Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 9
Uti í kuldanum
John le Carré:
NJÓSNARINN, SEM KOM INN
ÚR KULDANUM
Páll Skúlason þýddi
Almenna bókafélagið, Reykja-
vík 1965. 222 bls.
John le Carré varð í skjótri
svipan nafnkunnur höfundur fyr-
ir sögu sína um njósnarann sem
kom inn úr kuldanum sem kom
út fyrir tveimur árum eða svo;
hún hefur síðan komið í mörgum
útgáfum og verið þýdd um allar
jarðir og sé ekki búið að kvik-.
mynda hana, er áreiðanlega farið
til þess. Síðan hefur líka komið
út ný saga eftir höfundinn, The
Looking-Glass War (Heinemann:
London 1965), sem er að vísu á-
þekk saga hinni fyrri en að sínu
Ieyti enn óvenjulegri — og varla
eins líkleg til vinsælda. Það er
sem sagt fyrri sagan sem Al-
menna bókafélagið hefur nú gefið
út á íslenzku þó á seinni skipun-
um sé; það má ætla að mjög
margir lesendur þekki bókina
þegar á öðrum málum. En að
sönnu er bókin betur valin en
almennt gerist um skemmtisögur
í íslenzkri þýðingu.
Njósnarinn sem kom inn úr
kuldanum er óvenju vel skrifuö
njósnasaga; það eina sem kemur í
hug til samanburðar eru skemmti-
sögur Graham Greenes frá fyrri
tíð þó Carré sé að vísu ekki stíl-
isti til jafns við Greene. En höf-
undarnir eiga það báðir sameigin-
legt að þeim gengur meira til en
það eitt að segja spennandi sögu.
Viðfangsefni John le Carrés er
nánast hugarheimur njósnarans,
sálfar og siðerni njósnalífs; sjálf-
að gera Njósnarann læsilega og
eftirtektarverða sögu langt um-
fram hversdagslegri reyfara, póli-
tíska eða ópólitíska, — hver sem
er svo skoðun manna á siðferðis-
stigi styrjalda, kaldra eða heitra.
Á það rná raunar benda að þrátt
fyrir allt er fylgt venjulegu „vest-
JOHN LA CARRÉ
rænu” viðhorfi við kommúnistum
og kommúnisma í lýsingu Austur-
Þýzkalands í sögunni; og þrátt
fyrir allt er það „réttur” málstað-
ur sem sigrar. Brezka leyniþjón-
ustan platar þá austurþýzku. —
Þannig fá lesendur með margvís-
legan smekk sinn verð deildan
í þessari sögu. Svo er miklu síð-
ur í nýju sögunni. The Looking-
Glass War er hvorki jafn-heilsteypt
né spennandi saga og Njósnar-
inn; og njósnasálfræði John le
Carrés sem notast honum svo vel
í f.vrri sögu hans, megnar því
miður ekki að vekja mikinn áhuga
sem skáldskaparefni eitt sér í
þeirri síðari.
Því miður sér það ekki á, að
Almenna bókafélagið hafi gefið
sér góðan tíma til útgáfunnar.
Þýðing Páls Skúlasonar er mjög
flaustursleg, full með ambögur
og hráa enskuöpun. Skringilegt
er að þýðandinn virðist ekki skilja
orðið Zone, stytt úr Soviet-
Zone, fyrir Austurþýzkaland; —
þetta þýðir hann ævinlega „Belt-
ið.” En til marks um fljótfærnina
er það að þúanir og þéranir fara
víða á flot í samtölum; og er ým-
islegt misræmi annað raunar auð-
fundið. Sýnilega hefur þýðingin
engu eftirliti sætt af hálfu for-
lagsins fyrir prentun; prófarka-
lestur er líka með heldur slælegu
móti. — ÓJ.
Tónleikar Krause
Karlmannaföt,
verð kr. 2800—4000.
Unglingaföt,
verð kr. 1850—2800,
Saurmim eftir máli.
mikið efnaúrvai.
Munið okkar sérstaka
verðflokk af ódýrum
fötum. Verð aðeins
kr. 2250.
Slátursala
Siáturféiags SuSurlaitds
verður LOKUÐ mánudaginn 4. október.
Sláturfélag Suðurlands.
------------------------ ■iwn»rr-»
Frá Listdansskóla
Þjóðleikhússins
Nemendur mæti til viðtals, sem hér segir:
Byrjendaflokkar I og II, fyrsti og annar
flokkur mánudag 4. október kl. 5 síðdegis,
þriðji, fjórði og fimmti flokkur kl. 7 sama '
dag.
Nemendur hafi með sér stundlatöflu skóla
ur söguþráðurinn er spunninn
um þessa sálfræði svikanna. Sag-
an gerist í kalda stríðinu miðju,
henni lýkur á hinum alræmda
Berlínarmúr. En hún er engin
venjuleg pólitísk uppmálun í
hvítu og svörtu með austurbófum
og vesturhetjum, öllu heldur til-
brigði í gráu. Fórnardýr svika-
netsins sem sagan lýsir er njósn-
arinn sjálfur og hans nánustu;
mórall sögunnar að kalda stríðið
sé stríð gegn mannlegu lífi og til-
finningum og báðir aðiljar þess
jafnsekir. Þessi skoðun er enn
skýrari í seinni sögunni sem ger-
ist einvörðungu innan brezka
njósnakerfisins og er einbeitt að
sálfræði njósnarans og kerfisins
sjálfs; hún er „bókmenntalegri”
en Njósnarinn og líklega að því
skapi lakari saga. Njósnarinn seg-
ir upp heila spennandi sögu; —
uppljóstrunin að sögulokum full-
nægir góðri spennusögu um leið
og hún fullnar lýsingu njósnar-
ans og þess ómannlega svikanets
sem hefur hann á valdi sínu og
hlunnfer hann, knýr hann til að
kjósa sér sjálfur dauðann að lok-
um. Allt þetta hjálpast að við
Finnskur baryton söngvari,
Tom Krause að nafni, söng á átt
undu tónleikum Tónlistarfélags-
ins sl. þriðjudagsi- og miðvikudags
kvöld. Undii-leikari var landi söngv
arans, Pennti Koskimies. Efnis-
skráin var ágæt og óvenjuleg að
því leyti, að hún samanstóð að
mestu af verkum sem hér hafa
sjaldan, eða máske aldrei heyrzt
áður. Á fyrri hluta tónleikanna
voru Lieder eftir Hugo Wolf
(1860 — 1903) og Richard Strauss
(1864—1949), en á seinni hlutanum
voru lagaflokkur eftirt Maurice
Ravel /(1875 —1937} og stfnglög
eftir Jean Sibelius (1865—1957).'
Það leyndi sér ekki á þessum
tónleikum, að Tom Krause er
söngvari sem er góðum tónlistar
gáfum gæddur og hefur trúlega
möguleika á að verða mikilsmet
inn söngvari er fram líða stund
ir. Röddin er fögur og tvímæla
laust vel þjálfuð. Neðri hluti radd
sviðsins ér töluvert sterkari en sá
efri og þarfnast hann því nokk
urrar beizlunar til að gott jafn
vægi náist. Meðferð söngvarans á
verkefnunum var einkar smekk
leg og sannfærandi og var sem
honum yxi ásmegin er líða tók
á tónleikana. Þó tónsmíðarnar eft
ir hlé væru máske lakari að gæð
um en hinar fyrri, þá varð flutn
ingur hinna fyrrnefndu mun ris
meiri. Ljóðaflokkurinn um ridd
arann eftir Ravel var skemmti
lega sunginn og litlu perlurnar
eftir Sibelíus voru óneitanlega
ekta. Undirleikarinn aðstoðaði
söngvarann af mikilli smekkvísi,
en stöku sinnum brá því þó fyrir,
að hann varð fullsterkur. Lista
mönnunum var ákaft fagnað og
fluttu þeir aukalög eftir Samuel
Barber og Grieg.
Það hefur fregnast að Tom
Krause hafi nú þegar verið ráð
inn að Metropolitan óperunni í
New York. Eftir þessum ágætu
tónleikum að dæma, er full á-
stæða til að ætla, að þar bíði
hans frami mikill og getur orðið
nokkur bið á því að við fáum að
heyra hann hér aftur ef þá nokk
urntíma. Á liðnum árum hefur
Tónlistarfélagið verið óvenju fund
víst á ungt og upprennandi lista
Framhald á 15. síðu.
sirma.
ATVINNA
Viljum ráða stúlkur og karlmerm til iðnaðar-
starfa. Uppl. hjá (verkstjóranum.
CUDOGLER HF., Skúlagötu 26.
Reykvíkingafélagið
heldur aðalfund
að Hótel Borg, miðvikudaginn 6. októþer kl. 20,30,.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
Á eftir verður happdrætti og dans.
Félagsmenn fjölmennið.
Stjórn Reykvíkingafélagsins.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. okt. ,1965 0