiöur GuSnason. — SimaK 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. ASsetur: AlþýSuhúsiS viS Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaSsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. tTtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Skipbrot RÚSSAR hafa átt við margvíslega örðugleika að etja í landbúnaði og iðnaði undanfarin ár. Þeir hafa ■orðið að verja stórfé til hveitikaupa erlendis vegna uppskerubrests og margvíslegra mistaka í landbún- aðarmálum, þar sem oft virðist hafa verið unnið af meira kappi en forsjá. Nú á mikil breyting að fara að eiga sér stað í skipulagningarmálum iðnaðarins í Sovétríkjunum, og er sú breyting viðurkenning mistaka undanfar- inna ára. Og isagan endurtekur sig, einhiver verður að taka á sig sökina, og Rrústjav, sem eitt sinn var lofaður og prísaður, er nú syndaselurinn og er það iekki í fyrsta skipti, sem skuld er skellt á hann eftir ©ð hann hvarf úr isviðsljósinu. Þegar byltingin var gerð árið 1917 átti að koma á hagkerfi, sem leysti öll ivandamál og hefði þúsund Ikosti fram yfir kapítalisma vestrænna þjóða. En það hefur nú sýnt. sig á tæplega hálfri öld, að kerfið fékk ekki staðizt, og smárn saman er verið að afnema það og vafalaust verður þess ekki ýkja langt að bíða að Rússar taki upp blandað hagkerfi eins og til dæmis er á Norðurlöndum, að minnsta kosti virðist öll þróun þar í landi beinast í þá átt. Áætlunarbúskapur er nauðsynlegt hagstjómar- tæki, isem tekið hefur iverið upp í síaúknum mæli á Vesturlöndum, en sá áætlunarbúskapur á þó lítið skylt við þann áætlunarbúskap, sem rekinn hefur verið í Sovétríkjunum. Þar hefur ofskipulagning slit ið framleiðsluna úr tengslum við þá sem framleiða á fyrir og þá sem framleiðslan á að koma til góða. Þær breytingar, sem Kosygin forsætisráðherra filkynnti í síðustu viku, að gerðar yrðu í skipulagn- ingarmálum iðnaðarins hafa sjálfsagt iverið lengi í- deiglunni, enda sagði sjálfur Lenin á sínum tíma að hagnýta bæri það sem nýtilegt væri úr hagkerfum vestrænna þjóða. Æ síðan hefur það verið að koma á daginn að þar er ýmislegt nýtilegt að finna, í Júgóslavíu hefur sama þróun einnig átt sér stað, en á mun skemmri tíma og er kominn enn lengra. Vafalaust hafa valdhafarnir í Sovét haft þróun mála þar í huga er þessar breytingar eru gerðar austur þar. Það var merkileg tilraun, sem gerð var í Rúss- landi eftir byltinguna, 1917, en síðastliðin hálf öld hefur sannað svo ekki iverður um villzt, að hagkerfi (kommúnismans hefur beðið skipbrot og fær ekki staðizt, en það fær hinn hreinræktaði kapítalismi ekki heldur, eins og þróunin gjörla sýnir. Skoðun jafnaðarmanna hefur verið sú, að opin- ber rekstur, einkarekstur og samvinnurekstur ættu :að fá að þróast hlið við hlið í blönduðu hagkerfi eins bg í velferðarríkjum Norðurlanda. Þessari skoðun ívex nú ört fylgi, enda sannar reynsla isögunnar, að ■þar er verið á réttri leið. Sóló húsgögn eru Iöngu orðin lanJs- þekkt fyrir stílfegurð og gæði. Hinir lireyfanlegu nylon plast' tappár á fótum nýju liúsgagnanna eru enn ein nýjung. Nú leggst mjúkur ftöc- urinn að gólfinu og því engin hættá u að dúkurnm eða teppið skemmist, hvernig sem aðsræður, eru, Með því að kaupa Soló húsgögn hafið þér fulla \issu fyrir fyrsta flokks efni og vinnu. Munið að eldhúshúsgögnin verða að vcra Sóló húsgögn STERK OG STÍLHREIN. Vö RViHnut&t &ezt I kBSHb 4 3. okt. 1965 - AtÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.