Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.01.1986, Blaðsíða 16
kennarans koma aldeilis ekki til með að hverfa; llklega verða gerðar til hans meiri kröfur en nokkru sinni fyrr. En hlutverk hans tekur eigi að síður róttækum breytingum. Svo ég vitni I ensku stjðrnmála- og fræðikonuna Shirley Williams: "Valdboðshlutverk kennarans mun breytast í ráðgjafarhlutverk" (Williams 1985, bls. 170). Ég geri mer I hugarlund framtíðarskólakerfi þar sem kennarinn verður jafntíður og jafnsjálfsagður gestur á heimili nemandans eins og nemandinn í skðlanum. Þegar foreldrarnir eru heima allan daginn mun þörfin fyrir dagvistir barna minnka eða hverfa með öllu. Það aukna álag, sem þetta hefur I för með sér fyrir heimilin, jafnast ut á móti fyrrnefndum txmasparnaði. Þannig blasir við okkur aukin samvera og - væntanlega aukin samheldni I fjölskyldunni. Heilsugæsla og jafnvel umönnun aldraðra getur flust í töluverðum mæli inn á heimilin. Þegar svonefnd þekkingarkerfi (expert systems) hafa þrðast og eru komin í almenna notkun innan heilsugæslunnar verður hægt að létta stórkostlega mörgum erfiðum viðfangsefnum af starfsliði heilsugæslunnar. Og ég sé ekkert þvl til fyrirstöðu að almenningur fái beinan og milliliðalausan aðgang að slíkum þekkingarkerfum (Williams 1985, bls. 88-89, Gershuny 1984, bls. 66). Fyrir vikið mun starfslið heilsugæslunnar fá betri tíma til að sinna þeim verkefnum, sem ekki verða leyst af tölvum. Ég sé fyrir hliðstæða þrðun innan heilsugæslunnar og innan skólakerfisins. Starfsliðið verður um kyrrt, en fær miklu sveigjanlegri og margbreytilegri viðfangsefni. Og fjölskyldurnar fá aukna ábyrgð á báðum þessum sviðum I þeim mæli, sem þær eru reiðubunar að axla hana. Varnaðarorð hafa heyrst varðandi oftrö og fyrirsjáanlega of- eða misnotkun á þekkingarkerfum (t.d. Holst og Vedin 1985); okkur ber að hlusta á þau, en ekki láta þau draga ur okkur kjark. MILLILIÐALAUST LÝÐRÆÐI Margir hafa látið sig dreyma um að beita þeirri gagnvirku (interactive) boðskiptatækni, sem þegar er til reiðu, til að koma á beinu og milliliðalausu lýðræði, þvl sem sumir kalla skyndiþjððaratkvæði 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.