Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 5
Þjóðern isstefna í Austur - Evrópu TILRAUN valdamannanna í Moskvu til þess að komast að sam komulagi við rúmensku leiðtog- ana, sem íhafa gert uppreisn 'gegn ofurvaldi Rússa, ;hefur valdið sovét leiðtogunum erfiðleikum. í sam- skiptunum við þá bandamenn sína, sem mesta áherzlu hafa lagt á nauðsyn aga í herbúðum komm ánista. Forseti Tékkóslóvakíu, Novotny, Or nýkominn úr vikuheimsókn í Moskvu, þar sem stöðugur orðróm ur var á sveimi um ósamkomulag meðal leiðtoga Austutr-Evrópu meðan hann dvaldist þar. Áreiðan legasta fréttin um þennan orða- sveim er frá fréttaritara Reuters í Moskvu, sem hefur það eftir „áreiðanlegum heimildum“ að Novotny hafi ekki tekizt að fá govétleiðtogana til þess að fall- ast á að haldin verði ráðstefna eeðstu manna Austur-Evrópu, þar sem ræða skuli samræmingu stefn unnar í efnahagsmálum áður en næsta fimm ára ætlun verður sam in. Novotny mun einnig hafa hvatt til nánari sameiningar efnahags Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu og 'lagt til að samstarfsnefnd Aust ur-Evrópu á sviði efnahagsmála, COMECON, yrði fen'gið stærra hlutverk. ★ MILLI STEINS OG SLEGGJU. Hér eru sovézku leiðtogarnir greinilega milli steins og sleggju. Annars vegar hafna rúmensku leið togarnir samræmingu innan COMECON en hins vegar vilja Tékkar aukna samræmingu Ef Tékkar fá ekki vilja sínum fram gengt geta leiðtogar þeirra dregið þá ályktun. að þeir verði að finna svar við vandamálum sínum annars staðar og fjarlægjast Moskvu bæði efnahagslega og stjómmála lega. Fyrr á þessu ári hélt rúmenska flokksmálgagnið ,, S téttabaráltan‘ ‘ uppi hörðum árásum á tékknesku tillöguna um sameiginlega áætl- unargerð í efnahagsmálum. Hægt var að líta á rúmensku greinina sem ásökun þess efnis, að Tékkar vildu halda Rúmenum áfram á stigj vanþróunar í iðnaði, svo að þeir gætu notað sér yfir- burði sína í efnahagsmálum til þess að hagnast á hágrönnum sín um. í greininni sagði, að tékk- nesku tillögunni svipaði til heims kapitalismans ,,þar sem lönd heims valdasinna, sem náð hafa háu þróunarstigi í iðnaði, reyna að þröngva óhagstæðum kjörum upp á þau lönd, sem skemmra eru á veg komin í þróuninni." Rúmenar vísa á bug tilraunum til að knýja fram samræmingu í skipulagningu efnahagsmála því að slíkt mundi !gera þeim löndum, sem lengra eru á veg komin, hærra undir höfði en hinum ef þessu væri fylgt út í æsar. Frá bæjardyrum Tékka séð verður afleiðingin af þeirri stað- reynd, að valdamennirnir í Moskvu beygja sig fyrir kröfum Rúmena og leggja áformin um stranga samræmingu í efnahags- málum á hilluna, sú, að Tékkar fara á mis við pantanir og fjár- festingar erlendis frá, sem þeir telja sig eiga rétt á. Ef ráðamönnum í Prag tekst ekki að bæta þetta tjón innan her búða kommúnista er mjög senni- legt að Tékkar verði að efla tengsl in við lönd, sem eru utan bessara herbúða. Valdamenn í Moskvu geta haft ástæðu til að óttast, að i kjöl far slíkrar þróunar fylgi stórt skref í átt að auknu pólitísku sjálf stæði eins og þegar hefur átt sér stað hvað Rúmena varðar, Moskva gæti stuðlað að því að koma i veg fyrir slíka þróun mála ef Tékkum væru tryggðar veru- lega miklar pantanir til langs tíma í iðnaði þeirra frá Sovétríkj unum. ' ★ FÓRN FYRIR ALLA En ef pantanirnar eru nógu miklar til þess að Tékkar geti gert sig ánægða með þær kann þetta að hafa það í för með sér, að Rúss- ar sjái sér ekki fært að panta eins mikið magn hjá hinum aðild arríkjum COMECON, en þau ■hafa einnig mikinn áhuga á að efla iðnað sinn. Nauðsynlegt kynni jafnvel að reynast að draga úr nauðsynlegum framkvæmdum í Sovétríkjunum sj'álfum. Bezta lausnin virðist enn vera isú, að gerð verði sameiginleg á- ætlun, sem skipti möguleikum á sviði iðnaðar milli landanna á þann hátt, að tryggð verði sem ódýrust vara og sem bezt vöru- gæði er verði öllum til góðs. En með þessu yrði þeim lönd- um, sem nú þegar búa við tiltölu- lega velsæld, aftur gert hærra und ir höfði en fátækari löndunum, sem yrðu gerð fátækari samanbor ið við' hin. Þannig lokast vita- hrin'gurinn. Ef þessi skipan mála yrði knú- in fram yrði afleiðingin ef til vill sú, að Rúmenía segði sig úr austurblökkinni, og önnur „þróun arlönd“ eins og Búlgaría fengju tækifæri tii að fara að dæmi Rúm eníu. Bezta lausnin finnst því senni- Framhald á 15. síðu. TIL SÖLU Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla 14 er til sýnis cg sölu Willys Jeppi 1946 í mjög góðu standi. Upp- lýsingar á staðnum. Tilboð sendist Skiila Sveinssyni, varðstjóra, fyrir 8. október nk. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 1. október 1965. Skrifstofur vorar málningarverksmiðja og verzlanir verða lok aðar mánudaginn 4. október frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar Kristjáns Ásgeirssonar, fyrrum iverzlunarstjóra á FJateyri. Slippfélagið í Reykjavík hf. Innheimfudeild Útvegsbanka Islands Er flutt í ný húsakynni á 2. hæð húss bankans við Austurstræti. Úfvegsba^ki íslands. Dansnámskeið Námskeið í gömlu dönsunum, byrjenda og framhaldsflokk- ar hefjast mánudaginn 4. október, í Alþýðuhúsinu vjð Hverfisgötu. Einnig námskeið í þjóðdönsum. Námskeið í þjóðdönsum og gömlu dönsunum hefjast þriðjudaginn 5. október að Fríkirkjuvegi 11. Innritun og upplýsingar í síma félagsins 12507. ÁSGEIR ÁGÚSTSSON, oddviti í Stykkishólmi, er umboðsmaður Alþýðublaðsins þar. Dóttir Ih'ans, Guðbjörg Elín, 12 ára, ann aist útburðinn. Þau eiga heima að Tanigagötu 8 og hafa símanúmer 95. Verið er að byggja dráttarbraut í Stykkishólmi, og eru miklar von ir bundnar við þá framkvæmd og búizt við, að þær hafi úrslitaþýð ingu á framtíð bæjarins sem iðn aðarsmiðstöðvar, sem veiti þjón- ustu vaxandi bátaflota við Nesið og annars staðar. Byrjað var lítil- iega á verkinu árið 1962 en af fullum krafti á þessu sumri Bú- izt er við, að dráttarbrautin verði tckin í uotkun nú í haust. Mann virkið kostar 15 — 16 milljónir ikróna. Útgerð ihefur genigið vel frá Stykkishólmi í sumar, mi'kill afli hefur verið á handfæri, handfæra veiðar stunduðu á tímabili um 60 — 70 imienn. Tvö fi'skaðgerðarhúis eru í smíðum og verður annað þeirra í senn, sláturhús og er í eigu Kaupfélags Stykkishólms. Sextán íbúðarhús eru í smíðum í Stykk- ishólmi, þá er verið að byggja póst- o|g símahús. Sjálfvirkur sími verður tékinn upp á næsta ári. Á vegum Landsímans hafa verið á ferðinni menn við mælingar vegna fyrirhugaðrar endurvarpsstöðvar sjónvarps hér um slóðir. Endurskráninigu Amtsbökasafns ins er nú senn að Ijúka, og er fyr irhugað að opna það til útlána í nýju og vistlegu húsi innan skamms. Sitthvað fleira mætti segja í fréttum frá Stykkishólmi, segir Ásgeir Ágústsson, atvinna er blómstrandi og ferðamannastraum urinn er drjúgur. Sumarhótelið, sem 'hér er starfrækt í húsakynn um heimavistar miðskólans. laðar að ferðafólkið, enda rekið af mynd arskap. Það mun hafa verið full skipað flestar nætur allt sumarið og mikil greiðasala um helgar. ÁSGEIR ÁGÚSTSSON ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. okt. 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.