Tölvumál - 01.01.1986, Qupperneq 18

Tölvumál - 01.01.1986, Qupperneq 18
daglegra samskipta á vinnustað verður samheldnin með vinnufélögum óhjákvæmilega minni en áður. Áhrif þessa á sjálfsvitundina hljðta að verða töluverð. Ég geri því hér skðna að vinnan, það sem við þiggjum kaup fyrir, verði hér eftir sem hingað til meginuppspretta sjálfsvitundarinnar og muni fylla mjög drjögan hluta vökustunda okkar. Vissulega eru til framtíðarspár þar sem gert er ráð fyrir að á næstu 40 árum muni vinnuvikan styttast niður I 10 klukkustundir (Drambo 1985, bls. 171), en einnig hafa verið færð fram mjög sterk mðtrök gegn slíkum spám (Fairbairn 1984, bls. 98). Við erum þvl vönust að geta mðtað þessa starfsháðu sjálfsvitund I stöðugum samskiptum á vinnustað. Þetta ásamt örðum félagslegum tengslum, sem við ræktum I vinnunni og I tengslum við hana, veldur þvl að mörgum óar mjög við tilhugsuninni um að flytja starfið heim til sín (Kristiansen 1985, bls. 51-52). Ekki er ástæða til að vanmeta þá einangrun frá hinu ytra samfélagi, sem þessi þróun gæti haft I för með sér, og ðttinn við hana getur vel komið 1 veg fyrir að nokkuð af því, sem hér hefur verið hreyft, gerist nema þá fyrir tilstilli einhvers konar þvingunar. Fari svo verða launastörf heima ekki talin til forréttinda heldur verður litið á þau sem útskufun. Þá munum við fyrst og fremst sjá I þeim störfum láglaunafólk, einkum konur. Framtlðarsamfélagið gæti leitt til risaskrefs aftur á bak fyrir jafnréttishugsjðnina. Hið nýja samfélag gæti með öðrum orðum orðið gamaldags I orðsins verstu merkingu. Launavinna heima getur haft I för með sér frelsi og sveigjanleika fyrir starfsmanninn (Drambo 1985, bls. 123), en andhverfa þessa er einnig hugsanleg þar sem vökult auga Stórabrðður fylgist með og stjórni hverjum einstaklingi. Ef við leyfum okkur þann munað að loka augunum fyrir þessum ðeftirsðknarverða valkosti og gerum þvl I þess stað skóna að heimastörf verði talin eftirsðknaverð af öllum þjððfélagshðpum, þá getur það eins og áður segir haft I för með sér að ytra félagskerfið veikist, þ.e. að efling fjölskyldunnar verði á kostnað annarra félagshópa og jafnvel sjálfrar þjóðfélagsgerðarinnar. Hér getur þróunin I fjölmiðlaheiminum orðið til 18 - að bæta gráu ofan á

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.