Vísir - 23.02.1962, Page 3

Vísir - 23.02.1962, Page 3
Föstudagur 23. febrúar 1962 V í S I R Um síðustu helgi heim- -•sóttu Vélskólann alþingis- menn, fiskþingsmenn, borg- arstjórinn í Reykjavík og róðuneytisstjórinn í mennta- málaráðuneytinu (Birgir Thorlacius). Fyrst var farið með gest- ina um öll salarkynni og þeim sýndar allar verklegu deildir skólans, og voru hafðar 7 vélar í gangi sam- tímis á meðan. Ljósmyndari Vísis, I. M., skauzt þar inn á meðan ver- ið var að sýna gestunum skólann og tók þessar mynd- ir. Á stœrstu myndinni er hópurinn staddur í aðal- vélasalnum, þar eru diesel- vélar og stendur skólastjór- Þingmenn í VélsEkólanum inn, Gunnar Bjarnason, uppi á svölunum að ávarpa gest- ina. (Litill salur er til hliðar, sem á að hýsa gufuvélar, og í öðrum á að geyma frysti- vélar, þegar skólinn eignast þœr). Þá var farið í efna- rannsóknastofuna, þar sem nemendur voru að mæla eig- inleika smurningsolíu og einnig að meta gæði ketil- vatns, sem þýðingarmikið er, að ekki valdi tæringu á katl- inum. Skólinn á ketil, sem útgerðarfélagið Alliance gaf. Síðan var skoðaður raf- magnssalurinn, þar sem nem- endur voru að verki, m. a. við ljóstækniverkfæri. Loks var setzt að kaffidrykkju, þar sem skólastjóri ávarpaði enn gesti, en Geir Hallgrímsson borgarstjóri þakkaði fyrir þeirra hönd. Stærsta myndin sýnir, eins og áður segir, gestina í aðal- vélasalnum. Á myndinni þar sem fjórir eru saman, teljast frá vinstri: Helgi Pálsson út- gerðarmaður frá Akureyri, (forseti Fiskiþings, sem staðið hefir yfir undanfarið), Geir Hallgrímsson borgar- stjóri, Gunnar Bjarnason skólastjóri Vélskólans og Egill Hjörvar formaður Vél- stjórafélags íslands. Þá kemur mynd með vélarhjóli fremst, og þar ræðast við Hcrmann Vilhjálmsson fiskiþingsfulltrúi frá Seyðis- firði og Skúli Guðmundsson aíþingismaður (úr Norður- landskjördæmi vestra).

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.