Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 5
5!X>0000000000000000000000< OOöOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Stefán Júlíusson: Frieðsluyfirvöld ríkis og höf• uöborgar ættu að gera einn gagnfræðaskólann í Reykjavík að hreinum tilraunaskóla. — Þetta er orðið svo aðkallandi mál, að ekki má dragast úr hömlu öllu lengur að undirbúa framkvæmd þess. Áður var það kölluð almenn alþýðumenntun, að sem flest- ir þjóðfélagsþegnarnir gengju í barnaskóla, þ. e. lærðu að lesa, skrifa og reikna nokkurn vegin sómasamlega. Nú hefur almenn alþýðumenntun með breyttum þjóðfélagsháttum og vinnubrögðum færzt -í það horf, að hún verður metin og vegin eftir því, hve margir unglingar fá lærdóms- og starfs þjálfun í skólum. Gagnfræða- skólinn er hins vegar enn þá að meira eða minna leyti i viðj- um þess skipulags, þegar tak- markaður fjöldi unglinga leit- aði sérr framhaldsmenntunar eftir barnaskólanám. Þess vegna er ærin nauðsyn til þess, að til sé í landinu skóla- stofnun, sem hafi það hlutverk beinlínis með höndum að leiða í Ijós með markvissum rann- sóknum og kennslutilraunum, hvaða námsefni, kennsluaðferð- ir og lærdómshættir henti ung- lingum á margvíslegu getu og hæfileikastigi. Þegar 90—100 % unglinga ætla sér gagn- fræðanám, er ekki nema eðli- legt, að hefðbundnar skóla- stnfnanir, sem miðaðar voru við allt aðr'ar aðstæður, verði stundum í vandræðum með verkefni sitt. Það stoðar lítt, þótt lengdur sé námstlmi hinna óbóknæmu, ef kennslu- aðferðir eru eigi að síður mið- aðar við bóknámsnemendur. Að sjálfsögðu yrði tilrauna- gagnfræðaskólinn að hafa á að skipa sérmenntuðum möjmum og aðgang að sálfræði- og upp- eldisfræðistofnunum. Sú reyn- sla, sem í honum fengist, ætti að renna stoðum undir betri vinnubrögð í hinum almenna gagnfræðaskóla. Þar ætti að fást úr því skorið, hvaða náms- efni væri leggjandi á unglinga með vissa greindarvísitölu, og hvaða þjálfun í skóla væri hæfi- leg hinum tregari nemendum. En jafnframt mætti þar fá nokkra vitneskju um það, hvort unnt. væri að stytta náms tímann til stúdentsprófs með breyttum kennsluháttum og öðrum aðferðum en nú tíðk- ast. Slíkur tilraunaskóli ætti og að hafa það verkefni með höndum að kanna til nokkurr- ar hlítar, hvers konar skóla- húsnæði væri heppilegast, þeg- ar margs konar þjálfun, sem áður fór fram á heimilum og á vinnumarkaði, er nú sem óðast að færast inn fyrir.skóla- veggina. Engin vissa er fyrir því, að húsnæði fyrir gagn- fræðaskóla framtíðarinnar, þar sem „gagnfræðin” verða sífellt fjölbreyttari, sé á allan hátt svipað því skólabyggingaformi, sem nú tíðkast. Þótt mikil sé þörfin á til- raunaskólanum, má samt ekki rasa um ráð fram við stofnun hans. Leita þarf að vel hæfum mönnum til að starfa við hann, og þeir þurfa að kynna sér sams konar stofnanir erlendis, þar sem þeim hefur verið kom- ið á fót. Þeir þurfa að kunna að velja og hafna. En þar sem þessi skóli á að koma íslenzk- um nemendum að gagni í fram- tíðinni, verður að sjálfsögðu að miða hlutverk hans, starf- semi og vinnubrögð við ís- lenzkar aðstæður. Hér hefur verið drepið á þetta mál í örfáum orðum. En bersýnilegt virðist, að eins og góð alþýðumenntun byggðist á góðum barnaskólum áður fyrr, mun alþýðumenntun í fram- tíðinni byggjast á framhalds- skólunum. Þess vegna verður að hyggja þar vel að öllu og láta ekki reka á reiðanum, ef þjóðin á ekki að standa í stað í þessum efnum. Tilraunaskóli er nauðsynlegur. Ekki þarf neinar hástemmdar yfirlýsing- ar og margháttað fjas um end urskoðun alls skólakerfisins til að hrinda þessu í framkvæmd. Hér þarf aðeins vilja og fram- talcssemi. KK>0000000000000000000000>000000000000000<X>000000<00000000000000000000000000000000,0 Gífurlegt úrval leikfanga og gjafavara komið ÞESSI STÓRI VÖRUBÍLL er allur úr þykku boddýstáli, soðinn saman, lengd 55 cm. hæð 20 cm. — en kostar þó aðeins í smásölu kr. 230,00. SAUMAVÉL sem raunverulega er hægt að sauma á. Glæsilegasta jólagjöf fyrir telpur sem völ er á. Smásöluverð aðeins kr. 295,00. UPPBLÁSIN GÚMMÍDÝR með skinnáierð. Mjög sterk. Smásöluverð: Kr. 55,00. RAFMAGNSBÍLABRAUT. Stærð: 130 cm., lengd og breidd 66 cm. Verð kr. 975.00. PÝRAMÍDAR. — Þetta leikfang' þjálfar atliyglisgáfu bamsins. Þrjár stærffir. Smásöluverff: Kr. 29.00, 37.00 og 66.00. — VELTIKERLING, sem segir segir GLING! GLÓ! Sérstakiega skemmtilegt leikfang. Smásöluv.: kr. 82,00. INGVAR HELGASON, heildverzlun Tryggvagötu 8. — Sími 19655. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. nóv. 1965 $ 'OOOOOO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.