Alþýðublaðið - 19.12.1965, Side 4

Alþýðublaðið - 19.12.1965, Side 4
Somkeppni og einokun VIÐSKIPTAiLÍF á Íslandi hefur tekið stakka- skiptum þau sex ár, sem viðreisnarstefna hefur ver ið ríkjandi í landinu. Innflutningshöft mega heita úr sögunni, og fá landsmenn erlendan gjaldeyri eftir þörfum, enda á þjóðin um 2.000 milljóna varasjóð í erlendum bönkmn. Kaupmáttur landsmanna hefur verið mikill og hefur kallað á stóraukið vöruval. Mun nú unnt að fá flesta hluti innanlands, þótt verðlag sé hærra <en erlendis. Samkvæmf öllu þessu ætti samkeppni að vera mikil og neytendum tryggt lægsta hugsanlegt verð á vöru og þjónustu. En svo er því miður ekki. Aug- Ijóst er, að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja notar sér verðbólguna til að smyrja aukalega á vöru I trausti þess, að fólk hugsi ekki um verðlagið og geri ekki samanburð. Sérstáklega eru þó brögð af slíkri verðspennu á vörusendingum, þar sem önnur sambærileg vara er ekki á markaðnum. j Því miður hefur hallað undan fæti fyrir verð- lagseftirlitinu. Sú staðreynd blasir við augum, að ijveir stærstu flokkar landsins, sjálfstæðismenn og ájramsóknarmenn, vilja afnema það, og þeir hafa (riikinn meirihluta á þingi. Þó hefur Alþýðuflokkn iim tekizt að hindra, að verðlagseftirlitið væri al- gerlega afnumið. Eitt verkefni væri nauðsynlegt að leysa á þessu £ viði. Það er að stórauka upplýsingar um verðlag (g hvetja neytendur þannig til meiri aðgætni. Mætti yinna mikið gagn með stöðugum tilkynningum um fhæsta og lægsta verðlag á nauðsynjum og ýmsu fleira. Er þetta raunverulega hlutverk neytendá- samtaka, en hér væri ekki óeðlilegt að fela verð- gæzlunni að gera slíkt átak. Þannig mundi verðlags eftirlit neytenda sjálfra verða meira en þáð er, og Íkynnu þá kostir hinnar miklu samkeppni að koma betur í Ijós. Hin frjálsu viðskipti hafa og leitt til þess, að mikil hrögð eru að einokunarsamtökum. Innan tak markaðra greina verzlunar eða þjónustu hætta menn við alla samkeppni og semja sín á milli um verð. Slíkir samningar eru bannaðir í öllum siðuð- um löndum og stranglega með því fylgzt, að þeir séu ekki gerðir. í Bandaríkjunum eru forstjórar stór fyrirtækja settir á bák við lás og slá fyrir slík brot. En á íslandi er éngin löggjof til um þetta efni. Alþýðuflokkurinn hefur árum saman barizt fyr ir setningu löggjafar um einokunarstarfsemi, en enn ekki orðið ágengt. Er hraðvaxandi nauðsyn á því, að gripið verði í taumana á þessu sviði. 4 19. dés. 1965 - ALÞÝÖUBLABIÐ HELLU - ofnar EIRAL ■ ofnar Getum aftur afgreitt mið&töðvarofna með stuttum fyrirvara. Spyrjist fyrir um verð, skilmáia og afgreiðslu. H.F. OFNASMIÐJAN ■Hát^wtétúvdfm 6 manna 9 manna 12 manna <Súkkula&iíó <~Oanilluíó ougatió cfar&arberjaíó Skreyttar ístertur úr vanillaís og súkkulaðiís, /pÖJZK-UfW- þrjár stærðir: MJÓLKURS'AMSALAN 9 o Bltstjörai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Rltstjörnarfull- trúl: EiSur Guðnason. — SímaK 14900 -14903 — Auglýslngasími: 14906. Aðsetur: Alþýðuhúslð vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakið. tJtgefandl: Alþýðuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.