Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 7
Uppsalabréf frá Svövu Jakobsdottur Mál Wallenbergs Á þessu ári eru tuttugu ár liðin síðan Raoul Wallenberg hvarí í hendur Rússum í Ung- verjalandi. Árið 1957 gaf sænska ríkisstjórnin út hvíta bók um mál hans, og þann árangur, sem fyrirspurnir um afdrif hans höfðu þá borið. Nú er komin út ný hvít bók þar sem greint er frá því er gerzt hefur síðan 1957, og rak in samskipti rikisstjórna Sví þjóðar og Sovétríkjanna í mál inu. Sovézkir ráðamenn halda fast við sinn keip og fullyrða sem fyrr, að Wallenberg sé lát inn; Svíar fá hins vegar æ sterkari grunsemdir um, að hann pé á lífi. En því miður virðist þesi nýútkomna hvíta bók ekki gefa tilefni til auk innar bjartsýni um, að þetta mál fái fullnægjandi lausn. Þótt mál Wallenbergs sé að vísu allþekkt, er samt ekki úr vegi að rifja hér upp helztu atriði úr forsögu þess. Raoul Wallenberg fæddist árið 1912 í Stokkhólmi og var af hinni kunnu Wallenbergsætt, en til hennar eiga að telja atkvæða miklir bankastjórar og fjármála menn. Faðir hans andaðist þrem mánuðum fyrir fæðingu hans, en hann ólst upp með móður sinni og stjúpföður og hlaut góða menntun bæði heima og erlendis. Árið 1944 var Wallenberg starfandi sem framkvæmdastjóri hjá verzlun arfyrirtæki í Stokkhólmi, sem hafði verzlunarsambönd við Ungverjaland, en það sama ár tók fyrir öll viðskipti þangað. Um líkt leyti varð hjálparstarf semi við ungverska Gyðinga 'tímabær.. Sænska ríkisstjórn in leitaði þá til Wallenbergs sakir þekkingar hans á Ung- verjalandi og kynna lians þar, og fór þess á leit við hann, að hann skipulegði og stjórnaði hj álparstarfsemi í Ungverja landi. Wallenberg gaf kost á sér til þessa starfs og var formlega ráðinn starfsmaður við Sænska sendiráðið í Budapest. Innan tíðar varð hjálparstarf semi Wallenberg í Ungverja landi mjög víðtæk og dugnaði hans í þessu starfi var viðbrugð ið. Talið er, að hann hafi bjarg að 20.000 ungverskum Gyðing um undan nazistum. Barnaheim ili fyrir munaðarlaus börn voru stofnuð, matvælum og lyfjum miðlað til nauðstaddra. í þeirri ringulreið, er fylgdi innrás Rússa í Ungverjalahd, eyðilagðSst sænska sendiiráðs húsið að miklu leyti og starfs menn sendiráðsins urðu við skila hver við annan. Wallen berg fann starfsemi sinni hús næði annars staðar og hélt á- fram starfi sínu, en þann 15. og 16 janúar 1945 náðist ekkert samband við bækistöð hans. •Þann, 17. janúar >com hann hins vegar sjálfur í sendiráðið í rússneskri fylgd. Erindi hans var að sækja persónulegar eig ur sínar áður en hann héldi á fund rússneska hershöfðingj ans, en þangað hafði hann feng ið boð um að koma. Hann lét þau orð falla, að hann vissi ekki hvort hann færi sem géstur eða fangi. En Wallenberg sneri aldrei aftur heim. Sænska ríkisstjórnin hóf eft irgrenslanir en þær báru eng an árangur. Sovézkir ráðamenn svöruðu því einu til, að Wall enberg væri ekki í Rússlandi og afdrif hans væru þeim ókunn En smám saman fóru stríðs fangar að snúa heim úr rússn eskum fangabúðum og vitnis burður þeirra var á aðra leið. Fullyrtu nokkrir úr þeim hópi, að Wallenberg væri í fangabúð um í Moskvu. Sænska rikis- stjórnin hóf sókn á ný, og fékk nú þau svör, að Wallenberg, Nanna Svartz, prófessor. Raoul Wallenberg. sem mcnn áður minntust ekki að hafa heyrt nefndan, hefði látizt í Lubljanskafangelsinu ár ið 1947. Þessi boð bárust sænsku ríiksstjórninni í febr- úar 1957 og það ár gaf hún út » fyrri hvítu bókina um mál Wallenbergs. Sænska rikisstjórnin gerði sig ekki ánægða með þessi enda lok, því að hún bjó yfir upplýs ingum, sem styrktu grun manna j um, að Wallenberg hefði verið á lífi eftir 1950. Svissneskur stríðsfangi fullyrti við heim- komuna, að hann hefði verið í næsta klefa við Wallenberg í Vladimirfangelsinu árið 1954 og hefðu þeir haft samband hvor við annan með höggum í gegnum vegginn. Austfirzkur stríðsfangi hafði um tíma ver ið i sama klefa og Wallenberg í Vlad'mirfangelsinu í byrjun árs 1955 og var síðan þrálát lega áminntur um að nefna aldrei þennan sænska fanga við nokkurn mann. Tveir þýzkir stríðsfangar sneru heim. Þeir höfðu einnig fréttir að færa um í Wallenberg. Engir þessara | manna þekktust en öllum bar saman um, að Wallenberg hafi ; verið í Vladimirfangelsinu eft ir 1950. Allt beita var kunnugt áð- i ur en það sem hin nýútkomna hvíta bók hefur nvtt fram að færa í málinu og revnzt. hef j ur þvnest á motaskálnnum fvr ir nvrri sókn. er framburður Nönnu Svartz. urófessors og læknis í Stokkhólmi. Er hún var> á ráðstefnu í Moskvu í janúarmánuði árið smirð ist hnn fvrir um Wallenberg oe fékk hær unnhVsinear hiá rússnesknm vísindamanni og starfshróður sinuTn að Watlen i be’re væri á éeðveikrahæli mi<ie hnnetí baldinn. Snurði hún hvort hann áliti. að liæet. væri að flv+ia hann heim til ; Framhald á 10. síðu. ..........- " ■ ■,-,-.T,vvrj Eftir séra Jakob Jónsson Hvernig get ég hætt að reykja? Þessa spm-ningu hefir margur lagt fyrir sig, ekki sízt í seinni tíð eftir að farið var að setja rej|; ingar í sambandi við lungnakrabba. Spurningin er ein þessarra ein földu spurninga, sem þrátt fyrir allt virðist vera harla flókin í framkvæmd. Kímniskáldið fræga Mark Twain var ekki í vandræðum með svarið. Hann sagðist liafa hætt að reykja á hverju kvöldi í mörg ár, og það hefði alls ekki reynzt sér neitt erfitt. Hér virðist vera snúið út úr spurningunni, en í raun og veru er hér verið að gera tilraun til að sjá vandamálið í réttu ljósi Það er sögð saga um gamlan og gamansaman — og ölkæran — ís lenzkan bónda, að hann hefði eitt sinn verið staddur hjá sýslumanni sínum, og fór vel á með þeim.' En senn dró að því, að sýslumað ur átti von á öðrum gestum, þvi um kvöldið skyldi halda samkvæmi á heimili hans. Sagði hann bónda eins og var, bað afsökunar á því að hann yrði nú að biðja hann að hugsa til ferðar, og ekki er ann ars getið, en þeir kveddust með virktum. En síðar um kvöldið var karl kominn góðglaður innan um alla hina prúðbúnu veizlugesti, og hafði gengið í salinn, án þess að sýslumaður yrði var við. „Nei j heyrðu mig nú, kunningi! Þú varstl búinn að lofa mér því að fara.“ „Já, því lofaði ég,“ sagði karl, „en ég lofaði því aldrei að koma ekki aftur.” Svarið var tekið gilt, og sættust þeir á það, yfirvaldið og gesturinn. Það er sem sagt enginn vandi að hætta að reykja — hitt er erfið ara að sjá svo um, að gesturinn komi ekki aftur. Spurningin er í rauninni þessi: Hvernig get ég stillt mig um að byrja aftur að reykja ef ég hætti? „Viltu verða heill? spurði Jes ús sjúklinginn forðum. Ég hygg, að mjög margir, sem falla fyrir freistingunni og byrja aftur, geri það blátt áfram af því, að þeim sé ekki orðin fullkomin alvara að hætta fyrir fullt og allt. „Haltu mér, slepptu mér,“ afstaða til máls ins, sem gerir myndina skakka í augum manna. Menn ímynda sér þá, að ekki sé unnt að ganga í reyk bindindi, af því að það tekst ekki hinum hálfvolgu. Ég er ekki að mæla með ofstæki, en hér verð ur annað hvort að „vera eða ekki vera“ eins og Shakespeare kemst að orði í öðru sambandi. „Fyrst er að vilja veginn finna,“ segir í sálminum. „Ekki er sopið káiið þótt í aus una sé komið“. Ég veit um menn, sem hafa farið alveg serímoníu laust í reykbindindi, án þess að þeir gerðu nokkra athugun á því fyrirfram, hvernig ætti að reyna orrustuna við freistinganna her. Þeir bara hættu að reykja og byrjuðu ekki aftur — og svo ekki söguna meir. Þetta eru fyrirmynd armenn, en því miður er ekki mik ið af þeim að læra fyrir þá, sem veikari eru á svellinu. Á hinn bóginn hafa ýmsir fyrrverandi reykingamenn lýst því nokkuð ýt arlega, hvernig þeir fóru að venja sjálfa sig og temja, unz sigur náð ist. Ég þekki mann, sem gaf (il tölulega einfaldar reglur, sem mig langar til að skila til þeirra les enda, sem eiga í stríði við eigin löngun til reykinga. Vel má vera, að einhverjum geti þær orðið til góðs. 1. ) Byrjaðu með því að athuga sjálfan þig, venjur þínar og siði í sambandi við reykingar. Hvenær ertu vanur að reykja? Hvað kem ur þér helzt til að reykja? Hver er ástæðan til þess að þú reykir hverju sinni. 2. ) Ef þú kemst að þeirri niður stöðu, að þú notir pípuna sem teins konar leikfang,, þá gælttu þess fyrst í stað að hafa eitthvað annað í vasanum í hennar stað, svo sem lítinn vasahníf eða anr» að þess háttar. Austur í íran ci' það venja, að menn hafi kúlur í bandi til að föndra við, þegar þeir sitja auðum höndum. Manni finnst þetta yfirmáta bjánalegt, en einhverjar sálrænar ástæður liggja sjálfsagt til grundvallar, al veg eins og þegar reykingamenn leika sér að pipunni sinni. 3. ) Ef þú veitir því athygli að þti reykir mest víð sérstök tækifæri, t. d. þegar þú hvílir þig, eða þú þarft að koma þér af stað við andlega vinnu, þá vertu fyrirfram viðbúinn þeim augnablikum, og hafðu þá við hendina eitthvað, sem fyrst í stað getur komið til móts við löngunina til áð stinga einhverju í munninn. Sumir nota t.d. ópal, aðrir molakaffi, enn aðrir tyggigúmmí. Smúm saman á þessi siður einnig að leggjast riiíR ur, því að annars gæti svo farið, að hann færi frernur að minna á pípuna en leiða hugann frá henni. 4. ) Ef þú við athugun þína kemst að raun um, að þig langi fremur í reyk, þegar þú ert svangur, til dæmis þegan þú ert að bíða eft ir matnum, þá er „skömminni til skárra” að fá sér „bráðræðisbita” t.d. harðfisk heldur en að taka tit pípunnar að nýju. Framhald á 10. síðu- ^ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. okt. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.