Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 19
svart. Eins og sakir standa horfum við öll (eða næstum öll, sjá ÞB og EH (b) 1985) á sömu fréttir 1 sjðnvarpi, lesum sömu dagblöðin, hlustum á sömu utvarpsfréttir. Við hölaum til vinnu okkar á hverjum morgni í fullvissu þess að vinnufélagar okkar hafi fengið nokkurn veginn sömu heimsmynd I gegnum fjölmiðlana. Upplýsingaþjððfélagið gæti rústað þennan lykilþátt 1 samvitund okkar. "Hjónabandið" svo kallaða milli tölvunnar og sjónvarpsins (Grennfield 1984, Martin 1981) mun hafa 1 för með sér að við getum, hvert okkar um sig, leitað uppi nákvæmlega þann frððleik, sem okkur finnst skipta máli, frá þeirri heimild, sem okkur finnst ástæða til að treysta, hvar sem hana er að finna í heiminum. Og þetta munum við gera án minnsta tillits til þess, sem aðrir eru að aðhafast. Þetta getur leitt til þess þversagnarkennda ástands að allir viti meira, en að sameiginlegur þekkingarforði okkar minnki eigi að slður (McQuail 1983, bls. 217). Hin hefðbundna kenning fræðimanna um fjölmiðlana, hefur verið á þá ieið að þeir væru nánast ðmissandi verkfæri til að viðhalda samheldni nýutímaþjððfélaga. Valfrelsi framtíðarinnar, sem ég hef gert að umræðuefni, og sem raunar þegar er innan seilingar, I nánum tengslum við sundrungu og sundurleitni miðlanna, getur leitt til þess að þessi samheldnisviðleitni fjölmiðlanna fari algerlega forgörðum. Þá vaknar spurningin: Höfum við einhvern staðgengil fyrir fjölmiðlana, einhvern, sem tekur við af þeim á saman hátt og þeir tðku við af kirkjunni? Því getur hver svarað fyrir sig, en ég hlýt að viðurkenna að ég kem ekki auga á neinn arftaka. Þegar samheldni vinnustaðarins glatast og hin fjölmiðlaða samvitund hverfur blasir við okkur ný tegund sundrungar. Hin sundraða fjölskylda gengur í endurnýjun llfdaga á kostnað samheldninnar í hinu ytra samfélagi. Þorbjörn Broddason 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.