Vísir


Vísir - 16.06.1961, Qupperneq 16

Vísir - 16.06.1961, Qupperneq 16
Föstudagur 16- júní 1961 17. júní stimpill. Tilkynning frá Póst- og simamálastjdrninni. Svo sem áður hefur verið til- kynnt gefur póst- og símamála- stjómin út þnjú ný frímerki hinn 17. júní í tilefni 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Sérstakur dagstimpill mun þá verða notaður í Reykjavík í stað hins vanalega útgáfudags- stimpils og verður bréfapóst- stofan opin kl. 8—13 þann dag. Rvik, 15. júní 1961. Loftleiöir kaupa 4. Cloud- masterinn. Á aðalfundi Loftleiða í gær taldi formaður, Kristján Guð- laugsson hrl., nauðsyn bera til að keypt yrði í haust fjórða Cloudmasterflugvélin til þess að fullnægja flutningaþörf- inni, enda þótt félagið yrði að fara hægt í sakirnar um frekari útþenslu. Formaður vakti athygli á þeim vanda, sem flugfélögun- um vaeri á höndum vegna verk- fallanna á s.l. ári og nú. Enn- fremur minntist hann á samn- ingaumleitanir um rekstur á Keflavíkurflugvelli, sem fóru út um þúfur. Nú væri fluglið Enginn dans. Þjóðhátíðarnefnd hefur nú tilkynnt að enginn dans verður á götum bæjarins annað kvöld, né heldur veitingasala úr tjöldum og skúrum. Nefndin telur þetta óhjákvæmilegt, þar sem Dagsbrún hefur synjað um undanþágu til undir- búnings hátíðahöldunum. Víst er, að þessi afstaða Dagsbrúnar kemur fólki spánskt fyrir sjónir. Fólk skilur ekki hvaða ami verkfallsmönnum geti verið að því, að bæjar- búar fái að halda þjóðhátíð með svipuðu sniði og verið hefur. Það er óhætt að segja, að Reykvíkingar muni sakna þessa þáttar hátíðahaldanna, sem ávallt hefur sett sinn svip á bæinn. Að öðru leyti mun reynt að hafa dagskrá há- tíðahaldanna með svipuðu sniði og verið hefur. EDLILEG VfNSALA. Vísir hafði í morgun samband við vínbúðina á Snorrabraut og innti eftir áfcngissölu síðan verkfallið hófst. Verzlunarstjórinn gaf þær upplýsingar, að salan nú væri alveg eðlileg. Fyrst eftir að verkfallið hófst dró aðeins ur henni, en nú væri salan sem sagt alveg eðlileg, hvorki meiri né minni. félagsins eingöngu íslenzkt, en áður hefðu verið nokkrir er- lendir menn í þjónustu þess. Fyrrverandi lögfræðingur ^Loft- leiða í New York hefði nú verið ráðinn framkvæmdastjóri þess þar í borg. Þá tók framkvæmdastjóri Loftleiða, Alfreð Elíasson, til máls og gaf m. a. eftirfarandi upplýsingar í skýrslu sinni: Alls voru flognar 350 heilar hringferðir milli Ameríku og Evrópu auk tveggja ferða milli íslands og Evrópu. Raunveru- leg aukning á farþegaflutningi er 13.6% miðað við nýtta sæta- km. Fluttir voru á árinu 40,773 farþegar á móti 35,498, tæp 15% aukning miðað við höfða- tölu. Vöruflutningar jukust um 15% og póstflutningur um 25%. Flugvélar flugu samt. 12.969 klst. og var hver flugvél að jafnaði um 9 klst. á lofti á sólarhring og talin sérlega góð nýting. Nýju Cloudmastervélarnar Leifur Eiríksson og Snorri Sturluson byrjuðu áætlunar- flug 1. apríl, Hekla í förum allt Framh. á bls. 5. Þessi mynd var tekin niðri í Alþingishúsgarði í gær, en þar eru á hverju ári teknar myndir af nýstúdentum. — VALBJÖRK SELUR HÚSGÖGN FYRIR 2 MILUÓNIR. í gær undirritaði amerískur kaupsýslumaður samning við húsgagnaverksmiðjuna Val- björk á Akureyri um kaup á húsgögnum fyrir 2 milljónir ís- lenzkra króna. Framleiðsla Valbjarl^ar á Akureyri á húsgögnum er löngu landskunn, enda er Val- björk í röð stærstu húsgagna- framleiðenda landsins. Fyrir nokkru sendi verksmiðjan nokkur sýnishorn af fram- leiðslu sinni á sýningar bæði í New-York og Minneapolis. Þar vöktu þau mikla athygli, og nú gerði amerískur kaupsýslumað- ur, sem á stóra húsgagnaverzl- un í Minneapolis, • sér ferð á hendur til íslands til að athuga möguleika á framleiðslu hús- jum 17. eöa 7. nóv. Rosi í dag, en skárra a morgun Þegar Vísir hafði samband við Veðurstofuna í morgun fékk hann þær upplýsingar, að útlitið væri heldur leiðinlegt. Mætti jafnvel búast viðsvipuðu veðri og var 17. júní í hitt eð fyrra, en þó starida vonir til þess, en eins og menn muna var þá, norðvestan rok og kuldi hér sunnanlands, en snjókoma fyrir norðan. Djúp lægð er nú skammt fyr- ir sunnan Vestmannaeyjar; hún hreyfist í norðaustur og verð- ur líklega yfir miðju landinu um kl. 18 í kvölc og vfir Mel- rakkasléttu um miðnætti. Með- an lægðin gengur yfir má búast við brejdilegu veðri hcr á landi. Verður líklega .uðlæg átt á 1 Suðausturlandi, en norðlægur vindur á Vestfjörðum. A morg- un verður líklega norðanátt uni allt land og heldur batnandi veður. Kommúnistar hafa nú komið í veg fyrir, að unnt verði að skreyta bæinn vegna hátíðarinnar á morg- un, og mun það víst ekki hafa komið öllum á óvart. Þjóðhollusta þeirra hefir aldrei verið dregin í efa og enn hafa þeir fært sönnur á hana á hinn rækilegasta hátt. Skyldu þeir hafa neitað um nauðsynlegar undanþágur, ef hér hefði verið stjórn með réttum lit og hún viljað láta flagga og sitthvað meira 7. nóvember. Hver svari fyrir sig! gagna hérlendis fyrir amerísk- an markað. Kaupsýslumaður þessi, Ro- bert Echhorn að nafni, skoðaði verksmiðju Valbjarkar í gær og leizt honum prýðilega á. Var í gær jafnframt undirritaður samningur milli hans og fyrir- tækisins um sölu á húsgögnum íyrir 2 milljónir króna til að byrja með. Eru þetta aðallega borðstofuhúsgögn, sófaborð og stakir stólar með skinn- eða gæruáklæði. Fer fyrsta send- ingin utan i septembermánuði n.k., en afgreiðslu á allri pönt- uninni á að vera lokið fyrir n.k. áramót. Sami maður er ennfremur að athuga kaup á verulegu magni af Gefjunnar áklæði og værðar- voðum, en frá samningum hafði ekki verið gengið í gær. Veðurhorfur: NA-hvass- viðri og rign- ing fyrst, síð- m NV-átt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.