Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 8
KOM HÚN HINGAÐ FYRIR100 ÁRUM? tjáði okkur, þegar við ræddum við hann, að í byggðasafninu á ísa- firði væru margar gamlar sauma- vélar, bæði handsnúnar og fót- stignar. Það þarf enginn að vera í vafa um aldur einnar þeirra, því að henni fylgir innkaupareikn- ingur, sem sannar það, að vélin er keypt í Danmörku og hefur í sinni tíð kostað 45 ríkisdali, sem verið hefur geysimikið í þá daga. Jóhann Gunnar taldi, að kýrverð hefði verið um 20 ríkisdalir og mundi verðið því sennilega sam- svara milli 20 og 30 þús. króna í dag. Áreiðanlega er þetta ein elzta vélin þarna. Sýslumaðurinn sagði vélina vera m.iög einfaida að allri gerð en það væri sérstakt við hana, að hún væri fótstigin. Vélin væri þýzk smíði og hefði verið keypt handa konu Torfa Halldórssonar á Flateyri, en á innkaupareikn- ingnum stæði ártalið 1870. Ekki var því þarna fundin elzta sauma- vélin á landinu. Vakti mikla athygli Hér í Reykjavík er viðgerðar- verkstæði, þar sem gert er við ýmis konar tæki, þar á meðal saumavélar. Sá, sem stjórnar því fyrirtæki heitir Baldvin, og hefur hann farið höndum um margar saumamaskínur um dagana, mis- gamlar. Sagði hann, að sú kona, sem átt hefði elztu vél er hann hefði séð, hafi verið Þuríður Lange. Vél þessi hafði ver- ið handsnúin, mjög forn- fáleg og faldi Baldvin að hún væri enn þá til hjá dóttur Lange hjónanna, frú Thyru Loftsson tannlækni. Þetta \reyndist rétt vera og sagði Thyra Loftsson, að amma sín hefði átt saumavélina á und- an móður sinni. Hún hefði búið að Spákonufelli á Skagaströnd og hafi sér verið sagt, að gripurinn hafi vakið mikla athygli þar í sveit, þegar hann kom þangað. Fólk hefði þá sagt, að óhætt væri að senda allt, sem sauma þyrfti í maskínuna á Spákonufelli, því að það væri leikur einn að sauma hvað sem væri i henni. Tyra Loftsson sagðist vera búin að pakka vélinni inn ásamt öðru gömlu dóti, sem ætti að fara á minjasafn, sem verið væri að koma upp í Reykjaskóla. Þá kom að því, að grafa upp, hvenær það myndi hafa verið, sem amman fékk þessa forláta vél. Kom í ljós að hún v»r fædd árið 1844, en hæpið er, að hún hafi fengið vélina fyrr en éftir að hún giltist, en þá var hún 26 ára, árið 1870. Það hlaut ein- hver saumavél að hafa komið hingáð tíl lands á undan þessari, en þyí var enn ósvarað, hvaða kona hafði eignazt þann kjörgrip. Var það prestsdóttirin? Svo var það, að við hringdum í Óskar Clausen rithöfund, því að hann er manna fróðastur um allt, sem gamalt er, og spurðum hvort hann gæti sagt okkur, hver það mundi hafa verið, sem keypti fyrstu saumavélina hingað til til lands. Það stóð ekki á svarinu hjá Óskari: — Jú, það var dóttir séra Jóns á Möðruíciii, sem flutti inn fyrstu saumavélina. Þessi prestsdóttir hét' Álfheiður Jónsdóttir og var formóðír Jóns biskups Helgason- ar (Hálfdánarsonar), og ég myndi halda, að þetta liafi verið milli 1830 og 1840. — Heldurðu að það sé svo snemma á öldinni? Við höfurh liér gamalt almanak, þar sem sagt er, að íyrsta saumavélin hafi komið híngað til lands árið 1865. — Nei, það er áreiðanldga vit- leysa, því að ég held að hún hafi verið komin þá. Um miðja öldina var Ólafur í Ási alþingismaður Skagfírðínga og hann flutti bæði inn saumavél og prjónavél. Þetta þótti þá mikil nýlunda, en ég man nú ekki, hvað prjónavélin prjón- aði á við marga karlmenn. Svo var það maddama Sívertsen, ekkja Sigurðar Sívertsen, sem var son- Vanti yður saumavél, jbd vefjið ELNA Supermatic er fullkoinlega sjálfvirk saumavél, sem saumar meðal annars þrenns konar húllsaum auk margs konar skrautsaums algjörlega sjálfvirkt. Einnig er hægt að sauma blindsaum, fellingasaiun (bisalek), varpsaum, bótasaum, rúllaða falda, flatsaum, hjnappagöt o. m. fl. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Fullkomið viðgerðarverkstæði. ELNA er saumavélin, sem allar húsmæð- ur þurfa að eignast. Heildverzlun Árna Jónssonar hf . Aðalstræti 7, Rvík. Singer 431 Frá 1851 til 1965 Ávallt á undan. Nú með hallandi nál og keðjuspori. VERÐ KR. 9.570.— Sölustaðir: S. í. S. Austurstræti (T?. Hafnarst ræti og kaupfélögum víða um land. Véladeild SÍS, Ármúla 3. 8 12. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.