Vísir - 13.01.1960, Síða 7

Vísir - 13.01.1960, Síða 7
Miðvikudaginn 13. janúar 1960 VÍSIR Netafiskurinn. Nú róa allir bátar með línu og fiskurinn, sem berst á land, er yfirleitt mesta gæðavara: ferskur vel og yfirleitt vel með farinn. Er víst ekki ofmælt, að línufiskurinn okkar sé heims- ins mesti gæðafiskur. En ef að likum lætur, þá má búast við að „hveitibrauðsdagarnir" taki brátt enda, en hinn ömurlegi raunveruleiki hversdagslífsins haldi innreið sína í gerfi neta- morkunnar, enda er ekki of- mælt, að allir þeir, sem við fisk- vinnslu fást, hugsi með kvíða til netavertíðarinnar og þeirra vandræða, sem henni eru sam- fara. Gæði netafisksins: Hvers vegna er netafiskurinn svona slæmur? Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvennskonar: í fyrsta lagi gerir veiðiaðferðin sjálf það að verkum, að fiskur- inn tapar miklu af geymsluþoli sínu og bragðgæðum við að berjast um í netunum langa stund, að ekki sé talað um, þeg- ar fiskurinn beinlínis drepst í netunum. Þegar fiskurinn drepst er aldrei hægt að blóðga hann eins vel og lifandi fisk, en blóðgunin er einmitt höfuð- skilyrði gæðavöru, hvort sem í hlut á fiskur eða kjöt. Hin ástæðan fyrir lélegum gæðum netafisksins er ennþá alvarlegri, því að hún stafar eingöngu af vanþroska þeirra, sem með fiskinn fara, áhuga- leysi þeirra fyrir vöruvöndun, og tómlæti um allar þær grund- vallarreglur, sem gilda um með- ferð hráefnis itl matvælaiðju. Þetta á sér stað bæði á sjó og í landi og má oftast ekki á milli sjá, hvor sýnir verra kæruleysi, sjómaðurinn eða móttakandi íisksins í landi. Meðferðin í fiskibátunum: Netaveiðar eru sums staðar stundaðar á mótorbátum allt fi'á 20 upp í á 2. hundrað rúmlest- ir að stærð. Eitt eiga allir þess- ^ ir bátar sameiginlegt, þeir eru næstum allir með of mörg net í sjó, svo mörg meira að segja, að þeir hafa enga möguleika á að vitja um öll sín net á hverj- um degi. Þetta, ásamt næstum sjúklegri óbeit sumra for- manna á að vitja um net sín daglega, veldur þvi, að mikill hluti fisksins er a. m. k. tveggja nátta, dauður, eða með litlu lífsmarki í sjónum, og þar af leiðandi mun verra að blóðga hann og skapa þannig fyrsta flokk hráefni. Eitt er enn al- varlegra, að það kvað vera orð- in viðtekin venja á fiskiskipa- flotanum, að byrja ekki blóðg- un fisksins fyrr en öll netatross- an hefir verið dregin. Öllum heilvita mönnum má ljóst vera, að slíkar aðfarir eru ekki væn- legar til árangurs í samkeppni okkar á mörkuðum erlendis, og gildir einu hvort fiskurinn fer til frystingar, söltunar eða herzlu. í landi hefir meðferð fisksins ekki verið til neinnar fyrirmyndar heldur. Jafnvel þegar sjómenn- irnir hafa haldið séi' lifandi blóðguðum fiski, þá hefir það oft komið fyrir, að í aðgerðar- plássum hefir öllu verið bland- að saman, enda hafa sjómenn fljótlega gefizt upp á þessari viðleitni sinni, er þeir sjá verk sín og erfiði renna út í sandinn vegna leti og áhugaleysis þeirra, sem vinna eiga úr aflan- um í landi. Annað er það, sem mjög er ábótavant í landi, en það er hveru oft það dregst óhóflega, að gert sé að fiskinum, en hann látinn liggja langtímunum saman með innvolsi og óþveg- inn í stórum byngjum. Stuðlar þetta síður en svo að vöru- vöndun. Ráð til úrbóta: Það munu allir sammála um, að eitthvað verði að gera til úrbóta, við svo búið megi ekki standa, ef við íslendingar eig- um að gera okkur einhverjar vonir um að halda þeirri að- stöðu okkar á mörkuðunum, sem við höfum áunnið okkur. Og flestir virðast á eitt sáttir um, að það sé aðeins eitt, sem geti fengið sjómenn til að koma með betri fisk að landi. nefnilega hærra verð fj'i'ir góða vöru. Þetta er viðtekin venja í öllum viðskiptum, en af ein- hvei'jum dularfullum ástæðum virðist sem þetta sjónarmið hafi aldrei komið fram, þegar „samið hefir verið um rekstrar- grundvöll sjávarútvegsins“, [ þrátt fyrir það, að sá eini, rekstrargrundvöllur, sem sjáv- arútvegurinn getur byggzt á, en einmitt vöruvöndun.AUt ann að, uppbætur styrkir, gengi og hvað eina, er ekkert nema stundarfróun, ef þennan grund- völl vantar. Það er því ekki nema sjálfsagt, að næst þegar fulltrúar hinna ýmsu aðila setj- [ ast að samningaborðinu, geri þeir einhverjar ráðstafanir til, að þetta megi framkvæma. Enginn efi er, að þetta er hægt, það hefir aðeins vantað viljann hingað til. Það verður að ganga svo frá málum, að sjómönnum sé bein- línis hagur í því að koma með fyrsta flokks hráefni að landi, og það virðist lítill vafi vera á því, að vinnslustöðvarnar geti greitt hærra verð fyrir gott hráefni, því bæði er það, að vinnslukostnaður er miklu minni og nýting hráefnisins miklu beti'i þegar unnið er úr fyrsta flokks hráefni. Þess hefir lengi verið óskað af þeim mönnum, er bera hag íslenzkrar útflutningsfram- leiðslu fyrir brjósti, að einhver framsýnn útgerðarmaður og ^ annaðhvort til að stunda línu- veiðar lengur . eða fara betur með línufiskinn og greddi þeim það hátt verð fyrir, að þeir sæju sér hag í þeirri skipan mála. Vonandi líður ekki á löngu, þar til úr þessu verður. Gæftir voru slæmar við Faxaflóa og í Vestmannaeyjum, og síðari hluta síðustu viku var ekkert róið. Á mánudag og þriðjudag réru nokkrir bátar og fengu sæmilegan afla, en flestir bátarnir voru að búa sig undir vertíðina, en til þess hefir ekki verið mikill tími, því flest- ir voru á síld allt fram til ára- móta. í ísafjarðardjúpi hefir afli verið all sæmileg- ur. Hafa bátarnir fengið mikið af ýsu, þetta 3—4 tonn í róðri sumir hverjir, en þorskurinn hefir verið smár og erfiður til vinnslu. Tilraunir með nýju veiðarfærin voru stundaðar hér í Faxaflóa á síld- veiðunum. Bera þar hæst til- raunir b.v. Neptúnusar með flotvörpu, sem gáfust mjög vel. Er óskandi og nauðsynlegt, að slíku sé haldið áfram, og að ríkisvaldið veiti til þess nægi- legt fé. Slíkar tilraunir eru undirstaða efnahagslegs sjálf- varð snemma höfðingi í hér* aði, kosinn í skólaráð, sveitar* ráð og kosinnn oddviti hvað eftir annað. Hann var kjörinu á fylkisþingið 1929 og endur- kjörinn 1934. Árið 1938 tók hann sér hvíld, en náði kosn* ingu 1948 og hefur setið á þingi síðan. Mun samherjum hans þykja að honum mikill sjónar- sviptir, þegar hann hverfur af þingi. Mr. Loptson kvæntist Miss Kristínu Sveinbjörnsson 1908. Þau eiga son Stanley — a Ca* nadian Grain Commissioner — og tvær dætur: Mrs. Rhuna Emery í Kaliforinu og Mrs. Bertha Christopherson í Van* couver. (Úr Heimskringlu og Lögbergi) vinnslustöðvareigandi riði hér! stæðis okkar mega engin ná- á vaðið, fengi sjómenn sína' nasasjónarmið koma þar til. Vestur-íslenzkur þing- maður heiðraður. v Asmundur Loptson hættir jsmgmennsku. Ásmundur Loptson heiðraður Ásmundur Loptson fylkis- þingmaður frá Saltscoat-kjör- dæmi í Saskatchewan hefur til- kynnt nýlega, að hann verði ekki í kjöri í næstu kosning- um, sem talið að fara munu fram næsta ár. Á fjölmennum útnefningar- fundi sem haldinn var í York- ton 29. okt. til að útnefna eft- irmann hans, voru Mr. og Mrs. Loptson hyllt i samsæti, sem var haldið þeim þá um kvöld- ið og sæmd góðum gjöfum. Mr. Loptson er sterkur Lib- eral-flokksmaður og hefur ver- ið þyrnir í holdi CCA-flokks- ins, sem nú fer með völd í fylkinu. Hann er frábær ræðu- maður, harðsnúinn í kappræð- um og hefur ekki hikað við að fletta ofan af gerðum stjórn- arinnar, hafi honum fundizt þeim ábótavant og komið öllu j margt, vi í uppnám á þingi, ef honum ingar, v bauð svo við að horfa. Frá- sagnir um hann og ræður hans á þingi hafa oft birzt í dag- blöðum frá hafi til hafs. í fyrravetur, þegar Smallwood forsætisráðherra átti í ati við verkalýðsforingja út af verk- föllum, er þeir eggjuðu til í Nýfundnalandi, var Mr. Lopt- son einn af þeim fáu þing- mönnum um allt landið, sem við urðum vör við að þyrði að I taka svari hans. Mr. Loptson er glæsimenni í sjón, og þótt: hann sé harðskeyttur á þingi, er hann prúðmenni hið mesta í dagfari. Ásmundur Loptson var fæddur á íslandi 14. febrúar 1887 og fluttist með foreldr- um sínum til Winnipeg 1891. Þaðan fluttist fjölskyldan til Churchbridge í Saskatchewan. Mr. Lopts^hg|fc fengizt ’við skap, bygg-j' og fleir.a;1 Ungbarnaföt. Nýlega er kominn út bækl- ingurinn UNGBARNAFÖT,j og er hann gefinn út af Neytenda* samtökunum. Ér hann 15. bæklingurinn., sem samtökin hafa gefið út. Segir þar, að bæklingur þessi sé sniðinn eftir dönskum ritl- ingi, sem náð hafi mikilli út* breiðslu þar í landi og gefinn hafi verið út af Neytendasam- tökum þar. Honum er ætlað að vera til leiðbeiningar um vöru- val — fyrst og fremst fyrir þær, sem þurfa að kaupa barnafatn- að í allra fyrsta sinni. Hin verðandi móðir hefur sjaldar- mikla reynslu af því, hvað á barnaföt getur reynt í notkun og þvotti. En ef til vill hefur hin reyndari móðir einnig á* huga á því að bera þekkingu sína saman við álit annarra, og þá er hugsanlegt, að hún geti furdið eitthvað. sem henni .gætt komið að gagni. Bæklingur þessi er sendur meðlimum samtakanna, sem benda þeim á að gefa hann öðr- um, þurfi þeir hann ekki sjálfir. Tekið er á móti nýjum meðlim- um í síma 1-97-22 milli kl. 1 og 4 og 5 og 7. Árgjald er kr. 25, Prentum fyrir yður smekklega og fljótlega PRENTVERK KLA^PARST.Iö 40 — SIMí 1 94 43 Happdrætti Há§kola í§land§ Dregið veröur tí íöstutSatj i /. ilakki. Meðcd vmninga er annar aðalvmningur ársins: htííí millgón krónnr 1 dag og á morgun eru seinusfu forvöð að endurnýja. HAPPDRÆTTÍ HÁSKÖLA ISLANDS.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.