Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 8
FJ ÖLSKYLDAN 1 UPPLÝ SINGASAMFÉLAGINU Við vitum í raun ekkert um framtíð fjölskyldunnar, eða framtíðina að öðru leyti ef út I það vaíri farið. Þetta hindrar okkur þö ekki I því að hugleiða hvað gæti orðið. Ég mun hér á eftir reifa hugrenningar mínar um þetta efni, en mér þykir rétt, að vara ykkur við því I upphafi að sumt, sem ég kem til með að nefna, er æði ósennilegt. Þetta stafar ekki sxst af því að ég blanda saman þvl, sem ég á von á og þvl, sem ég geri mér vonir um. Þannig verður meginviðfangsefni mitt bjartar hliðar framtlðarinnar og valkostir, sem byggjast á bjartsýnisforsendum. Vitaskuld hefði ég getað valið mér að umræðuefni það sem ég ðttast að gerist og vona þar af leiðandi að gerist ekki, en ég er ekki viss um að meira hefði unnist við það. Við mér blasir eigi að síður sá vandi að texti minn verður einhliða og líklega einfeldningslegur á köflum. Ekki vil ég þð sverja fyrir að ekki bregði einhvers staðar fyrir skugga I þeirri framtIðarmynd, sem ég mun leitast við að draga upp. Sá er kostur einfeldni minnar að hún er vls með að laða fram mðtbárur og athugasemdir af hálfu lesenda. Ég gef mér töluvert af forsendum £ því, sem hér fer á eftir, sem sumar hverjar verða með engu móti ræddar hér. Þeirra á meðal er su að við munum £ náinni framtíð, bæði þau okkar, sem eru I þjðnustustörfum og þau, sem stunda framleiðslustörf, geta sinnt þessum störfum okkar á stað, sem við getum valið að eigin geðþótta. Jafnframt gef ég mér að þessi staður verði £ vaxandi mæli heimili okkar. Hvorug þessara forsenda getur talist sjálfgefin og margir mundu reyndar telja þær, einkum hina síðartöldu, næsta ðsennilegar. Ég loka augunum I bili fyrir þvl að okkar heimshluti gæti orðið fyrir barðinu á efnahagslegum stðráföllum og stðrauknu atvinnuleysi. Meiri háttar breytingar á sambandi iðnrikja við þriðja heiminn eru ekki heldur reiknaðar inn I mitt dæmi I dag. Né heldur hugsanleg orkukreppa. 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.