Alþýðublaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 3
SEXTUGUR í DAG: Þórarinn Björnsson, skólameisfari á Akureyri Árin líða, ekki virðist mér nema svipstund, síðan við kennarar í Menntaskólanum á Akureyri sam- fögnuðum skólameistara okkar á fimmtugsafmæli hans og nú í dag er hann orðinn sextugur. Ef til vill hefur gráu hárunum í höfði hans fjölgað lítið eitt og drættimir í andlitinu dýpkað smávegis, en' ald- ursmerkin sér enginn. Hann er jafn léttur á fæti og þegar hann hljóp ungur um hagana austur í Kelduhverfi, jafn glaður og ljúfur í umgengni og þegar hann sat á skólabekk. Annasamt og ábyrgð- arfullt embætti hefur ekki getað máð burtu æsku hans. En kirkju- bækurnar verða ekki rengdar. Þórarinn Björnsson er fæddur að Víkingavatni í Kelduhverfi 19. De Gaulle spáð naum- um sigri París 18. 12 (NTB-Eeuter.) De Gaulle he'^höfffingi fær 55 af hundraði atkvæffa í forsetakosn ingunum á morgnn og andstæffing ur hans. Francois Mitterand, 45 %, aff sögn hinnar óháffu' skoffana könnunarstofnunar í París. Spádómar ‘•tofnunarinnar voTu mjög nærri' laeri í fyrri umferff kosninganna hegar de GauIIe fékk 44,6% atkvæffa en andstæðing ur hans 32%. Niðurstaffa skoffanakönnunarinn ar er óbreytt frá bví fyrir einni viku, aff því er sagt var í París * morgun. des. 1905. Foreldrar hans voru Guðrún Hallgrímsdóttir og Björn Þórarinsson búandi á Víkingavatni sem er höfuðból fornt. Bæði voru þau lijón gáfuð vel og gædd sérstök um persónuleika. Er Þórarinn frændmargur þar eystra og margt snjallra gáfumanna í ætt hans, sem á margt leggja gjörva hönd. Æskuheimili Þórarins var fjöl- mennt menningarheimili og sveit- armiðstöð um margaí hluti. Ólst hann upp jöfnum höndum við sveitavinnu og bóklestur og hefur sá skóli orðið mörgum drjúgur síðan. Þórarinn fór í Gagnfræðaskól- ann á Akureyri haustið 1922 og lauk gagnfræðaprófi 2 árum síðar. Á þeim árum var baráttan fyrir Menntaskóla á Akureyri sem hörð- ust og hófst lærdómsdeildar kennsla iþar há um haustið Þórar inn var í fvrstu bekksögninni er hað nám þreyttu. Hlutu þeir félag- ar að ljúka stúdentsprófi utan skóla i Reykiavík. Vaskleg frammistaða Þórarins og þeirra félaga í þeirri nrófraun átti vissulega drjúgan þátt í að trvggja stofnun Mennta- skólans á Akureyri. Að loknu stúdentsprófi 1927 hvarf Þórarinn til Parísar og nam þar frönsku, latínu og uppeldis- fræði við Sarbonne háskóla og lauk þar prófi haustið 1932. Lagði hann í námsferð þessa með ráði Sigurðar Guðmundssonar er þá hafði séð hvað í hinum unga manni bjó og tekið við hann ástfóstri. Vildi hann og tryggja hinum unga Menntaskóla sem bezta starfs- krafta. Þótt Þórarinn leggði fyrir sig | málvísindi og bókmenntir var það eigi fyrir þá sök, að ekki væru hon um aðrar námsgreinar jafn tiltæk- ar að kalla mætti. Þannig er hann stærðfræðingur ágætur. En annað mál er. að húmanistiskar greinar standa hjarta hans nær, en köld ra'mvísindi . í ársbyrjun 1933 tók Þórarinn 'Hð kennslu í Menntaskólanum í latfnu og frönsku og hefur kennt þær greinar jafnan síðan. Fór Þt-átt mikið orð af honum sem i konnara og eigi síður sem góðum féiasa og vini nemenda sinna. Þegar Sigurður Guðmundsson lét af skólameistaraembætti í árs- lok 1947, tók Þórarinn við skóla- stjórn og hefur gegnt þvi em- bætti síðan við góðan orðstír. Var : þó eigi heiglum hent, að setjast j í skólameistarasæti Sigurðar. ^nð 1946 kvæntist hann Mar- gréti Eiríksdóttur, ágætri konu, listmenntaðari og listunnandi og eiva þau tvö börn, er bæði stunda Kveikt á jólatrénu á Thorspláni í dag í dag kl. 4 síðdegis verður kveikt á jólatré á Thórsplani í Hafnarfirði. Jólatré þetta er gjöf frá Fredriksberg, vinabæ Hafnar- fjarðar í Danmörku, og mun sendi herra Dana á íslandi afhenda tréð en Stefán Jóns on forseti bæjar stjórnar taka við því fyrir hönd bæjarins. Lúðrasveit Hafnarfjarð ar undir stjórn Hans Plauders leikur við athöfnina og karlakór inn Þrestir syngur undir stjórn Herberts Hribersheks Ágústsson ar. Kvenfélag Kópavogs, heldur jóla trésfagnað fyrir börn dagana 28. og 29. desember n.k. í Félagsheimili Kópavogs. Aðgöngumiðar verða seldir í anddy i hússins sunnudag inn 19. des. frá kl. 14—18 og við innganginn ef einhverjir miðar verða eftir. Þórarinn Björnsson nú nám í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Ekki hefur Þórarinn mjög tekið þátt í opinberum málum, er það eigi af því að þess hafi eigi verið i óskað, heldur hinu, að hann hefur helgað sig ævistarfi sínu og em- bætti af alhuga. Ungur hneigðist hann að stefnu jafnaðarmanna og hefur fylgt henni síðan, enda eru i mannúð og lýðræðislegt frelsi djúpir þættir í skapgerð hans. Þórarinn er maður ritfær með ágætum. Hefur hann þó minna sinnt því en æskilegt hefði verið fyrir íslenzka tungu og bókmennt- ir. Þýðing hans á skáldsögunni Jóhanni Kristófer, sýnir bezt hver listatök og vald hann hefur á ís- lenzku máii, en skólaræður hans margar eru vitnisburður djúprar hugsunar, mannþekkingar og mannúðar og sína húmanistann í beztu merkingu orðsins. Það er löngum svo, að áþreifan- legar minjar um störf kennarans sjást haria litlar þegar þeir eru gengnir. Störfin verða hvorki sýnd, mæld né vegin, en þau eru rist í f*ein hiörtu. ef vel tekist. Og ekki eru þeir margir í kenn- arastétt og skólastjóra, sem þar eigi fleiri ristur og fegurri en Þór- arinn Björnsson. Hefur bæði skóla stjórn hans og kennsla ætíð ein- kennzt meira af hlýju hjartalagi hans, en köldum fræðum, þótt hann eigi gnótt þeirra í sjóðum sínum og miðli af þeim sjóði af örlæti og kunnáttu. Samstarf okkar er nú orðið ald- ar(þriði •" 'Vi h©«s að snurða hafi hlaupið á þráðinn og munum við allir samverkamenn hans hafa sömu sögu að segja og er þó hóp- urinn orðinn býsna stór. Segir það raunar bezt hver húsbóndi hann'er. enda bregzt honum þar ekki laeni og ljúfmennska. Að endingu færi ég Þórarni Björnss"ni þakkir fyrir löng og góð kvnni og óska honum til haminsiu með afmælið. Og um fram allt óska ég að honum megi endast starfsorka og æskuþróttur fram í háa elli, sjálfum honum til lífshamingju, en skólanum og sam- ferðamönnum hans til heilla. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON sjálfsæfisaga Er félabók hinna vandlátu. Þetta er stór bók, 388 bls. meff mörgnm myndum. Eng- inn vafi er á því aff Vilhjálmur Stefánsson er víffkunn- asti íslendingurinn, sem uppi hefur veriff á þessari öld. Hann var landkönnuffur á borff viff Norffmennina Friðþjóf Nansen, Roald Amundsen og Englendingana Robert Scott og Ernst Schakelton. En hann var einnig mikilvirkur rithöfundur. Sjálfsævisaga Vilhjálms Stefánssonar er ekki einungis stórfróffleg, heldur er hún blátt áfram ævintýra leg á köflum og alltaf athyglisverff og skemmtileg. Vilhjálmur fór marga leiðangra til nyrztu héraffa Kanada og bjó lengi meff Eskimóum. Hann kynnti ,sér matar- æffi þeirra og alla háttu og heilan vetur dvaldi hann meff binum svokölluffu „ljóshærffu Eskimóum“, sem menn töldu nm skeiff aff gætu jafnvel veriff afkomendur Elríks rauffa og Leifs heppna. Vilhjálmur þótti glettinn og gamansamur í skóla, en gamaniff varff grátt, þegar hann var rekinn úr mennta- skóla í Bandaríkjunum. Síðar í lífinu varff hann heiffurs- doktor viff sjö víðkunna háskóla. Hann var emkavinur Wrights-bræffra, sem gerffu fyrstu flugvélina, og hann varff fyrstur til aff gera sér grein fyrir möguleikum kafbáta til siglinga undir Norffur-heimskautiff. Vilhjálmur Stefánsson var héimsborgari, en var samt alla sína ævi ósvikinn íslendingur. í S A F O L D . ALÞÝÐUBLAÐID - 19. des. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.