Vísir


Vísir - 18.07.1961, Qupperneq 1

Vísir - 18.07.1961, Qupperneq 1
VISIR Þriðjudagur 18. júlí 1961. — 161. tbl. síldí svarta í SVARTA boku var síldar- í mikilli síld í nótt flotinn enn er leið út af Glettingi, Seyðis- firði og Dalatanga. í morgunskýrslu Fiskifélags- ins, segir að sólarhringsveiðin, frá kl. 7 í gærmorgun til jafn- lengdar í morgun, hafi verið 3720 mál og tunnur. Og er Vís- ir talaði til Raufarhafnar og Seyðisfjarðar í morgun, var kunnugt um 20 skip sem tilk. höfðu afla sinn frá kl. 8 í morg un til kl. rúml. 11 fyrir hádegið með alls um 12000 mál og tn. Það er orðið erfitt að losna við síldina hér um slóðir og eystra sagði Einar Guðmunds- son fréttaritari blaðsins á Rauf arhöfn. Skipin sem tilk. hafa um afla sinn í morgun, munu sennilega flest sigla vestur, því hér er nú 2 sólarhringa lönd- unarbið. Þá hafa tvær söltunar stöðvar orðið að hætta söltun í bili a.m.k. vegna tunnuskorts. í höfninni biðu 13 skip með um 10 þús. mál alls. Síldarleitin á Seyðisfirði sagði, að á Vopnafirði væri nú allt að tveggja sólarhringa löndunar- bið. Þar búast menn við tunnu skipinu á hvaða augnabliki sem er, en sennilega hefur þokan, sem er mjög svört, tafið sigl- ingu þess. í morgun kl. 9 var gert hlé á söltuninni á Seyðis- firði, en þar er nú búið að salta í um 10 þús. tn. Skipin sem tilk. höfðu um afla eftir kl. 8 í morgun voru þessi: Helga ÞH 700 mál, Mím- ir ÍS 800, Akurey SF 200 tn., Þorbjörn GK 950, Höfrungur II. 1500, Vonin II. 850, Dofri 500, Jón Garðar 750, Sig. Bj. 1400, Árni Geir 950, Ófeigur III. 850, Vísir KE 650, Snæfell 1500. Þorleifur Rögnvaldsson 700, Helgi Helgason 1500, Aðal björg 600, Pétur Jónsson 700, Skarðsvík 400, Baldvin Þor- valdsson 500, Heimir KE 600. Þarna sést íslenzka fegurðardísin Kristjana Magnúsdóttir í hópi átta blómarósa frá ýmsum löndum. Stúlkurnar voru í heimsókn í Hvíta húsinu í Washington. Þegar þær voru úti á gras- flötinni vildi svo til, að Kennedy forseti var að koma heim af ráðstefnunni í Hyannis. Viku- blaðið Newsweek segir, að hann hafi staldrað við, þegar hann sá hinar fögru stúlkur og horft um öxl til þeirra. Skyldi hann hafa hrifizt af fegurð hinnar bláeygu Venusar frá íslandi, eins og amerísku blöðin hafa kallað Kristjönu. Það er Kristjana, sem stendur á myndinni. Hvíta húsið er í baksýn. Hin bláeygöa Venus Norðurlandaskákmöt Á föstudagskvöldið hefst hér í Reykjavík Norðurlandameist- aramótið í skák. Teflt verður í Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar og hefst keppnin kl. 7. í landsflokki er meðal kepp- enda af íslands hálfu, þeir Ingi R. Jóhannsson. Gunnar Gunn- Saltendur vilja fá 50 millj. kr. ríkisábyrgð. Kristjana l\lagnúsdóttir komst i úrslit i Miami. Islenzku fegurðardrottn ingunni ungfrú Kristjönu Magnúsdóttur, sem fór út til fegurðarsamkeppni í Miami á Florida hefur geng ið mjög vel. Hún komst í tölu þeirra 15 stúlkna sem kepptu til úrslita. Hinsveg- ar varð hún ekki meðal hinna 5 efstu, en það eitt er mikill sigur að komast í hóp 15 efstu af nærri 70 keppendum. arsson, Ingvar Ásmundsson, Jón Þorsteinsson, Guðmundur Ágústsson og Jón Pálsson. Frá Svíum verða þarna tveir kepp- endur í landsliðsflokki, Hilding Brynhammar og John Ljung- dahl, Aksel Nielsen verður frá Danmörku, en enginn verður í þetta skipti frá Noregi. hún Blað sjávarútvegsmálaráð- herra, Alþýðublaðið, segir frá því í morgun, að stjórn Félags síldarsaltenda á Norður og Austurlandi hafi í gærdag snú- ið sér til Emils Jónssonar sjáv- arútvegsmálaráðherra og farið fram á að sett verði bráða- birgðalög, sem heimili ríkis- stjórninni að ábyrgjast lán gagn vart bönkum landsins, sem síldarsaltendur ,á Norður og Austurlandi fái út á síldarsölt- un umfram hina gerðu sölu- samninga. Er farið fram á lán til söltunar 60.000 tunna. f gær ræddi ríkisstjórnin mál þetta á fundi sínum. Er talið Iíklegt að leitað verði umsagn- ar síldarútvegsnefndar og fél- ags síldarsaltenda á Suðurl. Fjárupphæð sú sem ríkið myndi þurfa að ábyrgjast er að upp- hæð 50 millj. króna. I gær um kl. 4 síðdegis hringdi síminn í húsinu Hraunbraut 1 í Kópavogi. Þar var móðir Knstjönu. Hún tók símann og hevrði sagt í hann. — Halló, mamma, þetta er Kristjana. — Ég er útí Miami. £g varð alveg hissa, sagði Zanny Clausen móð- ir Kristjönu, þegar Vísir talaði við hann í gær. Þetta hlutu að vera einhverjar stórar fréttir og ég heyrði í henni alveg eins og sæti við hliðina á mér. Erfitt starf. — Henni hafði gengið vel? spurði fréttamaður Vísis. — Já, ljómandi vel. Henni þótti mjög gaman að þessu, en fannst það fullerfitt. Hún sagði að þær yrðu að fara á fætur kl. 8 á morgnana og væru á fótum fram á rauða nótt. Aragrúi af bréfum. — Hefur Kristjana komið fram í sjónvarpi? — Já, ég er nú hrædd um það. Og hún sagði, að það hefði tekizt vel. Hún hafði verið kynnt í sjónvarpsþættinum sem fulltrúi fslads. Síðan var hún alveg steinhissa á því, hvað hún hafði fengið mörg bréf og símskeyti frá íslendingum sem búa í Bandaríkjunum og þökk- uðu henni kærlega fyrir það hvað hún hafði komið vel fram fyrir íslands hönd. Flýtir sér heim. — Ætli hún komi nokkuð heim aftur fyrst þetta gekk svona vel, spurðum við. Ætli hún gerist ekki bara sýningar- dama eða filmsstjarna. — Ég held hún komi heþn, svaraði móðir hennar. — Ekki var annað á henni að heyra í símanum, en að hún hefði heim- þrá, blessunin. Hún þarf að fara Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.