Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 2
feimsfréttir ....sidfcastliána nótt ★ KUALA. LUMPUR: — Djakartaútvarpið licrmdi í fyrri- nótt, að Sukarno forseti væri enn við völd i Indönesíu, hann væri heill á ihúfi ofí við beztu heilsu. Áður var orðrómur um, að for- setinn væri annað hvort látinn, alvarlega sjúkur eða í stofufang- eisi. Skothríð heyrðist á götum Djakarta en allt er á huldu um Ibyltingartilraunina á föstudag. ★ SAIGON: — Níu manns biðu bana og að minnsta kosti 40 særðust þegar hryðjuverkamenn Vietcong vörpuðu sprengju fyrir framan íþróttaleikvanginn í Saigon í gær. Margt manna var á götunni þar sem sprengjan sprakk. ★ NEW YORK: — Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Itusk, hélt áfram viðræðum isínum við.Andrei Gromyko, utanríkis- ráðherra Rússa, í fyrrakvöld að því er skýrt var frá í gær. Þetta var annar fundur þeirra á tveimur dögum. Helztu mál á dagskrá voru aðgerðir til að stöðva útbreiðslu kjarnorkuvopna, Kasmír- deilan og sambúð austurs og vesturs. Áður hafði Rusk rætt við Singh, utanríkisriáðherra Indlands. ★ NEW YORK: — Fastafulltrúi Pakistans hjá SÞ; Sayed Amjad Ali, liefur sent U Thant, framkvæmdastjóra SÞ. bréf þar sem Indverjar eru sakaðir um ný brot á vopnahléssamningnum á Cliamb-svæðinu í Kasmír. í bréfinu segir, að átökin geti breiðzt |ít til annarra vígstöðva haldi Indverjar- árásum sínum áfram. ★ NÝJU DELHI: —. Indverski forsætisráðherrann, Shastri, lýsti því yfir í Nýju Delhi að Pakistanar 'hefðu ekki sýnt vilja iil að finna jákvæða lausn á Kasmírdeilúnni. Styrjöld gæti aftur hiossað upp vegna afstöðu Pakistana. ★ MOSKVU: — Æðsta ráð Sovétríkjanna staðfesti einróma í jgær áætlanir stjórnarinnar um endurskipulagningu á stjórn at- jvinnuvega landsins. Áætlanirnar kveða á um, að stofnaðar verði 28 nýjar stjórnardeildir, sem stjórna skuli atvinnuvegunum. Æðsta ráðið staðfesti skipun Dimitri Polyansky í embætti 1. vara íorsætisráðhcrra. Petr Lomako, varaforsætisráðherra og formað- ur hinnar voldngu skipulagsnefndar, var leystur frá störfum. ★ KAIRÓ: — Nasser forseti Egyptalands skipaði Aly Sabry fv. fonsætisráðlierra í embætti varaforseta í fyrrakvöld. Zakaria Mohieddin var skipaður forsætisráðherra og ráðherralisti hans við urkenndur. Mohieddin er einnig innanríkisráðheiTa. Fawzi verður varaforsætisráðherra og er einkum ætlað að fjalla um utanríkis oiál. Mahomoud Riad verður áfram utanríkisráðherra. tj'j ★ PARÍS: — Frakkar og Kínverjar undirrituðu í gær samn inga um víðtæka samvinnu á isviðum menningarmála, vísinda og tækni. Kínverskir stúdentar munu þegar í haust hefja nám við ifranska háskóla. ’ Hvað verður hægt að hjálpa mörgum EYJABÁTAR SELJA YTRA Vestmannaeyjum, ÞAÐ tíðkast nú allmikið að Eyja- bátar sigli með afla sinn til sölu á erlendum mörkuðum. Eyjaberg og Leo eru nú á heimleið eftir að fiafa selt vel í Grímsby, Eyjaberg fyrir rúm 3900 pund og Leo fyrir um 3800 pund. Kristbjörg mun liafa selt i Grímsby á þriðjudag- inn og Sjöstjarnan selur um þess- ar mundir í Aberdeen. Á útleið eru Frigg, Sindri, Gylfi, Ólafur Magnússon og ísleifur III. Þeir eiga allir að selja í Bremerhaven, nema ísleifur III, sem mun að öllum líkindum selja í Grímsby. Nokkrir bátar eru að veiðum og ætla að sigla út með aflann. Sænskir læknar vonast nú til að geta hjálpað allmörgum börnum, sem fæðst hafa með vanskapað- ar hendur eða fætur, vegna þess að mæður þeirra höfðu á með- göngutímanum tekið inn hið al- ræmda thalídómíd. Fyrsti uppskurðurinn af þessu tagi liefur þegar verið framkvæmd ur og sá árangur, sem þar náðist gefur allgóðar vonir. Lítil sænsk telpa, sem af völdum thalídómíds var með bæklaðan liægri hand- legg, hefur nú fengið svo mikla bót, að ekki er lengur unnt að sjá neina missmíði á handlegg hennar og mun hún áður en langt um líður geta notað liann, sem ekkert hefði ískorizt, að því er læknar telja. Uppskurðurinn var framkvæmd- ur á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, og gerðu liann nokkr- ir læknar undir stjórn Magnus Baekdahl, en hann hefur um skeið kynnt sér hvað gera mætti til að gera þessum börnum lífið bæri- legra. Stúlkan, sem hér um ræðir er fjögurra ára gömul og heitir Mari. í liðamót á hægri handlegg henn- ar vantaði bein og var liðurinn því óvirkur. Læknarnir tóku eitt af rifbeinum stúlkunnar, löguðu það til og settu það þar sem beinið vantaði. Aðgerðin virðist hafa tekizt vel og litla stúlkan getur nú leikið sér í boltaleikjum og gripið bolt- ann eins og önnur börn, en það gat liún ekki áður. Sænsku læknarnir vilja ekki mikið láta hafa eftir sér um mögu leikana á að hjálpa öðrum fórnar- lömbum thalídómíd lyfsins. Þeir benda á að tilfellin séu mjög mis- munandi, og bæklun stúlkunnar, Framhald á 14. síðu Mari í fangi hjúkrunarkonu á sjúkrahúsinu, þar sem hún nú dvelur. Mari sýnir hvað hún getur. Hér heldur hún á spegli og lagar á sér hárið. VINNA18 TÍMA Á DAG í 7 - 8 MÁNUÐI Á ÁRI NORSKIR sjómenn liittu nýlegaJ þeir fyrst, að hér væri um skip- cinsamlan portúgalskan doríufiski mann, sem var á opinni bátsskel á regin hafi í Davíðssundi milli Grænlands og Labrador. Héldu Stúlkur gabbaðar til Svíþjóðar Stokkhólmi, 1. október (NTB - TT) TJM 12 — 13 norskar stúlkur, sem mikinn áhuga hafa á dægurlaga- músík, söfnuðust saman fyrir fram an útvarps- og sjónvarpsverzlun skammt frá St. Eriksplan í Stokk- hólmi þegar verzlunin opnaði. Þær höfðu ferðazt frá Osló til þess að hitiá skurðgoð sln, dægurlaga- hljómsveit, sem er ofarlega á vin- sældarlistum í Noregi, og átti, að því er stúlkurnar höfðu fregnað, að dveljast í Stokkhólmi. Eigandi verzlunarinnar, sem er góðkunningi hljómsveitarmann- anna, gat ekki veitt stúlkunum neina úrlausn og reyndi að sánn- færa þær um áð þæi hefðu verið gabbaðar. Þær trúðu lionum ekki fyrr en hann hringdi til Halden í Noregi, en þar var hljómsveitin í morgun. Tvær stúlknanna fengu að tala við liljómsveitarmennina í símanum og hrifningin var svo mikil að þær fóru að gráta. Þar sem stúlkurnar voru félaus ar hringdi eigándi verzlunarinnar I hórsku ræðismannsskrifstofuna í Stokkhólmi, en síðan var liaft samband við barnaverndarnefnd- ina sem skyldi útvega stúlkunum mat og peninga til heimferðarinn- ar. En síðdegis í dag höfðu stúlk- urnar ekki haft samband við skrif stofu barnaverndarnefndarinnar og talið er að þær hafi flestar hverjar haldið lielm til Noregs á eigin spýtur. reka mann að ræða að því er seg- ir í síðasta tölublaði norska sjó- mannablaðsins Fiskarcn. 1 ljós kom þó, að hér var um að ræða doríukarl, sem var komina talsvert langt frá móðurskipi sínu. Þarna var að sjálfsögðu ís- hafskuldi, en Portúgalinn illa klæddur, tóbakslaus og því sera næst nestislaus, var þó með lítinn matarbita og víndreitil á flösku. Gáfu Norðmennirnir honum mat og tóbak og hlýjan fatnað, en hann sagði þeim nokkuð frá kjörum sín- um um borð, sem ekki eru beisin. Frá móðurskipinu róa tæplega hundrað doríur, og er einn maður á hverri. Þeir róa á hverjura morgni hvernig sem viðrar og eru Frh. á 15. síðu. 2 3. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.