Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 7
ra í GÖMLU ALMANAKI frá ár- j inu 1902 sáum við, á lista yfir það 1 helzta, sem gerzt liafði á þeirri öld, sem þá var nýliðin, — að fyrsta saumavélin er talin hafa komið hingað til lands árið 1865. Ef þetta ártal er rétt, mundi 100 ára afmæli saumavélarinnar á ís- landi einmitt vera á þessu herr- ans ári — 1965. Sumum finnst þetta ártal þó fremur ósennilegt, því að sauma- vélar eru þá svo tiltölulega ný- komnar til sögunnar og íslending- ar lítið farnir að fylgjast með tækninni, að því er við bezt vit- um. Það mun hafa verið 1828, að Heilmann nokkur frá Miihlhausen j fann upp svonefnda flatsaumavél, ' en árið 1841 endurbætir annar Þjóðverji hana. Sá hér Rittmeyer og kenndi sig við St. Galles. Árið 1846 smíðar svo AmeiVc- aninn Elías Howe fyrstu nothæfu saumavélina og styðst hann þá við tilraunir margra hugvitsmanna, sem glímt hafa við að smíða verk- færi þetta. En Elías þessi fann samt sjálfur upp nálina með aug- anu á oddinum, sem enn þann dag í dag er notuð í saumavélatækn- inni. Vélfræðingur að nafni Hermann frá Trogen finnur svo upp árið 1865 keðjuspors saumavél, sem við erum ekki færir um að lýsa nánar, og árið eftir er Antonie saumcrvéiin er eínmitt fyrir ungu frúna ★ JANOME er falleg ★ JANOME er vönduð ★ JANOME er ódýrust ★ JANOME er með innbyggðu vinnuljósi. ★ og það sem meira er. — JANOME er sjálfvirk zig-zag saumavél, framleidd í Japan >af dverghög- um mön'num. JANOME saumavélin er nú seld til 62 landa cg allsstaðar orðið vinsælust. — JANOME er saumavélin, sem unga frúin óskar sér helzt. — ★ — Æskan er hagsýn og veit hvað hún vill — hún velur JANOME. — ★ — JANOME saitmavélin er fyrirliggjandi. JANOME saumavélin kostar kr. 6.650,- (með 4ra tíma ókeypis kennslu). i búinn að smíða saumavél, sem hefur forystu í saumavélaheimin- um á þeim tíma, því að hún get- ur saumað 1800 spor á mínútu. Eftir þetta hefur saumavélin smám saman þróast í þá mynd, sem hún er í nú á dögum; hefur alltaf orðið fullkomnari og full- komnari. Þannig er saga saumavélarinn- ar í stuttu máli. í þeirri von, að nú væru liðin 100 ár frá því að sú fyrsta hinna bráðnauðsynlegu saumavéla kom til landsins, ákváðum við að reyna að grennslast nánar fyrir um það mál; reyna að komast að því, hver hefði fengið liana, hvort hún hefði komið til höfuðstaðarins, eða annarra staða, og jafnvel hvar þessi merkilega saumavél væri nú niðurkomin. — En slíkt er hæg- ara sagt en gert eftir 100 ár. Önnur saumavélin? í Þjóðminjasafninu náðum við tali af Gísla Gestssyni, safnverði, og sagði hann þar vera nokkrar saumavélar mjög gamlar og væri ein þeirra talin vera önnur sauma vélin, sem til landsins kom. Þá vél átti Águsta Svendsen og fékk hún hana einhvern tíma á árunum 1860 og 70, en vélin er ensk'. Ein vél er í safninu, en hún kom til íslands árið 1867 og var í eigu Jósefínu Thorarensen. — í skjölum Þjóðminjasafnsins er að finna smákafla um saumavélar, sem Sigurður Guðmundsson mál- ari, mun hafa skráð, en þar er m. a. þessi setning: „Sumir segja, að Anna Breiðfjörð, fædd Hákon- sen, hafi fengið fyrstu vél, sem hingað kom.” Ein gömul í Eyjum Einhver sagðist vita af mjög gömlum saumavélum í byggða- safninu í Vestmannaeyjum og í þeim tilgangi að fá upplýsingar um þær, höfðum við tal af Þor- steini Víglundssyni í Vestmanna- eyjum, en hann er manna kunn- ugastur safninu. — Það er nú allt horfið héðan af jörðinni það fólk, sem átti fyrstu saumavélarnar hér, sagði Þorsteinn. Ég býst við að danski kaupmaðurinn sem var hér um miðja síðustu öld, hafi flutt þær hingað til lands, en hann hét Bryde. Ilann verzlaði yfirleitt með allt, sem Eyjabúar þörfnuðust í þá daga. — Við höfum hérna í safninu mjög gamla vél, og það getur svo sem vel verið, að hún sé sú fyrsta, sem til landsins kom, — það er ekki útilokað. Þegar við spurðum um aldur saumavélarinnar, gaf Þorsteinn þær upplýsingar, að eftir því sem hann bezt vissi, liafi sú heitið Karólíná, sem þessa vél átti hvað lengst, og hafi hún verið vinnu- kona hjá Þórstelni Eyjajarli, en hann hafi verið læknir í Vest- mahnaeyjum frá 1865 til 1905, og auk þess gegnt ýmsum trúnaðar- störfum, m. a. verið oddviti á staðnum. Þorsteinn Vígiundsson kvað maskínu þessa vera mjög gamal- lega, en þó væri mögulegt að sauma á hana enn. Hún væri málm smíði og eins og gamlar vélar, hún var vinnukona hjá læknis- frúnni, sem hét Matthildur og var móðursystir Karólínu. Lækn- isfrúin hafði fyrst fengið vélina, en vildi helzt ekki sauma á hana og þess vegna var það, að áður- nefnd Karólína varð fyrsta kona 1 Texti og myndir-. Ólafur Ragnarsson mmmmmnmmtemmmmmmmMtgmmBmammmBBammmamKammBmmmmsmammmmmBaf handsnúin. Á yngri vélum, sagði hann, að yfirleitt væri gert ráð fyrir þeim möguleika að hægt væri að setja á þær reim, til þess að koma gangverkinu í samband við fótstigið á þeim. Þegar liér var komið sögu, reis upp sú spurning, hvenær neínd Karólína hafi verið í vist hjá Þorsteini lækni, og einnig, hvort einhver hefði átt saumavélina á undan henni. Til þess að fá úr því skorið benti hann okkur á að hafa samband við dóttur Karólínu, sem búsett væri í Eyj- um og héti Kristín Jónsdóttir. Það tókst, og sagði Kristín, að móðir sín hefði verið 25 ára, er Eyjum. sem saumaði á saumavél- ina. En þegar Kristín Jónsdóttir sagði, að móðir sín hefði fæðzt árið 1856, var útilokað, að þessi margnefnda saumavél hefði verið sú fyrsta, sem til landsins kom. Það var ekki fyrr en árið 1881, sem Karólína var hjá Iæknis- frúnni því að það ár var hún 25 ára og það ár kom líka sauma- maskinan til landsins. Kostaði 45 ríkisdali Jóhann Gunnar Ólafsson bæjar- fógeti og sýslumaður á ísafirði, Framhald á næstu síðu. YOUTH saumavélarnar hafa reynzf sérlega vel. Sjálfvirk hnappagatastilling 60 mismunandi mynsturspor og sjálfvirltt Zig-Zag. íslenzkur leiðarvísir. Kennsla innifalin. — 6 mánaða ábyrgð. Fullkomin varahlutaþjónusta. Verð kr. 4995.- Ódýrustu sjálfvirku saumavélarnar á markaðnum. Miklatorgi — Lækjargötu 4. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. nóv. 1965 J ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.