Alþýðublaðið - 12.11.1965, Side 4

Alþýðublaðið - 12.11.1965, Side 4
Bltstjórai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. - Rltstjórnarfull- trúl: Eiður Guönason. — Símars 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. ASsetur: Alþýöuhúsiö vlö Hverfisgötu, Reykjavík. — PrcntsmiSja Alþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakiO. Otgefaudl: AlþýSuflokkurinn. Ósæmileg árás RÁÐSTÖFON dómsmál'aráðherra á embætti sýslumannsins í Hafnarfirði hefur vakið mikla mót- anælaöldu. Alþýðublaðið hefur þegar upplýst, að sjálfstæðismenn réðu þessu máli eins og raun ber vitni, þrátt fyrir andstöðu Aiþýðufiókksinís. Þeir hljóta því að vera viðbúnir þeim afleiðingum, að mál þetta verði ekki til að styrkja stjórnarsamstarf ; ið, en ef til vill skiptir það þá ekki máli í samanburði ^við ímyndaðan flokkslegan ávinnrng í Hafnarfirði. Margir hafa orðið til þess að mótmæla þeirri ráð stöfun að reka Björn Sveinbjörnsson úr starfi, sem hann hefur gegnt með sóma í tæpan áratug. Þeirra á meðal eru samstarfsmenn Björns, og er Jón Finns- son í þeim hópi. í gær birtist í Morgunblaðinu svargrein Sjálf- : stiæðisflokksins við móímælum Jóns Finnssonar. Það i er fólsleg árás, ekki á Jón, sem vel getur staðið fyrir sínu ináli, heldur á föður hans, sem er látinn fyrir mjörgum ámm. Verður nú ekki betur séð en að fram- -koma sjálfstæðismanna í þessu máli eigi að vera hefnd fyrir það, að Finnur Jónsson skipaði Guðmund > I. Guðmundsson í sýslumannsembættið fyrir tuttugu ! árum. { Morgunblaðið ræðst með dylgjum að Jóni Finns- ’syni út af því. að faðir hans hafi 1945 skipað sýslu- ;mann í Hafnarfirði án þess að auglýsa embættið. Ekki getur Morgunblaðið þess, að þá var ráðherra ekki skyldur til að auglýsa embætti, en sú skylda • var lögfest 1954. Voru fjöldamörg dæmi þess á þeim árum, að embætti væru ekki auglýst. Er óþarfi fyrir Morgunblaðið að ráðast á ungan mann með dylgjum um verk föður hans, þegar svo stendur á, sem hér hefur verið greint. Þessi árás Morgunblaðsins er því ósæmileg með öllu. Jón Finnsson sagði, að embættisveitingin í Hafn arfirði væri einsdæmi. Þau ummæli standa óhögguð, :þar til Morgunblaðið nefnir annað dæmi þess, að manni hafi verið vikið úr starfi, sem hann hefur gegnt í hálft tíunda ár, eins og Birni Sveinbjörnssyni hefur nú verið vikið frá í Hafnarfirði. Þetta er kjarni Imálsins, sein alþýða manna sér og skilur. Morgun- blaðið getur sízt af öllu bætt málstað sinn með því að ráðast á löngu látna ráðherra, jafnvel þótt þeir séu skyldir þcim, sem um þetta mál skrifa. Að lokum þetta: Morgunblaðið gefur í skyn, að embættisveiting Finns Jónssonar fyrir tuttugu ár- |um hafi verið að einhverju leyti vafasöm, sem hún !var ekki. Ef Finnur hefði haft hangt við — væri það jnokkur afsökun fyrír atferli sjálfstæðisflokksráð- herra í dag? 4 12. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0<>0<><><><><><>0<><><><><><X><><><><><><><><><><><><X><5 ■jt Saga um eyöilagSan kjól. tV Eru efnalaugar ábyrgSarlausar. jr MaSur á móti verkfalli. Bréf um verkfallsrétt opinberra starfsmanna. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO J. H. G. SKRIFAR: „Útvarpser indi Sveins Ásgeirssonar um liags munamál og réttarstöðu neytenda á íslandi gagnvart framleiðendum og seljendum var orð í tíma talað Þó að Sveinn talaði enga tæpi tungu í þessu erindi, var þó hvergi ofsögum sagt af því elgera varn arleysi sem neytendur mega yfir- leitt búa við í viðskiptum sínum við siðlausa seljendur vöru og þjón, ustu. SVEINN MINNTIST meðal ann ars á efnalaugarnar og gat þess að flestar þeirra hefðu fyrir frum kvæði Neytendasamtakanna stofn að til matsnefndar með fulltrúum frá neytendum, og afgreiddi sú nefnd þau klögumál, er henni bær ust, þgflnig að til fyrirmyndar væri fyrir aðrar greinar viðskiptalífs- ins. EN ÞVÍ MIÐUR eru ekki allar efnalaugarnar í þessari samvinnu nefnd, og hefur dóttir mín fengið að kenna á því og þá kannski fyrst og fremst fyrir þá sök að henni var ókunnugt um, að varast þyrfti viðskipti við viss fyrirtæki slíkrar tegundar. SÚ SAGA er á þessa leið: ,,Á síðasta sumri fór hún með bezta kjólinn sinn í efnalaugina Glæsi Það er ef til vill aukaatriði í mál inu að þetta var hennar uppáhalds kjóll, ljós, og handmálaður og nokkuð dýr á almennan mæli- kvarða, og hafði hún unnið sér fyrir honum í „skítverkum“ þjóð félagsins. NÚ KEMUR HÚN á sínum tíma sækir kjólinn og fer með heim í þeirri góðu trú að hún hafi feng ið glæslega þjónustu. En þegar til kemur er kjóílinn verri í út liti en fyrir för sína í efnalaug ina og rifinn á einum stað ofan í kaupið. í HÁLFAN MÁNUÐ reyndi stúlkan að ná sambandi við for- stjórann, unz það að lokum tókst. Hann sagði henni að koma með kjólinn, skyldi hann athuga mál ið og hafa samband við hana að því loknu. Svo líða nærri tveir mánuðir. Ekkert hljóð heyrist úr liorni forstjórans og fer þá stúlk an á fund hans á ný. Kjóllinn lá bar óhreyfður með sömu ummerkium og áður, og forstiór'nn kvaðst ekkert geta gert í málinu. Hann gerði ekki minnstu tilraun til að komast að samkomu lagi eða bjóða bætur f.vrir evði leggingu á flík:nni — ekki einu sinni. að hann bvði endurgreiðslu á „hreinsunargialdinu". Þeear stúlkan kvaðst bá fara með bessi mála'ok til Nevtendasamtakanna. svaraði forstióri: „Já, það skuluð þér bara gera.“ NEYTENDASAMTÖKIN gát.U hinsvegar ekkert, aðhafst í málinu þar sem bessi efnalaug væri ekki í áðurnefndri samstarfsnefnd. Og þar við situr. Þetta er eitt af bús undum dæma um varnarleysi grandalausra neytenda. REYNDUR SKRIFAR: „Ég vona að þú takip þetta greinarkorn til birtingar Hannes minn: Frumvarp hefur verið flutt á Alþingi þar sem bann á verkfalli opinberra starfs manna skuli afnumið. Vil ég nú skýra viðhorf mitt til þessa máls að nokkru. Á fyrsta þingi opin berra starfsmanna var ég einn af fulltrúum Reykjavíkur. Þar lét stjórnin útbýta skjali nokkru með al fulltrúa, sem í birtist hugmynd um verkfall starfsmanna og hvern ig það skyldi framkvæmt. Þar. stóð I að ekki mættu allir starfsmenn fara í verkfall, svo sem læknar, hjúkrunarkonur, slökkviliðsmenn og ef til vill fleiri, og áttu þeir, sem liéldu áfram starfi sínu að láta af hendi helming launa sinna til þeirra er í verkfallinu stæðu. Ekki var hugmynd þessi tekin til formlegrar umræðu á þinginu, en ég kvaddi mér hljóðs utan dag skrár í þinglok, og mælti á þessa leið. EF FRAMKVÆMA skal það sem útbýtt skjal inniheldur tel ég að fengizt hafi nægilega öflug sprengja til að sprengja félags skapinn. Eigi var ég þó spurður hvernig það mætti verða. SKYLDU MARGIR starfandi manna vera hrifnir af því, að af henda helminginn af launum sín um í liendur þeirra, sem ekkert störfuðu? Það er líkast því, að þeir, sem skjalfestu hugmynd þessa hafi verið fávitar. Fullkom ið frelsi er mjög Lofað af mörg um þeim, er ekki geta gert sér grein fyrir afleiðingum af mis- brúkun þess. Hvernig yrðu t.d. a£ leiðingar af fullkomnu frelsi í um ferðarmálum?. Læknar og prestar hefðu þá sennilega nóg að stassfa. VERKFALLSVEITING er í eðli sínu kúgun, sem stundum getur verið réttlætanleg líkt og þegar svangur maður stelur sér matar bita, ef ekki er annars kostur. Það telst tæplega réttlátt að hálauna menn haldi uppi verkfalli, sem þeir geta þolað vandræðalaust. Slíkt getur vart tal'zt vítalaus hátt semi. Ég tel að setja þurfi lög um takmörkun á lengd á verkfallstíma án sekta, er fari yfir launahæð þeirra er í verkfalli standa. Stytzt ur tími yrði hjá þeim hæst laun uðu, en lengstur tími hiá þeim, er lægst launin hefðu.: Ég er al gerlega andvígur verkfallsrétti op inberra starfsmanna sökum þeirra afleiðinga, er af slíku gætu leitt ef ábyrgir múgæsingamenn ættu þar hlut að máli. Ég tel að opin berir starfsmenn eigi meiri ítök í löggjafarvaldinu sér t'l hagsbóta en nokkrir aðrir launþegar, ef þeir haga sér á réttan hátt. Ég hygg, að fæstir, sem kæmu til með að sitja í ríkisstjórn væru hrifnir af verk fallsrétti opinberra starfsmanna." ÞETTA SEGIR sá reyndi mað ur og geta menn liaft þá skoðun á erindi hans. sem þeir vilja. Hannes á horninu. Tilkynning um útboð Útboðslýsing á rafölum fyrir Búrfellsvirkjun í Þjórsá verður afhent væntanlegum bjóðendum að kostnaðar- Jausu á skrifstofu Landsvirkjunar eftir 6. des. n.k. Tilboða mun óskað í tvo riðstraumsrafala 'á lóðréttum ás, sem hvor um sig skal vera um 40.000 kVA með fas- viksstuðul 0,9 og 300 sn/mín. Einnig mun áskilinn rétt- ur til kaupa á einum itil fjórum eins rafölum til viðbótar ásamt búnaði og varahlutum. Gert mun verða að skilyrði, að Ihver bjóðandi sendi með tilboði isínu fullnægjandi upplýsingar um tæknilega og fjárhagslega liæfni sína til að standa til fullnustu við samninga. Krafizt verður að bjóðandi ,hafi kannað og framieitt einn eða fleiri rafala, sem ekki eru minni hver um sig en 45. 000 kVA að málraun, og að rafalarnir hafi verið í notk- un með góðum árangri ekki skemur en 2 ár, þegar tilboði er skilað. Tekið verður við innsigluðum tilboðum í skrifstofu Lands- virkjunar, Laugavegi 116, Reykjavík, fram til kl. 14:00 þann 11. marz 1966. Reykjavík 12. 11. 1956 LANDSVIRKJUN. Auglýsingasíminn er 14906

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.