Vísir - 23.02.1962, Side 1

Vísir - 23.02.1962, Side 1
VISIR 52. árg, Föstudagur 23. febrúar 1962. — 46. tbl. Jón Jörundsson skipstjóri Pétur Þorfinnsson stýrimaður Kristján Jörundsson 1. vélstjóri Karl Jónsson 2. vélstjóri Birgir Guðmundsson matsveinn Leitað á tjoru MENN á Suðurnesjum voru daglangt á fjörum í gær og rak eitt lík af Stuðlabergi á fjörur í Fuglavík. Reyndist það vera lík Péturs Þorfinns- sonar stýrimanns, Engi- hlíð 12 hér í Reykjavík. Beint fram af Fuglavík er staður sá sem síldar- nótin er, og almennt er talið að sé staður sá er Stuðlaberg hafi farizt. Ólafur Vigfússon oddviti í Sandgerði, sagði í símtali í morgun að menn myndu fara daglega á fjörur meðan þess væri talin þörf. f morg- un var ekkert stórbrim í Sandgerði, en svaða brim, eins og þeir kalla það þar syðra. Upplýsingar liggja nú fyr- ir um það, að í þessu mikla sjóslysi hafi 21 barn misst föður sinn. Jón Jörundsson skipstjóri lætur eftir sig 4 börn, Pétur Þorfinnsson stýrimaður 2 börn, Krist- mundur Benjamínsson há- seti, 3 börn, Birgir Guð- mundsson matsveinn 8 börn, Guðmundur Ólason háseti 3 börn og Stefán Elíasson háseti citt barn. Guðmundur Ólason háseti Gunnar L. Hávarðarsor. liáseti Ingimundur Sigmarsson háseti Kristmundur Benjamínsson háseti Stefán Elíasson liáseti Örn Snævar Ólafssor háseti Vfir 500 hafa farizt Flóðið mikla i Hamborg er nú tekið að sjatna. — Smám saman eru götur og garðar að komast undan vatninu, sem er veitt og dælt í burtu. Fjölskyldurnar snúa nú heim, en sumar hafa i engin hús að venda, því að stormur og flóð hafa ger- eyðilagt mörg hús, einkum í Wilhelmsburg. 500 manns farast. Eftir því sem flóðið lækkar yerður það æ ljósara, að hér er |um að ræða eitt stórfelldasta |börn og misstu fimm þeirra í .slys, sem orðið hefur í Þýzka- iþessum náttúruhamförum. „Ég jlandi. Eru lík manna nú að finn- |bar tvö börnin á handleggnum,“ ast í leðjunni á strætunum. Nú 'sagði faðirinn, „en þrjú fylgdu |þegar hafa yfir 300 lík fundizt á eftir mér móti storminum og en talið að yfir 500 manns hafi 'gegnum flóðið. Margir vörubíl- farizt í Hamborg einni, þeirra |ar óku tillitslaust fram hjá okk- á meðal er fjöldi barna og kvenna. Ástæðan til þess hve margir hafa farizt er ekki aðeins hið mikla sjávarflóð, heldur miklu fremur hitt, hve hvasst og kalt var með flóðinu. Þótt fólk bjargaðist upp á þök húsanna, gat það ekki haldizt þar við fyrir kuldanum. Einn mesti harmleikurinn varð hjá hjónum sem áttu sjö ur hlaðnir húsgögnum. Ég veif- aði til þeirra að nema staðar, en þeir skeyttu því engu. Rétt á eftir gaf flóðgarðurinn sig. Flóð- bylgja skall yfir okkur og ég missti öll börnin út úr hönd- unum. Sex skip eitt fékk Veðrahamurinn að undan- förnu hefur svo að segja lamað samgöngur á norðausturlandi að minnsta kosti á sjó. snéru frá- afgreiðslu Gott dæmi um þetta er það, hversu illa hefur gengið að afgreiða skip, sem komið hafa Framh. á 5. síðu. Sjónvarp í útvarpi Næstkomandi miðvikudag J mun fram fara á Alþingi J útvarpsumræða um tillögu J frá Alfreð Gíslasyni lækni * o. fl. um að afturkalla skuli1 leyfi til þess að varnarliðið [ ^ starfræki sjónvarpsstöð á1 [í Keflavíkurflugvelli. Hver' J| flokkur mun fá 45 mínútur ■ til umráða við umræðu' þessa, og munu umferðir! verða tvær, 30 mínútur og 1 15 mínútur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.