Vísir - 18.02.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 18.02.1959, Blaðsíða 4
 VlSIB Miðvikudaginn 18. febrúar. 1959. m Frakklasidsför \ veíur. Það ævintýri gerðist ekki ails fyrir löngu lengst inni á ör- æfum ■ íslands að ungur, ís- lenzkur verkfræðinemi, sem vann þar að vatnamælingum, hitti af einskærri tilviljun franska stúlku, sem lagði leið sína inn í óbyggðirnar til þess að skoða hinn ósnortna hrika- heim íslenzkrar náttúru. Fjögur augu mættust. Franski túristinn og íslenzki vatnamæl- ingamaðurinn rufu þögn auðn- arinnar. Það þurfti annars veg- ar að spyrja almæltra tíðinda úr mannheimum, hins vegar að afla upplýsinga um vegleysurn- ar og hvað bak við næsta leiti byggi. Svo hélt ævintýrið, sem hófst á grárri melöldu milli tveggja jökla, áfram og nú eru þau tvö, vatnamælingamaður- inn íslenzki og franska stúlkan, hjón og búsett suður í Lyon á Frakklandi. Þessi ungi verkfræðingur, er tókst á hendur vatnamælingar í óbyggðum íslands undir stjórn Sigurjóns Rist, yfirmanns vatnamælinganna, heitir Grét- ar Zophoníasson og er ættaður úr Árnessýslu. Hann útskrif- aðist frá tækniháskólanum í Khöfn árið 1953. Grétar hefur fengið ágæta stöðu við raftækja verksmiðju í Lyon og þar sem hann taldi sig standa í nokkurri þakkarskuld við yfirmann sinn héðan að heiman — Sigurjón Rist — vegna ævintýrisins í óbyggðunum forðum, bauð hann Sigurjóni suður til Frakklands um síðustu áramót. Þar lifði Sig- urjón í vellystingum praktug- lega skoðaði lönd og lýði og er nú kominn heim. Eins og mjólk á íslandi. Vísir átti tal við Sigurjón um ferð hans og lét hann mjög vel af. — Það var ánægjulegt að koma til Lyon, sagði Sigurjón. Þetta er háborg silkiiðnaðar Frakka, en auk þess vínyrkja mikil í nágrannahéruðunum. Við Grétar ferðuðumst nokkuð meðal vínyrkjubænda. Hjá þeim stóðu raðir af ámum á stokkun- um og hver áma tekur 20 þús- und lítra víns. Vínbændurnir eru jafn ósparir á mjöðinn og íslenzkir bændur á mjólk. Þeim er mest í mun að mjöðurinn bragðist vel og að gesturinn hverfi ánægður á brott. — Hvað er að frétta af gest- gjafa þínum hinum íslenzka — Grétari? — Hann starfar hjá fyrirtæki, sem heitir Le Matériel Elec- trique og framleiðir rafmagns- mótora, spennubreyta, rofa, afriðla og svokallað elek- troniskt reguleringskerfi, en á því veit ég ekki neitt íslenzkt heiti. Allar ytri tæknilegar stærðir mótora verksmiðjunn- ar eru í samræmi við „norm“ alþjóðlegu raftækninefndar- innar (I. E. C.) eins og þau voru samþykkt á alþjóðaráð- stefnunni í Moskvu árið 1956. Það sem verksmiðjan væntir jsér mest af í framtíðinni er framleiðsla á nýrri tegund svonefndra cypak-elementa, jsem þar er nýlega hafin. Margir frankar á mánuði. — En hvert er hlutverk Grét- ars í verksmiðjunni? A Hittust á öræfum islands — en síðan lá leiðin til Frakklands. .. . , |. . — Hann stjórnar reiknideild HiStt SfiUS'l©!! ll'ES& Vatlia!n3Bs!EE^8!BailH við riðstraumsmótora. Hann býr við ágæt launakjör, vinnur 45 stundir í viku og fær fyrir það 160 þúsund franka á mán- uði, sem í kaupmætti svarar til 10 þús. króna íslenzkra. Það tekur Grétar um 3 vikur á ár- inu að vinna fyrir öllum bein- um sköttum, svo á því sést að skattabyrðarnar eru ekki mikl- ar þar í landi, þ. e. a. s. ekki beinu skattarnir. — Hvernig eru lífskjör al- mennings í Frakklandi? — Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem ég gat aflað mér, aðallega fyrir atbeina Grétars, er almennast kaup verkamanna 30—45 þúsund frankar á mán- uði en 45—80 þús. fr. hjá iðn- Frá Lyon, Þarna vantar ekki brýrnar! lærðum- mönnum. Allar vörur skattlagðar. Húsaleiga ■ er ákaflega mis- jöfn, en er yfirleitt lág í göml- um húsum og þeim nýbygging- um sem byggðar eru fyrir barnafjölskyldur, þar sem fyr- irvinna hefur lágar tekjur. Al- mennt er reglan sú að dlns mánaðar tekjur fari til greiðslu á árs húsaleigu, eða sem svar- ar tólfta hluta af tekjunum. Verð á matvörum er yfirleitt hátt, einkum fyrir það að allar vörnr eru nær undantekning- arlaust skattlagðar og nemur skattaálagið um 20% af and- virðinu. Eftir því 'sem mér var tjáð getur fimm manna fjölskylda komizt af með 20 þús. franka á mánuði í fæði, en til þess þarf hún að lifa spart. — Hvernig leizt þér á þig í Lyon? — Vel. Þetta er stór borg með um % milljón íbúa, en ef úthverfin og þéttbýlið í næsta nágrenni er meðtalið kemst í- búatalan upp í eina milljón. Borgin stendur þar sem stór- árnar Rhone og Saöne koma saman og er eins og áður get- ur höfuðmiðstöð silkiiðnaðar Frakka. En þarna andar maður einnig að sér fornum menning- aráhrifum. í Lyon er fornfræg- ur háskóli, sem jafnan er mik- ið sóttur, og einkum nýtur þó læknadeild háskólans mikillar hylli og frægðar. Rétt hjá, þar sem eg bjó, stendur hús Am- péres, hin mikla eðlisfræðings, óhreyft, en við hann er raf- straumseiningin amper kennd. Mikil raforku- framleiðsla. — Svo að maður víki nú að þínu sérsviði, hvernig standa Frakkar á sviði raforku? — Á árinu sem leið fram- leddu Frakkar um 60 TWh (þ. e. terawattstundir), þar af 35 með vatnsorku en 25 með gufu- stöðvun. Til skýringar og sam- anburðar má geta þess að í einni terawattstund eru 1 000- 000 000 000 wattstundir. Öll rafmagnsframleiðsla íslend- inga er 0,5 terawattstundir en heildarframleiðsla Bandaríkj- anna er 630 TWh og Sovétríkj- anna 210 TWh. Nú hafa Frakkar kjarnorku- stöð í smíðum til raforkufram- leiðslu. Hún er byggð í bænum Chinon og er afl hennar 160 MW (þ. e. megawött; 1 MW = 1000.000 wött) og á hún að vera komin upp í 800 MW. árið 1965 Til samanburðar má geta þess, að afl véla í Soginu er nú um 46 MW, og saman- lagt afl allra vatnsaflsstöðya á íslandi er um 89 MW. Þá má og geta þess að Frakkar hafa kjarnorkuknúinn kafbát 1 smíðum. Annars eru raforkumál mjög ofarlega á baugi hjá Frökkum um þessar mundir og miklar ráðagerðir í þeim efnum. Með- al annars er það á áætlun þeirra að í lok þessa árs verði helming- ur allra járnbrauta landsins raf- knúinn. Þeir vilja sprengjur líka! — Hafa Frakkar ekki á döf- inni framleiðslu kjarnorku- sprengja? — Það eitt er víst að það er óskadraumur frönsku þjóðar- innar að einn góðan veðurdag takist Frökkum að sprengja kjarnorkusprengju suður í Sa- hara. Þeir vilja ekki sætta sig við að vera eftirbátar hinnS stórþjóðanna, en verða þó að bíta í það súra epli að hafa orð- ið á eftir Rússum og reyndar Bandaríkjamönnum Jíka með geimfara- og rakettuskot. Þó. telja Frakkar að þeim hafi tek- izt að skjóta rakettu í :00 kíló- metra fjarlægð frá jörðú. Þyk- ir þeim sá árangur nokkurs unr verður og hafa fullan hug á að komast jafnfætis hinum her- veldunum. — Að lokum, Sigurjón, hvað hyggst þinn ágæti gestgjafi, Grétar, fyrir í framtíðinni? Verður hann eilífur augnakarl í franskri raftækjaverksmiðju,. eða hyggst hann hverfa aftur, heim til íslands? < — Eg hygg að hugur hans hvarfli heim, því römm er, sú taug er rekka dregur föðurtúna til. En hvað senl því líður hlýtur Gretar þarna hinn æskilegasta, reynslu- og starfsskóla og svo fer það að sjálfsögðu eftir ýmsu hvernig örlagaþræðirnir rekj-*- ast, eins og þá er Grétar hittl konuefni sitt inni á reginöræf— um íslands. Þ. ; (Jr hvaða stétt koma verkfræðingar? Athugun leiðir í ljós, að flestir eru úr alþýðustéttum. Vísir rakst nýlega á þessa .fróðlegu grein í tíinariti verk- fræðinga og leyfir sér að birta hana öðrum til fróðleiks. 1 byrjun október 1958 gerði ég athugun á stétt og starfi feðra félagsmanna VFÍ frá öndverðu í þeim tilgangi að komast að raun um, úr hvaða stéttum verk fræðingar kæmu og hvaða breyt- ingar ættu sér stað á því írá einum tíma til annars. Voru feð ur félagsmanna taldir saman eftir stéttum annars vegar og hins vegar eftir tilteknum tíma- bilum, er synir þeirra luku verk- fræðiprófum. Þannig fæst samanburður á því, úr hvaða stéttum verkfræð- ingar koma á hverju tímabili, og Ijósar verða breytingar á stétt- aruppruna þeirra frá einu tíma- bili til annars. Niðurstöður þess- arar athugunar, sem sýndar eru: í eftirfarandi töflu, eru að»ýmsií leyti athyglisverðar. I Feöur íslenzkra Fjöldi verkfræöinga, er luku 'prófi Félagsm. VFI fyrir 1930 1930—39 191,0—1,9 1950 og síðarf Bændur 21 42,0% 8 21,1%' 18 23,7% 29 24,2 %j Háskólamenn 16 32,0% 12 31,6% 17 22,4% 12 10,0%j- Iðnaðarmenn 5 10,0% 9 23,7% 16 21,1% 29 24,2 %j- Verkam., sjóm. 3 6,0% 4 10,5% 5 6,6% 22 18,3%j Verzlunarm. .. 4 8,0% 4 10,5% 15 19,7% 25 20,8 %j. Ýmsar stéttir 1 2,0% 1 2,6% 5 6,6% 3 2,5%} 50 38 76 120 1 i Þær sýna m. a., að verkfræð- ingar koma að miklum meiri- hluta og í vaxandi mæli úr al- þýðustéttum þjóðarinnar, bæði hlutfallslega og tölulega séð. Á því er varla nokkur vafi, að það er bein afleiðing af bættum lífs- kjörum alþýðu mánna, sérstak- lega á tímabilinu eftir 1940. Hæfileikabörn úr alþýðustéttun- um brjótast æ meir til háskóla- náms og ljúka því, og er það vissulega ánægjuleg og heilbrigð þróun. En hvernig er svo búið að þess um hæfileikabörnum alþýðunn- ar? Það má draga nokkra álykt- un um það af fjölda verkfræð- inga úr stétt háskólagenginna manna. Af töflunni sést, að fjöldi þéirra stendur nánast i stað, enda þótt háskólagengnum mönnum hafi fjölgað mikið jafnt óg þétt allt frá aldamótum, og á sama tima og fjöldi verk- fræðinga úr alþýðustéttunum margfaldast. Það er athyglisvert, að fjöldi verkfræðinga úr stétt háskólamanna er sá sami á tima bilinu írá 1950 til þessa dags og hann var á kreppuárunum 193CJ1 —39. Hlutdeild háskólagenginna; manna, þ. e. hæfileikabarna al- þýðustéttanna, í framleiðslit: verkfræðinga hefur m. ö. o< raunverulega hrakað gífurlegas. og er það bein afleiðing af á- rásum á lífskjör þeirra. Rás við- burðanna er þannig, að fyrst streitist alþýða manna við að koma börnum sínum til mennta, og hæfileikabörnin brjótast til' háskólanáms og ljúka prófum í ýmsum fræðigreinum. Á aldrin- um 25—30 ára koma hæfileika- Jbörn alþýðufólksins út úr há- 1 skólanum eignalaus og stór- skuldug og jafnframt mörg hundruð þús. krónum á eftir ó- lærðum jafnöldrum sínum í tekjuöflun til lífsframfæris, og foreldrar þeirra hafa rúið sig eins og hægt hefur verið til þesS að standast hinn mikla náms- kostnað. En þegar út í atvinnu- lífið kemur, tekur ,,launajöfnuð- urinn' við. í launakerfinu og Frh. á 9. a.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.