Vísir - 16.06.1961, Síða 4

Vísir - 16.06.1961, Síða 4
4 V I S I R Föstudagur lG. júni 1931 BOÐ TIL RÚSSLANDS, DAN- MERKUR OG SVÍÞJÚÐAR. Jóni Engilberts boHió að sýna á erlendum vetfvangi. Flestum munu þykja skatt- skýrslur ein hin leiðustu plögg sem hugsast geta, andlausustu og þurrustu sem menn Ijá nöfn sín undir. Að minnsta kosti ein skatt- skýrsla er þó til með allt öðr- um og líflegri svip en þær venjulegu, og sú skýrsla hang- ir á vegg í skrifstofu skatt- stjórans í Reykjavík. Hún er í vandaðri umgjörð og skipar heiðurssess á veggjum skatt- stjórans. ai en sá, að mér var poðið að sýna þar. Og úr því að mér var boðið að sýna hví skyldi ég þá ekki gera það? Sá sem bauð var skólastjóri Iðnskólans, Sigurgeir Guð- mundsson heitir hann. Sigur- geir hefur brennandi áhuga fyrir því að Hafnfirðingar megi og geti notið annarrar listar en kvikmyndasýninga einna. Hann vill að Hafnfirð- mgar geti líka skoðað málverk samtíðarmanna og þess vegna Jón Engilberts listmálari. Á skattskýrslunni er engin dálkafylking og engar raðir af (tölustöfum eins og venja er til. Hinsvegar eru teiknaðar þar á fagurlegan hátt tvær allsnaktar manneskjur, karl og kona, í innilegum faðmlögum. Það var allt og sumt sem á skattskýrsl- unni stóð, ásamt nafni þess.sem skýrsluna sendi, en sá heitir Jón Engilberts. Aleiga hans á þeim árum var ástin og skýrsl- an talaði í öllum einfaldleik sínu máli. Frekari skýringa þurfti ekki við. Nú sýnir sá sami Jón Engil- berts listaverk sín, 21 að tölu, í Iðnskóla Hafnarfjarðar og þar verður sýning hans opin dag- lega kl. 2—10 e.h. fram eftir mánuðinum. — Hvers vegna sýnirðu í Hafnarfirði? spurði Vísir lista- manninn? — Eg ætlaði ekki að sýna þar. Það er svo margt sem skeður öðru vísi en ætlað er. — Hvað kom fyrir? — Ekki nokkui hlutur ann- hefur hann bæði boðið mér og fleiri málurum að sýna í húsa- kynnum skólans. — Hafðirðu alls ekki ætlað þér að sýna á næstunni? — Jú, mér hafði dottið í hug að sýna í haust hérna í Reykja- vík og átti þess vegna tiltækar myndir, meira að segja talsvert fleiri en þær sem ég sýni í Hafnarfirði. — Svo þú heldur kannski sýningu líka í Reykjavík i haust? — Ætli það. Annars er allt í óvissu. Eg hef líka verið slæmur til heilsunnar undan- farið og legið lengst af í rúm- inu undanfarna mánuði. — Blöðin skýra frá því að frú Furtseva, menntamálaráð- herra Rússlands hafi boð)ð þér að sýna í sínu heimalandi. — Já, það er satt. En blöðin sögðu líka að hún hefði verið súr á svipinn þegar hún leit inn á sýninguna hjá mér. Eg minn- ist þess ekki. Hún var þvert á mótí kampakát og skrafhreifin þá stund sem hún dvaldi á sýningunni og ræddi við mig lengi. listamann og ég hefi ekki efni á því. Þetta var heldur ekki formlegt boð, heldur aðeins munnlegt. — Gerirðu að öðru leyti ráð fyrir að taka þátt í listsýning- um erlendis? ' — Það er óvissa með það eins og allt annað. Það getur verið að ég sendi myndir á sýn- ingu hjá Kammeraterne íKhöfn í haust. Eg er einn af meðlim- Eg sagði að hún mætti velja sér mynd. Mér væri ánægja að geía henni málverk til minn- ingar um komuna. Hún kvaðst ekki vilja þiggja það, því hún vissi að listamönnum veitti ekki af þeim peningum sem þeir fengju fyrir verk sín. Þeir mættu ekki gefa þau, og ef þeir byðu verk sín samt sem áður sem gjöf, mætti viðkomandi ekki þiggja. Svo bauð hún mér að sýna myndir mínar í Rússlandi. Það var fallega boðið og ég er henni þakklátur fyrir þann heiður. — Og þú ætlar að þiggja boðið? — Hefi ekkert ákveðið um það ennþá. Það fer að nokkru eftir heilsunni. En það fer líka eftir því hvort mér verður boð- ið að kosta flutningin á mynd- unum fram og til baka. Það er dýrt spaug fyrir fátækan um þess félags og hefi oft sýnt með. þeim. Hvort ég geri það í haust er óráðið. Mér hefur líka verið boðið að sýna hjá öðrum dönskum aðila, Unionen, og líka á grafiskri sýningu í Sví- þjóð í sumar. En ég veit ekki --------ég er ekki eins viljug- ur og áður að taka þátt í sýn- ingum. Nýja brumið er farið af því. — Og sjálfur ertu ekKi að hugsa um að sigla á næstunni? — Ekki nema þá helzt til þess að fara mér til heilsubótar. Eg barf þess með. Eg hefi pant- að pláss á sjúkrahúsi í Khöfn, en ekki fengið það ennþá. Eg veit ekki hvað verður .... — Nokkuð annað í deigl- unni? — Nei, fyrst verður maður að hafa heilsu og vinnuþrek, þá fyrst ér unnt að ætlást eitt- hvað fyrir. Vihurhaup J*ý<»r)*•#*#•/«: Fyrsía sentíing verð ur 1000 lestir. Getur farið þegar að loknu verkfaili. Eins og kunnugt er, hefir Hafnarfjarðarbær samið við þýzkan iðnrekanda um sölu á vikri til útflutnings. Vikurinn verður tekinn úr svokölluðum Óbrynnishólum, sem eru skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, og samið hefir verið við Eimskipafélag íslands um flutning á honum. Kom fyrst til orða, að Tröllafoss yrði notaður til flutninganna, en hann mundi taka um 4000 lest- ir, en ekki er víst, að hann verði fyrir valinu, ef heppilegra þyk- ir að senda eitthvert annað skip. Nú er svo komið, að öllum undirbúningi á þessum vikur- kaupum er lokið, og geta flutn- ingar á vikrinum hafizt jafn- skjótt og verkfallinu lýkur. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk í morgun hjá Stefáni Gunnlaugssyni bæjar- stjóra Hafnarfjarðar, mun verða byrjað á að senda 1000 lestir og á sú sending að geta farið, samkvæmt því sem að framan segir, þegar verkfallinu hefir verið aflétt. Golda Meir þakkar. Utanríkisráðherra fsraels, frú Golda Meir, hefur sent for- seta íslands þakkarskeyti fyrir alúðlegar móttökur á íslandi. Utanríkisráðherra íslands barst einnig skeyti, mjög svip- að orðað. í skeyti sínu til forseta ís- lands fórust utanríkisráðherra fsraels orð á þessa leið: ,,Eg vil hér með færa yður og forsetafrúnni alúðlegustu þakkir mínar fyrir yðar ein- stæðu gestrisni. Mér þótti það sérstakur heiður, að kynnast yður, og það var mér sönn á- nægja að komast að raun um, hversu mikinn áhuga þér sýnd- uð landi mínu og hve mikið þér vissuð um það að fornu og nýju. Eg mun aldrei gleyma heim- sókn minni til íslands, né heldur kynnum mínum af þjóð- inni, sem landið byggir, þjóð með hetjulund. Kærar þakkir. Golda Meir.“ Drengir á batavegi. Báðir drengirnir sem slösuð- ust á dögunum, annar við það að hrapa norður á Skagaströnd, hinn við hnífstungu í Keflavík, eru nú á batavegi að því er við- komandi sjúkrahússlæknar telja. Um drenginn í Keflavík, Hall björn Sæmundsson,, er það að segja að það er fyrst nú að læknar telja hann kominn yfir mestu hættuna. Fram til þessa hefur hann verið mjög veikur og haft miklar blæðingar. En nú virðist hann vera kominn yfir það örðugasta og læknar telja hann úr lífshættu nema eitthvað óvænt komi fyrir. Drengurinn sem hrapaði í Króksbjargi á Skagaströnd, Sigurbergur Ragnarsson frá Hlíð á Snæfellsnesi, er á góðum batavegi, að því er Landspítal- inn hefur tjáð Vísi. Hafnarfjúrður Otsölumaður Vísis í Hafnarfirði er Oliver Steinn, bókabúðinni, Strandgötu 39, sími 30043. — Sölubörn, sem vilja selja blaðið á götum Hafnar- fjarðar, eru beðin að snúa sér til hans. Dagblaðið V í S I R

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.