Vísir - 08.02.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 08.02.1960, Blaðsíða 1
12 síður R. árg. Mánudaginn 8. febrúar 1960. 12 síður 31. tbl. Frímerkjamáliil aiteias á byrjunarstigi. Grunur á að miklar birgðir hafi horfið Argentínsk herskip og flugvélar króa erlendan kafbát inni. ------------- Hans varð fyrst vart fyrir viku suður af Ruenos Aires. Enn virðist langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í frímerkjamálinu svonefnda, og er rannsókn málsins haldið viðstöðulaust áfram. Endurskoðun á gömlum bngðum póstmálastjórnarinnar hefur farið fram undanfarna daga, og hefur Benedikt E. Árnason stjórnarráðsfulltrúi haft með hana að gera. Hafa allar gamlar birgðir þegar verið taldar, og skýrsla um þá talningu send sakadómara. Samkvæmt þessari skýrslu leikur sterkur grunur á að tölu vert magn af svokölluðum ,.Balbó“ merkjum vanti í birgð- irnar, og eru allar líkur fyrir, því að þessi merki hafi horfið á svipaðan hátt og þau, sem þegar er upplýst um. Rannsókn á bókum póstmálastjórnarinn- ar varðandi þessi merki, er samt ekki lokið enn, þannig að ekki er upplýst hve mikið magn af þessum merkjum hefur horf- ið á „eðlilegan“ hátt, en sá möguleiki er fyrir hendi að ein- hver hluti upplagsins hafi verið látinn af hendi. Hér er þó um svo mikið magn að ræða — sem horfið hefur — að lítil lik- indi eru fyrir því að það sé eðlilegt. Þá hefur og komið í ljós að einkennilega mikið magn af þessum merkjum er á markaðnum. Venjan mun vera sú að um 4400 merki eru tekin frá af hverri útgáfu, og er upplýst, að 5900 merki voru tekin frá af einnar-krónu merkjunum í þessari seríu, 4600 af 5-krónu merkjum og 4000 eintök af 10- kr. merkjum. f þessar birgðir mun nú vanta 300 seríur, og á rannsókn eftir að leiða í ljós hvernig þær hafa horfið. Endurskoðun á þessum gömlu birgðum mun ekki hafa farið fram áður, og er þar af leið- andi erfitt að átta sig á því, hvenær þetta hvarf hefur átt sér stað. Verðmæti þessara 300 horfnu sería mun nú vera hátt á aðra milljón króna. Hnúkaþeyr á Austfjörðum í nótt komst lojthitinn upp í 16 stig á Dalatanga. Er það mestur hiti, sein hér hefur orð- ið í febrúar s.l. 25 ár, sagði veð- urstofan í morgun. Klukkan 9 í morgun hafði kólnað um eina gráðu og var búizt við því að veður færi kólnandi þar sem annars staðar á landinu. Á Vestfjörðum var komið fi-ost í morgun. Rússar keppa vestan hafs. Rússneskir bílar munu keppa á bandarískum bílamarkaði seinna á árinu. Bandarískir bílasalar hafa samið um innflutning á 10.000 rússneskum bílum á þessu og næsta ári. Það verða Moskvitz, sem keyptir verða. Fregnir frá Argentínu herma, að argentískum herskipum og flugvélum liafi tekist að króa inni erlendan kafbát á flóa suð- ur af höfuðborginni. Þykjá þetta óvenaleg tíðindi, þar sem eins'dæmi má heita, að tekist hafi að króa kafbát þannig inni. Hann hefur verið á snuðri við strendur á fríðar- tima, en oft heíur kafbáta orð- ið vart, út af Argentínuströnd- um og víðar. Ekkert er látið uppi varðandi neinn grun um frá hvaða landi kafbátur þessi sé, en hans varð vart í flóanum fyrir viku, og síðan hafa flug- vélar stöðugt verið þarna. á sveimi og herskip verið á verði, til þess að hindra hann í að komast undan. Djúpsprengjum hefur verið varpað til þess að reyna að knýja hann upp á yfirborðið. Kafbáturinn sagður laskaður. í síðari fregnum segir, að talsmaður flotans hafi neitað, að láta hafa nokkuð eftir sér en eftir öðrum heimildum að dæma hefur kafbáturinn lask- ast í árásum, sem gerðar hafa verið á hann, en kunnugt er, að flugbátur, sem hafði djúp- sprengjur innanborðs tók þátt í þeim. Þá hefur verið sagt, að tundurduflum hafi verið lagt í mynni Nuveo-flóa, þar sem kafbáturinn er króaður inni. Banaslys í Fossvogí í bifreiðaárekstri. SiglfírÖingar fara í verið. Siglufirði í gær. Mikill fjöldi fólks frá Siglu- firði hefur nú farið í atvinnu- leit í verstöðvarnar syðra. Atvinna er lítil í Siglufirði sem stendur. Að vísu veiða bát- arnir sæmilega þeir sem á ann- að borð stunda sjóinn, en þeir eru fáir og auk þess aðeins litlir bátar. Togbátarnir eru enn ekki farnir á veiðar, en fara hvað úr hverju að búast á þær. þær. Togararnir hafa verið á heimamiðum undanfarið og afl- að illa. Er gert ráð fyrir að þeir sigli með aflann, og fyrir bragð- ið veita þeir 'litla atvinnu í landi. U Nu sigrar glæsilega. Allar líkur benda til, að úr- slit í þingkosningunum í Burma verði stórsigur fyrir U Nu. Flokkur hans hefur fengið 57 þingsæti en ókunnugt er um úrslit í 160 þingdæmum. Fulln- aðarúrslit verða ekki kunn fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Flokkur U Nu’s gerði það að stefnuatriði i kosningunum, að Buddhatrú yrði viðurkennd rikistrú. Lest hrapar í Chile-f jöllum. 35 bíða bana, - yfir 50 meiðast. Ægilegt járnbrautarslys var í Mið-Chile í gær. Járn- brautarlest hljóp af sporinu uppi í fjöllum og biðu a.m.k. 35 menn bara, en yfir 50 meiddust. Þetta gerðist bar sem kröpp beygja er á brautinni en snarbrött lilíð fyrir neð- an. Lestin var að flytja verkamenn úr koparnámu og fjölskyldur þeirra, en fólkið var í skemmtiferð til fjalla. Barn lézt og fjórir aðrir slösuðust. Banaslys varð á Reykjanes- braut síðdegis í gær við það að tvær bifreiðar rákust á. Fjórir aðrir slösuðust meira eða minna. Áreksturinn varð í brekkunni sunnan við Fossvoginn á svæð- Hví ærast þeir? Hvað veldur hatri kommúnista og Framsóknar? Aldrei hafa íslenzkir stjórnmála- flokkar veriS eins sjúklega haturs- fullir og kommúnistar og Framsókn- armenn nú vegna væntanlegra við- reisnaraðgerða ríkisstjórnarinnar. — Menn spyrja að vonum, hvað valdi þessu hatri flokkanna. Spurningunni er auðsvarað: ★ Þessi flokkar óttast báðir að- gerðirnar, því að þær geta skapað þann heilbrigða grundvöll fyrir at- vinnuvegina, sem vinstri stjórnin gat ekki skapað. ★ Þessir flokkar meta hatur sitt á stjórnarflokkunum — en fyrst og fremst á Sjálfstæðisflokknum — meira en þjóðarnauðsyn. ★ Þessir flokkar vita, að áhrif að- gerðanna koma fljótt í Ijós, svo að nú verður að bregða skjótt við, ef auðið á að verða að hindra þau með lamandi verkfallsskriðu. ★ Það, sem þessir flokkar vilja sízt, er að gefa nokkum frest til að láta aðgerðirnar sýna gildi sitt. ★ MESTA NAUÐSYN ÞEIRRA ER AÐ RUGLA ÞJÚÐINA STRAX! inu milli Álfhólsvegar og Ný- býlavegar. Þar var Volks- wagenbifreið P 384 á leið suður, en R 587, sem er leigubifreið að koma að sunnan og á leið til Reykjavikur. Erfitt er að gera sér grein fyrir tildrögum slyssins, en svo virðist þó sem leigubifreiðin hafi haldið sig réttu megin á veginum, en Volkswagenbif- reiðin hinsvegar ekið skyndi- lega inn á veginn rétt áður en bílarnir mættust. Bifreiðarstjórinn í leigubif- reiðinni kvaðst hafa séð til ferð- ar bílsins sem á móti kom, en hann hafði tekið beygjuna inn á veginn svo seint að árekstur hafi verið óumflýjanlegur. Áreksturinn varð mjög harð- ur, enda munu báðir bílarnir hafi verið á nokkuð mikilli ferð. Við höggið brotnaði allur fram- hluti Volkswagenbifreiðarinn- ar, auk þess sem framrúðan brotnaði við það að ökumaður- inn og farþegi við hlið hans skullu á hana, stýrishjólið beyglaðist allt og sætin köstuð- ust til. Virðist bíllinn í fljótu bragði vera nær eyðilagður, en leigubifreiðin skemmdist lika mikið og voru þær báðar óöku- hæfar á eftir. Framh. á 11. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.