Vísir - 25.07.1961, Síða 8

Vísir - 25.07.1961, Síða 8
8 V ISIR Þriðjudagur 25. júlí 1961 Ritstjórar: Hersteinn Pólsson Gunno* G Schrar.i Aðstoðarritst|óri ^xel fhcrsteinsson Fréttastjór ar: Sverrir Þórðarson, Porsfeinn Ó Thororensen Ritstiórnarskritstofur: Laugovegi 27 Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœt' 3 Áskriftargjald er krónur 30.00 ó mónuði - í lausasolu krónur 3.00 eintakíð Slmi 11660 (5 línur) - Pélap«> prentsmiOjan h.f., Steindórsprenf h.t. Eddo n . Frjáls menning. Útsvörin. Bók ársins, útsvarsskráin, er komin út. Það sem helzt vekur athygli, þegar litið er yfir niðurjöfnunina, er að niðurjöfnunarnefnd hefir treyst sér að lækka útsvarsstigann frá því í fyrra, þannig að álögurnar verða léttari á borgurunum. Er stiginn nú 11 % lægri en hann má vera samkvæmt lögum. I bein- hörðum krónum þýðir þetta að Reykvíkingar hefðu orðið að greiða yfir 9 milljónum króna hærri útsvör í ár, en þeir gera, miðað við álagningarstigann í fyrra. Skattar og opinberar álögur eru lítt fallnar til þess að auka vinsældir þeirra aðila, sem leggja þær á. Hitt dylst engum að ekki verður stórhuga bæjarfélag rekið án þess að tekjur þess séu nægilegar fyrir þeim fram- kvæmdum, sem borgararnir og bæjaryfirvöldin telja sjálfsagðar. Sú þjónusta, sem bæjarfélagið veitir okkur Reykvíkingum fer ávallt vaxandi, allt frá skólum til gatnagerðar, svo tvö ólík atriði séu néfnd. Við teljum þessa þjónustu sjálfsagða, sem hún og er, en emhvers staður verður að taka peningana til þess að greiða íf/rir þjónustuna og framkvæmdir. Það má teljast mjög vel að unnið að eftir langt verkfall, sem hafði í för með sér 11 millj. króna hækkun á útsvörum bæjarbúa, skuli bæjaryfirvöldin engu að síður geta lækkað útsvarsstigann. Það sýnir að fjár- málastjórn bæjarins er traust; í stað sívaxandi álaga er dregið úr skattheimtunni. Reykvíkingar kunna án efa vel að meta slíka fjár- málastjórn, því það veit hver maður bezt sjálfur, að erfiðara er að afla fjársins en eyða því. Fyrir helgina var skýrt frá því, í blöðum, að félagið Frjáls menning hefði efnt til happdrættis með nýju sniði, húshappdrættis, til styrktar starfsemi sinni. Það færi vel á því að sú umleitan hlyti góðar undirtektir landsmanna. Frjáls menning er samtök menntamanna og markmið þeirra er að berjast fyrir frjálsri hugsun og frjálsri menningu og gegn þeim öflum, sem á öndverðum meiði eru. Sízt er slíkra samtaka vanþörf hér á landi, þar sem heill stjórnmálaflokkur hefir það á stefnuskrá sinni að fjötra listir, bókmenntir og allt menningarlíf flokki sínum til framdráttar. Þar hefir stór hópur manna unnið að því árum saman að boða þá kenmngu, að sá einn mennta- eða listamaður ætti tilverurétt skilinn, sem gengi undir hið pólitíska jarðarmen. Það er gegn slíkum tilraunum til þess að gera list- ina að pólitík og menninguna að atkvæði á altari flokks- ins, sem Frjáls menning mun berjast. átur Sovétríkin og Kína. I. Hugall lesandi hyggi að gátu. TELJA má gátu Rússlands all-auðráðna um þessar mundir í framhaldi undan- genginna ára um alllangt skeið. Og eigi ætti oss ís- lendingum að reynast hún torráðnari en öðrum Norð- urlandaþjóðum. Svo skýrar spéspegilmyndir eigum vér af henni í eigin þjóðlífi, sem þó ótvírætt benda í þá átt. Gáta Sovéts virðist því fremur auðráðin og harla gagnsæ í samanburði við kínversku gátuna. Enda er erfiðara að afla sér traustr- ar vitneskju og sannana á kínverskum vettvangi en sovézkum, og auk þess eru „Sínólógistar“ (sérfræðing- ar um kínversk málefni) skemmra á veg komnir en „Kremlínólógistar" vorra daga. Séu borin saman þessi tvö miklu kommúnistaveldi, verður brátt harla ljóst, að Kínverjar eru Sovétum miklu fúsari að tefla á tvær hættur, og það jafnvel á yztu nöf, með slíku kæru- leysi, að auðveldlega gæti valdið árekstrum á alþjóða- vettvangi. Getur þetta verið afleiðing þess mismunar, er eðlilega gerir vart við sig hjá æsku og miðjum aldri. Sé allt athugað, hafa Kína- kommúnistar enn aðeins verið við völd liðugan ára- tug, en Rússar fulla fjóra tugi ára. Þessi áberandi mismunur er augljós og gætir bæði i utanríkismálum sem innan- ríkismálum. í utanríkismál- um blasa við hin mörgu deiluefni milli stjórnenda Rússlands og Kína, þótt reynt sé að breiða sem bezt yfir þau. M.a. hvort óhjá- kvæmileg sé styrjöld „al- þýðulýðveldanna“ (en það eru kommúnistahjarðirnar) við „heimsvaldasinna“ (þ.e. vestrænu þjóðirnar, en þó sérstaklega Breta og Banda- ríkjamenn). Deilur þessar hafa komizt í hámæli og orð ið víðkunnar um heim sök- um þess, að þörf reyndist að birta málefnin og kynna þau kommúnistum víðsvegar um veröld utan stórveldanna tveggja, skýra rækilega deiluefnið sjálft, tilgang þess og takmark Svo virðist sem Mao Tse- Tung telji styrjöld við „heimsvaldasinna-flokkinn“ alveg óhjákvæmilega og vitnar í Lenín máli sínu til stuðnings. Krúsév aftur á móti telur styrjöld ekki ó- hjákvæmilega og áræðir jafnvel að gefa í skyn, að runnið hafi allmargar ár til sjávar. síðan Lenín leið. Um þeta sendur nú deilan milli þetta stendur nú deilan milli dýpri og alvarlegri en marg ur mun hyggja. Hin síðari árin hefir rík- isstjórn Kína vissulega hag- að sér í fullu samræmi við styrjaldarkenningu Maó, og víða borið niður. Má þar til nefna, er þeir hættu á að gera árás á strandeyjarnar 1958, sviptu Tíbet sjálfstæði og frelsi 1959, og seildust eftir ítökum á landamærum Indlands um sömu mundir. Á hinn bóginn virðist Krúsév hafa reynt að taka í taumana við Maó og hafa nokkurt taumhald á honum. Og þrátt fyrir æsingaræður sínar og illyrði í garð vest- urveldanna, síendurteknar hótanir og frámunalega strákslega framkomu hans á alþj óðavettvangi, hefir hann þó til þessa sneitt hjá beinni styrjaldarhpettu. — En auðvitað mun hann þó telja nauðsynlegt að láta karl Maó heyra og sjá, að hér sé karl í krapinu og hvergi smeykur, engu síður en sjálfur hann! II. „Látið blessuð blómin gróa“ í innanríkismálum hefir sú hneigð Kínastjórnar til að tefla á tvær hættur beinst í aðra átt og öfuga. Héldu þeir miklu lengra á- leiðis en Krúsév í haftasvipt ingu þeirri og frjálsræði, er hófst 1956 á tuttugasta full- trúaþingi Sovét-kommún- ista, og snerust einnig miklu hraðara við í öfuga átt, er í ljós kom, að reynslan fylgdd ekki áætluninni! Þessa snöggu sveiflu öfg- anna milli má sennilega telja sérkenni vanþroska stjórnarfars. Öll þessi saga, sem um þær mundir var harla óljós og dulin, hefir nú verið fræðilega rannsökuð og rak- in í dásamlega snjöllu r.iti á öruggum vettvangi: „Cong- ress for Cultural Freedom“, með formála eftir Roderick Mac Farquhar og eftirniála eftir G.F. Hudson. „The Hundred Flowers“ (Atlant- ic Books: Stevens). Og munu torfundnir jafn alvar- lega ábyrgir, lærðir og rammskyggnir gagnrýnend- ur og þessir tveir. „Látið blessuð blómin gróa og blómgast, og hundr uð skóla spretta upp í skyndi“, var vígorð það sem Maó Tse-Tung beitti, er hann hleypti af stokkunum sinni óvenjulegu og óvæntu ræðu 2. maí 1956. í upphafi áttu Kínverjar bágt með að trúa því, að tilgangurinn værd raunverulega sá að leyfa þeim að segja hug sinn allan og gagnrýna kommún- ista-stjórnina af öllu hjarta ’ í því skyni að bæta hana og ^ efla. (Og reynslan sýndi ;■ þeim brátt og sannaði, hve J þessi grunur þeirra var rétt- J ur!) Smám saman var efan- jí um ofboðið, mjög smávægi- ^ lega í fyrstu, en loks skyndi J lega í einu vetfangi. Að vísu J skeði alls ekki neitt, þar til j Maó hélt næstu ræðu sína |I 27. febrúar 1957 um „rétta j' beitingu andmæla þjóðarinn ar“, og var ræðan ætluð til þess, að því er hr. MacFar- quhar segir, að mynda fræði legan grundvöll að varan- legrd „frjálslyndri" pólitík. Þessu var svo áréttað 30. apríl með leiðbeiningu kommúnistaflokksins um „réttmætar vinnu-aðferðir“. Síðan voru áróðursmenn flokksins útsendir til þess að koma fólkinu í skilndng um, að nú væri því fyrst raun- verulega frjálst að gagn- rýna eins og það lysti! Og svo hófst leikurinn Og öllu var lokið í annarri viku júní, liðugu ári eftir að Maó hélt sína frægu ræðu um „hundrað blómin“, en að- eins fáum vikum eftir að þjóðin var tekin að beita andmælum. III. Berorður raunveruleikinn Þessi saga hdnna fáu, sér- kennilegu vikna, meðan orð ið var frjálst í Kína, er tínd saman og unnin eingöngu úr kínverskum blöðum und- ir stjórn kommúnista, með samhliða skýringum Mac Farquhar, Leikur enginn vafd á sanngildi frásagna þessara. Tilvitnunum er skipt 1 kafla eftir efni, og birta þær hið almenna við- nám gegn öllum hömlum á frelsi á víðum vettvangi, blaðamennskunnar, æðri menntunar, bænda og verka manna, skólanemenda og stúdenta, þjóðernis-mdnni- hluta o.s.frv. Hið óvænta of- Framh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.