Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 16
sídan Það er sannarlega ekki ofsög- um af því sagt, hvað við Reykvík- ingar búum við góða þjónustu af háifu þeirra kaupmanna, sem höndla með matvæli í borginni. Er þess skemmst að minnast, að fyrir nokkru rifust kaupmenn heiftarlega um kvöldsölumálin svo kölluðu og þóttust svo hafa fundið allsherjarlausn með því að láta matvöruverzlanir, eina í hverju hverfi vera opnar fram til kl. 9 á kvöldin 5 daga vikunnar. Yitamín, vitamín, æpix> kell- ingin, en kallinn tuldrar \ barm sér: Það er bara verst að mest vitamín er í forboðn- um ávöxtum .... Það bregst aldrei, að þegar prentarar fá kauphækkun — þá hækkar brennivínið. Kvenmaður óskast til að stjórna ræstingu nemenda Við Alþýðuskólann að Eið- um. — Upplýsingar gefur skólastjórinn, Eiðum. Augl. í Mogga. Skárra en ekkert, hugsaði mað- ur með sér og byrjaði fljótlega að notfæra sér hina nýju þjónustu. ■Svo var það í fyrrakvöld, að gesta var von og hvorki var til kaffi né boðlegt meðlæti. Nú kemur kvöld- þjónustan sér vel, varð mér að orði, og þreif dagblað til að vita hvar væri nú opið í kvöld. Ekkert um það í blaðinu, og ekki því næsta heldur. Jæja, hugsaði ég með mér. Það er bezt að skreppa liér út í búð og líta á spjaldið, sem þar er í glugganum og segir til um hvar sé kvöldþjónusta. En viti menn; í búðarglugganum hékk ekkert spjald. Eg fór á þrjár næstu búðir, — engin spjöld. Þá rann upp fyrir mér ljós. Kaup- menn hlutu að hafa séð, að með því að hafa þessi spjöld í glugg- unum voru þeir ekki aðeins að veita almenningi þjónustu, liel$- ur að auglýsa fyrir keppinautana, og þá var búið með það gamanið og spjöldunum stungið undir stól. Eg var þó svo heppinn, að af- greiðslustúlka í söluturni gat upp- lýst mig um kvöldþjónustuna og náði því að gera viðskiptin og gestirnir gátu fengið kvöldþjón- ustu, kaffi og kvöldþjónustukex. En nu er ég búinn að finna nýja lausn á málinu og þarf ekki að vera háður duttlungafullri kvöld- þjónustu reykvískra matvöru kaupmanna. Kunningi minn laum- aði því að mér hérna um daginn, að úti á Seltjarnarnesi væru tvær verzlanir, sem ekki væru undir valdi þeirra, sem ráða þessum mal um hér í borginni. Þar, sagði hann, geturðu keypt alla matvöru gegnum söluop fram eftir öllu kvöldi. Eg hef nú sannreynt að þetta er rétt og þarf því ekki að þeytast milli verzlana til þess að athuga hvar opið sé. Annars er rétt að minnast á >00000000000000000000000000000' Launakröfur. Embættismenn með æstum róm, , ólmir á liækkun klifa. Nú komið er fyrir Kjaradóm hvort þeir £á að lifa. KANKVÍS. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* eitt, að mér finnst alltof algengt að kjötverzlanir hér séu með mat á boðstólum, sem er skemmdur eða jaðrar við að vera skemmdur. í sumar einu sinni rétt fyrir há- degi á laugardegi, brá ég mér inn í stóra kjötverzlun og keypti nauta hakk. Þetta var á laugardegi eins og ég sagði áðan, og hagaði þá svo til í verzluninni, að ég sá hvar yerið var að liakka kjötið, sem afgreiðslumaðurinn sótti handa mér. Þegar nota skyldi það um kvöldið, kom í ljós, að af því var megnasta ýldupest, og nú voru góð ráð dýr, engin kvöldþjónusta og ég varð að gjöra svo vel og fara og kaupa tilbúinn mat handa fjölskyldunni. Hakkinu skilaði ég á mánudag, og fékk það endur- greitt, en enginn baðst afsökun- ar. í þessari verzlun kaupi ég hvorki kjöt né grænmeti aftur. Svo var það í annað skipti í sumar í matvöruverzlun einni, þar sem ég var tvisvar búinn að kaupa skemmt álegg og kom þá að máli við verzlunarstjórann, og spurði hann, hvort kæliborðið, sem þetta iværi geymt í, væri örugglega í íagi. Nei, því miður, sagði hann, maðurinn, sem getur gert við þetta, er í sumarfríi. Síðan eru liðnir tveir mánuðir, og um dag- inn kom ég þar, en þorði ekki að kaupa álegg, en leit hins vegar á kuldamælinn í kæliborðinu. -— Hann stóð á núlli og maðurinn var greinilega enn í sumarfríi. — Það getur vel verið, að ég liafi verið sérstaklega óheppinn, en svona er þetta nú samt, og ég held ( að þörf væri á mun strangara eftirliti með þessum hlutum en nú er. Að lokum ein smásaga. í gær- kvöldi kom ég í enn eina kjöt- verzlun og bað um kjöt af holda- nauti. Ekkert sjálfsagðara, sagði afgreiðslumaðurinn og kom innan skamms með kjötið. — Er þetta nú áreiðanlega gott kjöt, sagði ég. — Já, blessaður vertu, þetta- er fínasta alikálfakjöt, var svar- ið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.