Vísir - 08.02.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 08.02.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. VISIR Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá Maðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Mánudaginh 8. febrúar 1960. Mikojan í sjónvarpi á Kúbu Gorfar af hersfyrk Rússa og lofar bylfinguna. Það er sagt, að það sé vingott milli Cary Grants, kvikmynda- leikarans vinsæla, og Ölmu Cogan, dægurlagasöngltonunnar, sem hingað kom um árið. Ekki vilja þau þó segja neitt um, að þau sé að hugsa um giftingu, en menn bíða bara átekta. Myndin er tekin í London fyrir fáeinum dögum. Stórfelld vegaspjöll um helgina. Klakastífla í Blöndu lokar Norður- landsleið og brýtur símastaura. Deyja al híta í B.-Aires. Mikil hitabylgja hefir gengið yfir Buenos Aires, svo . að allt h'f liefir verið lamað . í þessari 4 milljóna manna - borg í tíu daga. Hitinn hefir verið í kringum 33 stiga á Celsius á daginn og litlu , minni á nóttunni, svo að 10 manns hafa dáið af völdum . hans, en auk þess hafa orðið skemmdir á uppskeru í . grennd við borgina og eldur hefir gosið' upp víða. i Frá fréttaritara Vísis — Grindavík í morgun. Hér var öskurok af suðri um helgina. Þegar bátarnir komu úr róðri á laugardag var vonzku veður og svo var fram á sunnu- dag. Bátar róa ekki um helgar svo allir voru inni í höfn þegar veðrið var sem verst. Ekkert tjón varð af þessu veðri á mannvirkjum eða bát- um, enda var smástreymt, svo að kviku gætti ekki í höfninni þótt mikill sjór hafi verið úti fyrir. Afli var misjafn á laugardag, írá þremur lestum í 12 hjá Anastan Mikojan varaforsœt- isráðherra Sovétríkjanna flutti rœðu í gœr í Havana á Kúbu, en eftir uppþotið, sem varð í fyrradag, var hann fyrst úti á landi og var þar gestur bróður Castros, yfirmanns hersins. Ræðu Mikojans var sjónvarp- að. Hann kvað Rússa standa með Kúbumönnum í bylting- þeim aflahæsta. Ekki hafa feng izt menn á einn bát héðan, en allir aðrir hafa áhöfn. Þegar net verða tekin verða fleiri bát- ar gerðir út héðan. Eru útgerð- armenn vongóðir að nógir menn fáist, þegar þar að kemur og óþarft sé að harma fjarvistir Færeyinganna. ^ Sendiherrar í Moskvu segja, að Krúsév hafi af ásettu ráði og í tvígang við opinbera móttöku, látið sem hann sæi ekki kínverska ambassador- inn, Liu Hsiao. unni af „lífi og sál“ og væri það von þeirra, að hún efldist, — margt væri líkt um hana og byltinguna í Rússlandi fyrir hartnær 43 árum. Mikojan tal- aði af mikilli ákefð um hernað- arlegan styrkleika Sovétríkj- anna, og kvað Rússa nú geta gert eldflaugaárás á hvaða land í heimi sem væri, en stefna þeirra væri ekki styrjöld held- ur friður. Allmargir menn voru hand- teknir eftir uppþotið fyrir helgi — flestir stúdentar. Þeim hef- ur nú verið sleppt. Tildrög upp- þotsins voru, að andkommún- istar reyndu að fjarlægja sveig af minnismerki yfir byltingar- he'tjur, en Mikojan hafði lagt sveiginn á stallinn. Til þess að hindra þetta skutu lögreglu- menn og hermenn á nadkomm- únista, en Mikojan var hraðað á öruggan stað. í bili virtist æði grípa mikinn fjölda manna. Tveir menn féllu í skothríðinni, en nokkrir særðust. Brátt komst kyrrð á. — Orðrómur komst á kreik um, að Mikojan hefði verið sýnt banatilræði, en hjaðn aði að kalla þegar. Vöxtur í Hvítá í Borgarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá fréttaritara Vísis í Borgarnesi rétt um hádegisbilið í dag, höfðu bifreiðar komist eftir veginum hjá Ilvítárbakkaskála bæði kl. 11 í gærkveldi, og svo aftur . morgun, 'þó að erfitt væri. Hjá Hvítárbakkaskála var vatnið 70 cm. djúpt á veginum í morgun, en þegar dýpst var í nótt um 1,20. Fór vatnið að hækka kl. um 5 í gærdag, og hækkaði stöðugt til kl. um 3 í nótt, en fór þá aftur að sjatna. Fóru tómir mjólkurbíiar eftir i veginum í morgun, en vafalaust hvort þeir hefðu lagt í það hlaðnir, því að búast má við að vogurinn hafi skemmst, sér- staklega vegna þess að frost var ekki farið úr honum. Er því mjög varasamt að reyna við það fyrr en flóðið hefur fjarað út. Mikill bílafjöldi í Bretlandi. Um sl. áramót voru 8.5 millj. bíla og bifhjóla skrásett í Bretlandi. Þeim hafði fjölgáð um 700.000 á árinu, og gert er ráð fyrir, að þeim fjölgi enn meira á þessu ári eða sem srarar 2000 á viku hverri. Fólksbílar eru um 5 milljónir. Stórfelld vegaspjöll urðu víða, einkum suðvestanlands, af völdum rigningarinnar um helg ina. Medlar skemmdir virðast hafa orðið vestur í Dölum. Þar rigndi eldi og brennisteini og leysingin var gífurleg. Allir farvegir fylltust á örskammri stund og vatnsmagnið svo mik- ið að það komst ekki undii' brýrnar, heldur braut sér far- vegi framhjá þeim og braut skörð í vegina þannig að þeir eru ófærir sem stendur. í miðdölum fór Reykjadalsá vestan við brúna, skall þar á veginn og reif hann sundur svo hann er ófær sem stendur. Á Skógarströndinni kom ofsahlaup bæði í Vindá og Hörðudalsá og ollu þær báðar meiri og minni vegarspjöllum. í Vindá gróf frá fyllingu við brúna, þannig að erfiðleikum er bundið að komast þar yfir og varasamt, en þó ekki ófært tal- ið. Hins vegar fór Hörðudalsá Sovézk bókasýning var opn- uð í London í fyrri viku. Fregn í morgun hermir, að Rússar hafi kippt burtu um 50 sovézkum bókum af sýning- unni, „til þess að gott samstarf geti haldist“, en sýnendum hafði verið bent á, að til máls- sóknar og leiðinga kynni að koma út af þessum bókum, ef þær væru áfram á sýningurmi. Ekki var það þó vegna þess, að hér væri um kommúnistisk á- yfir veginn og gróf hann sundur svo að annaðhvort er þar ófært með öllu eða illfært. Á Fellsströnd í Dölum fór Hvammsá beggja megin við brúna og braut skörð í veginn. í Húnavatnssýslu flæddi Blanda yfir veginn undan Æsustöðum í Langadal, lokaði honum með öllu og braut þar 10 símastaura, svo að sima- sambandslaust varð norður í land. Þetta flóð í Blöndu orsak- aðist af klakastíflu og mun það hafa verið ísjakar sem skullu á símastaurunum og brutu þá. Bílar ætluðu sér að aka veginn um Langadalinn þrátt fyrir vatnsflóðið og héldu áfram unz vatnið var orðið 90 cm djúpt og fór dýpkandi. Þá sneru þeir við. Þótt Langidalur sé lokaður allri umferð, er Svínvetninga- braut fær, þannig að fært er þess vegna til Akureyrar. í gærkveldi lokaðist vegur- inn hjá Hvítárvöllum í Borgar- Frh. á 11. s. róðursrit að ræða, öðru nær, því að þetta voru verk brezkra höfunda, þýdd á rússnesku, — án þýðingar- og útgáfuleyfa, en Rússar eru sem kunnugt er ekki aðilar að alþjóðasamþykktinni, um útgáfurétt. — Times lætur vel yfir, að sýnendur brugðu skjótt við til að verða við til- mælunum, og vonandi segir blaðið, gerast sovétríkin aðilai' að alþjóðasamþykktinni innan langs tíma. Skemmdir af aftaka- veðri á lureyri. Plötur fuku af kúsum, rúður og grindur brotnuðu, og sumstaðar flæddi inn í kjallara. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Á laugardaginn gerði asa- hláku með aftakaroki í Eyja- firði og muna menn varla jafn öra hláku sem þessa. Úrkoma var lítil en hiti sem á vordegi og mátti heita að all- an snjó taki upp í einni svipan, ekki aðeins af láglendi, heldur og lengst upp til fjalla. Allt lág- lendi er alautt orðið og aðeins sér á smá skafla í Vaðlaheiði, sem áður var alhvít niður að sjó. Þessari hláku fylgdi af- spyrnurok og olli því talsverð um skemmdum á Akureyri, m. a. fuku járnplötur af húsaþök- um, garðgrindur reif upp og brotnuðu og loks brotnuðu sums staðar rúður í húsum. Á tímabili var óttast að Douglas-vél Flugfélags íslnads, Gljáfaxi, sem stödd var á Ak- ureyrarvelli myndi laskast af völdum veðursins, en sem bet- ur fór tókst að verja hana á- föllum. Var flugvélin nýlent þegar veðrið brast á og komst ekki af stað suður aftur. Veð- urofsinn var gífurlegur á flug- vellinum, svo að vindhraðinn komst upp í 12 stig, en hins vegar er þarna ekkert var eða skjól, svo tekið var til þess ráðs að aka jjarðýtum og „trukkum“ að flugvélinni og tjóðra hana niður. f varúðarskyni var vak- að yfir henni allan timann með- an veðurofsinn var mestur. Af völdum hlákunnar hljóp foráttuvöxtur í alla læki nyrðra og hvarvetna fossaði vatn nið- ur brekkur og hlíðar. Á Akur- eyri var flóðið á götunum svo mikið að niðurföll tóku ekki við því öllu og komst vatn sums staðar inn í kjallara. Sama mun hafa skeð á Dalvík að því er frézt hefur. Símasambandslaust er vestur um til Reykjavíkur, vegna símabilana í Húnavatnssýslu, en hægt að ná símasambandi aust- ur um land til Reykjavíkur. — Engar rafmagnstruflanir urðu norðanlands af völdum þessa veðurs. Ekkert tjón á bátum eía mannvirkjum. Ofsarok um helgina, allir bátar í höfn. Bækur fjariæg&ar af sov- ézkri bókasýníngu í London. Vorn þvddar iii* ensku oi* eií- ^cfnai* í heimildarlevsi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.