Vísir - 18.02.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 18.02.1959, Blaðsíða 1
49. árg. Miðvikudaginn 18. febrúar 1959 43. íbl. Hann ber einnig sargina meb syrgjendunum. Avarp bisk&ips i útvarpið í gærkvöldi. Huggið, huggið lýð minn Svo segir Guð yðar. (Jes. 40,1). Með þessum orðum hefst eitt af ritum Biblíunnar, og mér er sem ég heyri þau hljóma á þess- ari stundu af óumræðilegum áherzluþunga. Sannarlega þarfnast nú vor Itila þjóð huggunar. Undanfar- inn tíma hefur hún tekið þátt í hörmum bræðraþjóðar yfirj miklum og sviplegum missi, og nú er röðin komin að henni sjálfri. Dag eftir dag hefur tog- arans Júlí frá Hafnarfirði ver- ið leitað milli vonar og ótta, en sú leit engan árngur horið, svo' að nú er henni hætt. Heil skips-1 höfn er horfin oss, stórt skarð liöggvið í sjómannastétt vora, já, alla þjóðina, Enginn getur verið ósnortinn af því sári. „Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.“ Þrjátíu nöín hafa verið lesin upp, feðra, maka, bræðra, sona, vina. Yfir bláleiðum þeirra hljómar dánarklukkan, yfir einum af mestu mannsköðum Islands á þessari öld. Hversu margir ástvinir eru nú lostnir söknuði og trega. Hversu marg- ar fjölskyldur og heimili búa yf- ir þungum harmi. Sorgin hefur lialdið þar innför sína. En Guð segir: Huggið, hugg- ið lýð minn. ÖII er huggun og hjálp af honum. Fagurlega hef- ur kona lýst því. Hún sagði: „Ég veit, að Guð leggur aldrei ,á mig svo þunga sorg, að hann gefi mér ekki styrk til að bera hana. Hann ber einnig sorgina með syrgjendunum, . eins og skáldið kvað: „Hjá þér, sem í dýrðarsölum drottnar, . . dimmir líka þegar reyrinn brotnar, þegar einhver ástvin missir sinn.“ Hrygg föðuraugu hans vaka yfir bömum hans í hafróti og stormgný, og hvort sem þau lifa eða deyja, bíður þeirra föður- faðmur. Þann kærleik boðaði Kristur lærisveinum sínum forðum í ofviðrinu á Genesaret, er hann kyrrði vind og sjó Jafnframt býr Guð mönnun- um þá huggun, að einnig þeir heri hver annars byrðar. Vissu- lega stendur þjóðfélag vort í heild í þakkarskuld við sjó- mannastétt sína fyrir starf hennar að uppbygging þess, af- rek hennar og fomir. Já, vott- xun henni virðingu og þökk, og samúð og hluttekningu öllum þeim, sem sorgin hefur nú sótt heim. Scndum þeim ástúðleg- ar hugsanir og biðjum fyrir þeim af öllu hjarta. Leitumst við að láta þá finna, að þeir standa ekki einir uppi í harmin- um, heldur eiga bræður og syst- ur, sem Iangar til að eiga þátt i sorg þeirra og milda hana. En æðst er sú huggun, sem Kristur flytur oss frá Guði með orðum sínum, lífi og dauða og upprisu: „Ég lifi, og þér munuð lifa,“ með svari sínu \ið spum- ingunni fornu og nýju: „Lifnar þá maðurinn aftur, er hann deyr? Vera má, að einhverjir' geti horft rólegir fram á dauða sjálfra sín í þeirri trú, að þá sé öllu lokið fyrir þeim. En það getur enginn gagnvart dauða þess, sem hann elskar. Og mitt í sárustu sorginni kemur oft svarið frá Guði, sannfæringin um það, að liinn látni lifi. Er það ekki þetta, sem Matth- ías á við, er hann segir: „Látum dauðann tala, Helju sjálfa gráta.“ Guð gefi yður syrgjendun- um öllum þá öruggu trú, að látnir ástvinir yðar lifi og að þér munuð finnast aftur á feg- insdegi. Leitið svölunar í sorg- inni með fyrirbæn fyrir þeim. Bænin sé friðarbogi eftir of- viðrið, vegurinn milli himins og jarðar. Biðjum nú saman öll: Leið þú, Guð og faðir, ást- vinina horfnu. Lát þá ganga á Þínum végum. Leyf þeim, ef unnt er, að fylgjast með vinum sínum hér á jörð. Gef, að þeir megi leiða blessun yfir líf vort. Lát þitt eilífa ljós lýsa þeim. Huggið, liuggið lýð minn. Kom, blessaða huggun frá Guði í nafni Jesú Krists, sem cndurfæddi mennina til lif- ! andi vonar fyrir upprisu sína. Þerra tárin af hvörmum og 1 veit hjörtunum frið og trú á líf- ið og kærleikann. Vertu oss fáum, fátækum smáum I líkn í lífsstríði alda. Eitt mesta sjóslys, sem snert helur Islendinga. Twisvar tíöur hufu fleiri menu furist wneð íslenshu skipL Júlíslysið er eitt mesta sjóslys, sem komið hefur fyrir islenzkt skip og sjómenn. Þótt komið hafi fyrir, að í mestu veðrum hafi farizt fleiri islenzkir menn, hefur það jafnan verið með fleiri eri einu skipi. Mun1 það aðeins hafa komið fyrir tvívegis á þessari öld, að fleiri menn hafi farizt með einu skipi en með Júli að hessu sinni. Biskupinn yfir íslandi flutti ávarp og bæn í útvarpið í gær- kvöldi, er lesin hafði verið til- kynning um slysið. Hófust fréttir á því, að leikið var sorg- arlag, síðan kom tilkynning bæjarútgerðarinnar, sem Vísir birti í nokkrum hluta upp- lagsins í gær, og að loknu ávarpi biskups voru enn leikin sorgarlög og klassisk lög fram að síðari fréttum, en að end- ingu var lesinn passíusálmur. Gyðingastraumur til Israels. FYRRI SLYS. Kútter „Geir“ fór frá Hafn- arfirði 11. febrúar 1912 með 27 manna áhöfn og spurðist ekki til hans framar. 8. febrúar 1925 fórust tveir togarar í Halaveðrinum svo nefnda: „Leifur heppni“ frá Reykjavík með 33 manna á- höfn og „Fieldmarshall Rob- ertson“, Hellyer-togari, gerður út frá Hafnarfirði, með 35 manna áhöfn, þar af 29 íslend- inga. 1. des. 1930 týndist togar- inn „Apríl“ í hafi og með hon- um 18 menn. „Ólafur“ fórst á Halamiðum 2. nóv. 1938 með 21 mann inn- anborðs. 27. febrúar 1941 týndist tog- arinn „Gullfoss“ nálægt landi með 19 manna áhöfn. Sama ár, 2. des., hvarf tog- arinn „Sviði“ með 25 manna áhöfn. Togarinn „Jón Ólafsson“ lét í haf 21. okt. 1942 með 13 manna áliöfn og spurðist ekki til hans síðar. Lv. „Þormóður“ fórst út af Garðskaga 20. febr. 1943 með 31 mann innanborðs, þar af 24 farþega, m. a. konur og börn, frá Bíldudal. Togarinn ,,Max Pemberton“ fórst á heimamiðum mcð allri áhöfn, 29 manns, 11 des. 1944. Sjá bls. 11., þar sem birt cr tilkynning bæjarútgerðar Hafnarfjarðar um skiptapann. Arababandalagið kemur saman til ftindar bráðlega og ræðir hina miklu fólksflutn- inga frá Austur-Evrópu til Israels, sem beir telja Araba- ríkjunum stafa miklu hættu af. Segja þeir, að það séu um 8000 Gyðingar frá Austur- Evrópulöndum, sem komi á mánuði hverjum til Israels. Hyggst bandalagið taka málið upp bæði við Eisenhower og Krúsév. Israel leggur fram mikið fé árlega til þess að koma þessu fólki fyrir, og fær*til þess mik- inn fjárhagslegan stuðning einstaklinga stofnana víða um lönd. Siglt á Tröllafoss í þoku. M&wnst þó htwfwwur til stenskrnr í wntwrtjun. Seint í gærkvöldi, er m.s. „Trölla- ’ foss“ var á siglingu við suðurodda ; Svíþjóðar á leið frá Yentspils til ! Hamborgar í dimmri þoku, varð j skipið fyrir árekstri, sem olli j þannig að skipstjórinn áleit rétt- skemmdum á bakborðshlið þess, ast að leita þegar til næstu hafnar, sem var Trelleborg í Svíþjóð. Kom „Tröllafoss“ þangað heilu og höldnu kl. 9 í morgun. Eimskipafélagið átti snemma í morgun tal við skrifstofu sína í Kaupmannahöfn, til þess að fá upplýsingar um nánari atvik að þessu óhappi. Mun þetta hafa at- vikast þannig, að rússneskur dráttarbátur, sem var með stóran pramma í eftirdragi, kom skyndi- lega út úr þokunni. Dráttarbátur- inn beygði þegar í stað frá „Tröllafossi“, er hann varð var við skipið, en pramminn hélt sinni stefnu, þótt dráttarbáturinn beygði, og sigldi hann á bakborðs- hliðina á „Tröllafossi", með þeim afleiðingum að gat kom á hliðina, aðallega fyrir ofan milliþilfarið. Dálítið vatn kom í lestina, en með því að halla skipinu, varð komið í veg fyrir frekari leka, og sigldi skipið síðan inn til Trelleborgar eins og fyrr segir, þar sem bráða- birgðaviðgerð á skemmdunum mun fara fram. Ekki er þess get- ið, að nein slys hafi orðið á mönn- um. v Járntjaldið stöðvar frímerki. Það er greiniíegt, að jafnvel frímerki geta verið þáttur í kalda stríðinu. Bandarikin hafa gefið út nokk- ur frímerki, sem heita öll „Champions of Liberty" eða bar- áttumenn frelsisins. Meðal þeirra er frimerki til minningar um Lajos Kossuth, ungversku frels- ishetjuna, og hefur það vakið gremju i ýmsum járntjaldslönd- iim. Hafa bæði Ungverjaland og Tékkóslóvakía gert afturreka þau bréf, sem þessi frimerki eru notuð á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.