Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 16
REYKJAVÍK er orðin stórborg, | en þó ekki nógu mikil stórborg | til þess að augnabliks rafmagns- leysi geri henni gramt í geði. Menn eru líka vanari slíkum fyr- irbrigðum hér í henni Stór-Reykja vík heldur en í henni Nýjorkinni, því að eins og allir vita má ekki koma ofurlítið frost og hraglandi, án þess að Sogsvirkjunin fari úr sambandi Kallinn keypti Encykloped iu fyrir fjórtán þúsund kall og það fyrsta sem hann sló upp á var orðið Encykloped ia> til að vita hvað það þýddi. .... Þegar ég Iít yfir farinn veg á ævi minni, verð ég að segja að mér þykir mjög vænt um Reykvíkinga, þótt ég liafi ; stundum þurft \að lumbra á allstórum hluta þeirra. . . Morgunblaðið. Það gerist sem sagt ekkert sér- sakt í slíku tilfelli, utan skóla- krakkar reka upp gleðióp, ef raf- magnið fer í grálýsi morguns- ins ellegar einhverjir fuliir pípu- hattar verða hræddir, ef lyftan á Hótel Sögu stöðvast á milli hæða Auðvitað stafar sú hræðsla þeirra ekki af því, að þeir séu lokaðir innan fjögurra veggja, heldur af hinu, að það slokknar á rafmagn- J inu í sálartetrinu þeirra, — renn- i ur af þeim. Jú, reyndar gæti sitthvað al- varlegt gerzt í rafmagnsleysi hér í Reykjavík, þótt ekki hafi neinn haft spurnir af því enn þá, og er vert að geta þess, þrátt fyrir það sem á undan er sagt. Sérhverja hættu ber að sjá fyrir og barna brunninn áður en byrgið er dottið I ofan í, eins og almannavarna- nefndin hefur margoft bent á. Til að mynda gæti maður verið staddur í Austurstræti og staðið þar fyrir utan kjörbúð SÍS og átt að kaupa hrossabjúgur í matinn fyrir kerlinguna, — og hímt þar fyrir luktum dyrum, því að hurð- in ku opnast og lokast fyrir raf- magni. Öllu verra væri þó, ef mað- ur væri þegar kominn inn, en ætti þess ekki kost að komast þaðan út aftur nema maður lof aði kannske að ganga í Framsókn- arflokkinn og yrði þá fyrir náð hlevpt út um kjallaragluggann. Það eru sem sagt mörg vítin að varast í hinni rafmagnslausu veröld og er þó enn ótalið, það sem mestu máli skiftir: Þegar rafmagnið fer, stöðvast tíminn, sem skáldin hafa glímt við í þús- f js Lögregluradar Ef kerlingin lemur karlinn og krakkarnir bregða á leik, er okkar ágæta lögga óðar farin á kreik. Og hafir þú of mikinn hraða og hemlír ekki við „Stanz“, þá kemur löggan með kæru og keyrir þig uppi með glans. 1 I Ef hallastu upp að húsvegg til að hrcssa upp á líkamanu, löggan þér ómjúk ekur óðar í kjallarann. • 1 ; i1 ?! Varastu vondan lifnað, vinur og bróðir minn. Það sést gegnum liolt og hæðir, ef horft er í radarinn. Kankvís. Svona lítur Reykjavík út þegar rafmagnið bílar und ár. Því að nú á dögum ganga allar klukkur fyrir rafmagni nema dómkirkjuklukkan. Hana trekkir maður nokkur upp öðru hverju og fer í Naustið með frúna í hvert skifti se'm klukkunni er flýtt eða seinkað, eins og Morg- unblaðið liefur .mikillega skýrt frá. . . _ . ....... . Verst staddir af ölium. má. þó hugsa sér að þeir veslings menn séu, sem ganga í hús borgarinnar og eru að rukka með hávaða og látum fyrir rafmagnið,^'—- ein- mitt þegar það fer ...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.