Vísir - 08.02.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 08.02.1960, Blaðsíða 10
10 Ví SIR Mánudaginn 8. febrúar 1960. ^inni í hvernig það var a'ð vera seytján, eins og barnið þarna.'* „Átján —“ leiðrétti Sherlie. „Jæja, og þá teljið þér yður fullorðna?" „Hún er fullvaxta — jafnvel honum Edward finnst það, skaut Margot fram í. „Paul,“ sagði Sherlie rclega, „vill ekki nema reyndar konur, Og hann verður eins og illa gérður hlutur, að eiga að sitja til borðs með mér.“ „Sú þykir mér tannhvöss?“ tautaði Paul, „viljið þið fá ykkur ánnað glas?“ Sherlie leið ekki sérlega vel yfir borðum, hún sá að Dolores hafði sett brytann sjálfan til að ganga urn beina, eflaust til þess að: hann gæti gefið henni skýrslu um hvernig Sherlie hagaði sér við Paul. Þess vegna talaði hún mest við Margot. Sherlie sá að með Paul og Tennant var gömul og góð vinátta, og að Edward taldi hann bezta vin sinn. Eftir kaffið gengu þau fram í ársalinn og Paul sagði: „Þiö kvenfólkið verðið að hafa með ykkur kápurnar urn borð.“ „Það er svo heitt núna, og nóg ,af kápum um borð, ef kólna skyldi í veðri. Dolores var við móttökuborðið og lét sem hún væri að glugga í gestabókina, hún var hætt að klæðast sem hún væri í sorg, en var nú með skartgripi og í tízkukjól og lék húsmóðurhlutverkið með prýði. Hún leit upp og lét sem hún yrði hissa — hún hefurj yafalaust verið að bíða eftir þessu augnabliki, datt Sherlie i hug. „Gott kvöld, herra Stewart, það gleður mig mikið að sjá yður. Æ — Sherlie — þú verður að hjálpa mér — svo sneri hún sér að Margot: „Eg vona að þér afsakið liana Sherlie, frú Tennant/' „En við erum að byrja afmælisveizluna — við erurn að fara út í skipið!“ „Þið eruð svo góð við hana, og hún er ykkur svo þakklát — er það ekki Sherlie? En eg verð því miður að láta hana hjálpa mér núna — og eg vona að þið hafið ekki á móti því....“ „Jú, það hef eg,“ sagði Edward gramur, „við höfum áformaö að vera fjögur saman í kvöld og það ætlum við okkur enn.“ „Eg skil —“ sagði Dolores og lét sem hún hugsaði sig urn. Sherlie hefur skyldustörf hérna i kvöld, en eg hugsa að hún dóttir mín sé ekki við neitt bundin. Kannske þér viljið....?“ Tilgangurinn var svo auðsær að Sherlie þorði ekki að líta á Paul — Margot og Edward skildu auðvitað ekki hvað á spýtunni hékk, svo að þau störðu og skildu ekki hvers vegna Sherlie sagði ekkert — þetta var hennar fristund.... Það var Paul sem svaraði einbeittur og kuldalega: „Eg held að skyldustörf Sherlie geti beðið til morguns, ætli það ekki, frú Wingate? Auk þess var það hún, en ekki Melissa, sem Tennants- hjónin buðu. Vona að þér afsakið....“ hann hneigöi sig stutt. Sherlie fann að hann tók fast i handlegginn á henni og leiddi hana út í náttmyrkrið og setti hana við hlið sér í bílnum, en hjónin settust í aftursætið. „Mér líst ekki á þessa kvenpersónu — eg vona að við höfum ekki bakað þér nein vandræði, Sherlie?" sagði Margot .er þau óku niður að bryggjunni. „Eg er hræddur um að Paul hafi gleymt að frú Wingate er stjúpa Sherlie,“ sagði Edward í áhyggjutón. „Nei — eg gleymdi því ekki,“ sagði Paul frakkur, „en Sherlie er svoddan flón, að hún hefði orðið heima og látið Melissu njóta gamansins.“ „Hefðum við ekki getað haft Melissu með okkur — það hefði komið í sama stað niður fyrir Dolores,“ sagði Sherlie lágt. „Við erum ekki aðeins til vegna frú Wingate," sagði Paul hvass. „Eg er ekki að amast við Melissu, en eg get ekki skilið að hún eigi að skemmta sér á þinn kostnað, í ofanálag á allar aðrar skemmtanir sem hún nýtur. Þú átt þínar frístundir skilið, og þú mátt ekki láta hafa þær af þér.“ Enginn þurfti að segja meira um stund og Paul sveigði niður að bryggjunni og nam staðar við snekkjuna, sem lá þar bundin. Loftið var mettað af olíukenndri lykt af kopra sem lá þarna til þurrks, úti á lröfninni vögguðu önnur skip fyrir akkeri, með ljós á siglingatoppinum- og yfir þeim blikuðu ógrynni af stjörnum á flauelsmjúkum nátthimninum, en hægur biær lék um pálma- blöðin. Javanesiski þilfarsdrengurinn flýtti sér að kveikja ljósin á þilfarinu og niðri í skipinu, og setti svo borð og stóla á þilfariö. Edward kom með ferðagrammófóninn og setti á hann plötu með þætti úr Pastoralesymfóníunni. Sherlie tók eftir að Margot hvíltíi sig og lét Edward velja plöturnar. En þegar hann setti danslag á grammófóninn var eins og hún vaknaði af draumi og fór að dansa við Paul, brosandi út undir eyru. Sherlie dansaði lika við báða karlmennina, og fann að Edward dansaði betur, Paul var utan við sig í dansinum — likt og hann dansaði af eintómri skyldurækni. Þegar klukkan var oröin yfir ellefu, sagði Margot: „Eg á eitt- hvað í kæliskápnum og ætla að smyrja nokkrar sneiðar til að liafa með hestaskálinni." „Eg skal hjálpa þér,“ sagði Sherlie. „Nei — þetta eru forréttindi, sem eg hef,“ heyrðist Edward nú segja, „eg er svo handlaginn við þess háttar — þú getur setið hérna á meðan og lxlustað á tónlistina með honum Paul,“ Úr því að Paul átti afmæii varð hún að láta þetta eftir hon- um, hugsaöi Sherlie með sér — þorði hún að viðurkenna með sjálfri sér að hún hlakkaði til að vera ein með Paul? Hún hallaði sér aftur í stólnum og horfði út á dirnman sjóinn, en Paul færði stólinn sinn nær henni. „Líst þér vel á snekkjuna?“ spurði hann. „Já — hún er ljómandi falleg. Eg drakk te hérna um daginn og fór í sjó um leið.“ ' „Með Rudý, geri eg ráð fyrir — hvernig gengur rómantíkin?" „Eins og vera ber — þetta tekur sinn tíma,“ sagði hún í sama létta tóninum og hann.“ „Árangurinn svarar ekki til eftirvæntinganna — það er eitt- hvað bogið við hjónaböndin hér í austurlöndum," sagði hann. „Þau eru of rómantísk fyrir okkur Englendinga — og brenna upp af sjálfu sér.“ „Er það það, sem orðið hefur hjá Margot og Edward? Eg.... er dálítið áhyggjufull út af þeim,“ sagði hún iágt. „Ert þú áhyggjufull út af þeim?“ sagði hann og leit forviða á hana, „ekki getur þú haft áhyggjur af fólki, sem er heimingi eidri en þú, jafnvel þó það eyði æfinni í flónsku. Þau hafa verið gift í nær tíu ár og lafa saman enn, og það er vel af sér vikið á þessum hluta hnattarins. Hveitibrauðsdaga-alsælan getur ekki varað eilíflega." KVÖLDVÖKUNHI mamm* -tt — Segðu mér Tumi, sagði vinur hans, — hver er eiginlega stjórnandi hér á heimilinu? — Ja-e, svaraði Tumi og var hugsi. — Margrét hefir tekið að sér að stjórna börnunum, þjón- ustufólkinu, hundinum og kan- arííuglinum. En eg segi svo sém hér um bil það sem mér sýnist við gullfiskana. ★ Þeir, sem kvikmyndum unna muna sjálfsagt eftir Lily Dam- itu — hún var ijóshærð og með djúp bún augu. Hún er löngu hætt að leika í kvikmyndum, er nú á fimmtugsaldri. Hún var fyrst eftirlætisstjarna þýzka krónprinsins en giftist síðan Errol Flynn og hvarf þá úr umferð. Nú fréttist frá Ameríku að hún hafi haldið stór brúð- kaup með Woody Wood og búí í skrauthýsi í Florida. Maðurinn er nefnilega margfaldur mill- jónari. * Ráð sálfræðingsins: — Ef illa gengur í hjónabandinu þá hafa hjón oft gripið til þess ráðs að fara í frí, Jhvort í sínu lagi. Frúin: — Nei, það hefi eg reynt einu sinni og geri aldei aftur. — Hann kom neínilega ekki aftur! Maður hafði keypt sér hund — og var nú ásamt vini sínurn úti að liðka hann í fyrsta sinn. Þeir komu að á og þá henti hann stafnum sínum í vatnið og kallaði til hundsins: „Sæktu hann!“ Mennirnir urðu mjög undr- andi þegar hundurinn stökk | ekki út í vatnið heldur gekk hinn rólegasti niður með ánni, fór síðan þar út í ána og náði í stafinn. „Við hljótum að hafa gert vitleysu," sagði hundeigand- inn, henti stafnum sínum aftur út í ána og það sama endurtók sig. „Hvað hefirðu borgað fyrir þenna hund?“ spurði vinurinn. „200 krónur.“ „Þú hefir verið hrekktur. Hann kann ekki einu sinni að synda.“ R. Burroughs TARZAINi 3191 I myrkrinu í hellinum var nú háður grimmur bar- dagi milli fjögurra manna. Tarzan fannst hann kannast við gefinn af mönnunum. — Skyndilega Ijættu mennirnir að berjast þegar þeir þekktu hverjir komnir voru. Menn- irnir sem fyxúr voru í hellin- um voru þá engir aði’ir, en prófessor Sutton og Paul Finch. iiargam goldfish, fidela, valetta, denisa, dalia, grillon, golfgarn. 'ÆRZL. Nærfatnaðm karlmanna «g drengja fyrirliggjandl LH.MULLER

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.