Vísir - 23.02.1962, Blaðsíða 6
6
V t S I B
Fös^Jdgur 23. febrúar 1962
Fréttaþættir úr Húnaþingi
,/
Annálsbrot ársins 1361
Veturinn frá ársbyrjun til
sumarmála var mjög hag-
stæður fyrir landbúnaðinn.
Veðráttan var mild og jörð
snjólaus að kalla. Sauðfé var
létt á fóðrum og hross gengu
sjálfala.
Fjórir bátar voru gerðir út
á Skagaströnd á heimamið.
Gæftir voru stopular og afli
tregur.
Vegna hagstæðrar tíðar
var unnið að byggingum nokk
uð allan veturinn, og því næg
atvinna í öllu héraðinu.
Vorið frá sumarkomu að
sumarsólstöðum var fremur
svalt. Sauðgróður kom
snemma, en spretta var hæg,
svo sláttur byrjaði almennt
með seinna móti, eða ekki
fyrr en ellefu vikur af sumri.
Seint í maímánuði gerði
mikið snjóhret er náði um allt
héraðið, en ekki olli það neinu
verulegu tjóni. Voru skepnu-
höld ágæt.
Á hvítasunnudag, 21. maí,
áttu tveir stórbændur í Húna-
þingi merkisafmæli, var ann-
ar sjötugur en hinn áttræður.
Sá eldri, Jón Benediktsson
bóndi á Húnsstöðum, hefur
alla tíð verið í röð fremstu
bænda í héraðinu. Var hann
um skeið framar flestum
bændum héraðsins um tún-
rækt.
Hinn bóndinn, Jóhannes Er
lendsson, Stórugiljá, hefur
búið þar ásamt bróður sínum
Sigurði, oddvita, 1 meira en
hálfa öld. Hafa þeir rekið þar
stórbú af mikilli atorku og
rausn. Fyrir meira en þrjátíu
árum reistu þeir bræður á bæ
sínum annað stærsta ibúðar-
hús í sveitum héraðsins. Er
húsið steypt í hólf og gólf,
lýst og hitað með rafmagni
frá einkavatnsaflsstöð, er
byggð var um sama leyti og
húsið.
Sumarið var hagstætt og
spretta til fyrri sláttar í góðu
meðallagi. Hey nýttust vel.
Síðari hluti sumarsins var
þurr og svalur, svo há spratt
lélega, var því heyfengur í
heild með minna móti víðast
hvar.
Þrir stórir bátar, 60—75
tonna, voru gerðir út frá
Skagaströnd á síldveiðar.
Ekki gekk síld að neinu ráði
í Húnaflóa. Til Skagastrandar
(Höfðakaupstaðar) komu að-
eins tuttugu þúsund mál. Það
an reru nokkrir smábátar til
þorskveiða á heimamið. Afli
var frekar rír.
Byggingaframkvæmdir
voru nokkrar í Höfðakaup-
stað. Var þar m. a. byggð
neðri hæð á stóru félagsheim-
ili.
Á Blönduósi voru nökkur
íbúðarhús í smíðum. En
mesta byggingarframkvæmd-
in þar var nýtt félagsheimili,
sem er það stærsta er risið
hefur af grunni úti á landi,
eins og komist er að orði. Var
húsið fokhelt í septemberlok
og byrjað á innréttingu þess
snemma vetrar.
Uppskera garðávaxta var
ágæt í héraðinu.
Haustslátrun sauðfjár hófst
á Blönduósi 11. sept. og stóð
til 21. -október. Slátrað var
þar um 40 þúsund fjár eða
um fjórum þúsundum fleira
en haustið 1960. Ekki táknar
þó þetta að færra hafi verið
s'ett á vetur en þá. Heldur
munu bændur hafa fjölgað
til muna fé sínu. Frálags-
þungi dilka var allmiklu lak-
ari en undanfarin ár. Mun
það orsakast af ofsettu beiti-
landi á afréttinum. Auk sauð-
fénaðarins gengur þar mikill
f jöldi hrossa.
1 Höfðakaupstað var einnig
slátrað fleiru sauðfé en und-
anfarin haust. Á Blönduósi
voru felld að velli um tólf
hundruð hross — með folöld-
um. Má af því nokkuð marka
hrossafjöldann í héraðinu.
1 sumar og haust. var mikið
unnið að jarðvinnslu, svo sem
verið hefur mörg undanfarin
ár. Að þurrkun lands unnu
tvær vélgröfur, og f jórar jarð
ýtur unnu við landbrot og ný-
rækt.
Tíðarfar var ágætt í haust
— milt veður og áfellalaust.
Hélst sú veðrátta fram yfir
miðjan nóvember. Var því
hægt að stunda næstum hvers
konar útistörf fram á vetur.
Afli báta í Höfðakaupstað
á haustvertíð var mjög góð-
ur. Tvö útgerðarfélög eru í
kauptúninu. Eiga þau samtals
fjóra báta 60—75 tonna og
aðra fjóra 8—10 lesta. Auk
þess eiga einstakir menn
nokkrar ,,trillur“. Frystihús
eru tvö. Má telja þetta mikil
atvinnutæki í kauptúni er tel-
ur 600 íbúa. Auk þess stunda
íbúarnir mikið landbúnað —
eiga t.d. um þrjú þúsund af
sauðfé — fullorðnu.
Unnið var allmikið svo sem
venja er að samgöngumálum
í héraðinu. 1 haust var lokið
við að byggja nokkra nýja
vegakafla, að lengd samtals
h. u. b. 9 km. Byggðar voru
og tvær litlar brýr.
Kvennaskólinn á Blönduósi
var settur í byrjun október.
Er hann sem fyrr fullskipað-
ur. Dvelja þar fjörutíu náms-
meyjar.
í Austur-Húnavatnssýslu
hefur í mörg ár verið starf-
andi skógræktarfélag. Nokk-
uð hefur því áunnizt með smá
skógarreiti. Hefur fjárskort-
ur einkum staðið því fyrir
þrifum, en einnig lítill áhugi
héraðsbúa almennt Nú er á-
hugi fyrir því góða málefni
að glæðast nokkuð, og líf að
færast í félagssamtökin.
Snemma í vetur áskotnað-
ist skógræktarfélaginu jörð,
er því var gefið til skógrækt-
ar eingöngu. Þau hjónin
Helga Jónsdóttir og Stein-
grímur Davíðsson gáfu félag-
inu jörðina Gunnfríðarstaðir.
Er gjöfin til minningar um
foreldra Helgu: Önnu Einars-
dóttur og Jón Hróbjartsson,
en þau bjuggu lengi á Gunn-
fríðarstöðum.
Land jarðarinnar er um
200 hektarar og allvel fallið
til skógræktar að dómi sér-
fróðra manna.
Skógræktarfélagið hófst
þegar handa, og girti snemma
í vetur ca. 23 ha með öflugri
girðingu. Ætlar félagið sér að
planta þar næsta vor 20—30
þús. trjáplöntum. Formaður
félagsins er Gísli Pálsson
bóndi, Hofi, Vatnsdal.
Eins og fyrr getur var tíð-
arfar ágætt fram ,á vetur.
Síðast í nóvember spilltist
það. Setti niður allmikinn
snjó. Af þeim sökum voru
samgöngur erfiðar um tíma.
En er leið undir áramót var
snjór að mestu horfinn af
láglendi, og hefur síðan verið
snjólétt og samgöngur greið-
ar.
Bændur og búalið kvöddu
árið 1961 með þakklæti í huga
fyrir ríkulega uppskeru, og
horfðu vonglaðir fram á leið.
1 kauptúnunum — Skaga-
strönd og Blönduósi —
kvöddu börnin gamla árið
með álfabrennum, en full-
orðna fólkið með dunandi
dansi og eftir stundarhlé er
klukkumar höfðu hringt inn
nýja árið, var það hyllt á
sama hátt lengi nætur. S.D.
Söluaukning Volvo
vestan hafs,
Söluaukning Volvobifreiða
er komin á það stig að hún
er þriðja mest selda innflutta
bifreiðin á bandarískum
markaði, samkvæmt síðustu
opinberu skýrslum um skrán
ingu bifreiða. Þessar tölur
gilda um septembermánuð,
en í þeim mánuði seldi Volvo
rúml. 1500 bifreiðir.
Þetta er annar mánuður-
inn í röð þar sem Volvo hef-
ur verið nr. þrjú í sölu, en
þama er um 50 innfluttar
tegundir að ræða. 1 septem-
ber 1960 seldi Volvo í Banda-
ríkjunum 1375 bifreiðir, og í
ágúst 1960 og ’61 var salan
rúmlega 1320.
Jafnframt því að vera
þriðja bifreiðin í sölu á banda
rískum markaði, var hún önn
ur í jafn fjarlægum fylkjum
og Arkansas, Oregon og Ko-
lorado.
• Frá rannsóknarleiðangrin-
um á Tristan da Cunha
hafa borizt fréttir um, að
stórgripir, sem þar voru
skildir eftir er fólltið var
flutt burt, þrífist þar hið
bezta. Hraunrennsli er enn
á eynni. Það er flokkur frá
Kgi. brezka landfræðifélag-
inu sem er á eynni.
• Af hjónaefnum, sem gefin voru
saman á Bretlandi 19G0, voru
14.000 innan við tvítugt. Flest-
ar brezkar stúlkur giftast á
aldrinum 21 árs og karlmenn
22ja ára.
BBNGO
BINGÖ
MANUDAGINN 26. FEBRÚAR KL. 21.
Vinningar tvær flugferðir til útlanda, dregnar út fyrir
Glaumbæ
og eftir hlé.
aukavinninga.
Húsgögn, rafmagnsáhöld og fjöldi
VERIÐ VELKOMIN.
STJÓRNIN.
Skóúisa’an
Útsölunni líkur á morgun laugardag kl. 1.
Notið þetta síðasta tækifæri til að gera góð kaup á skófatnaði.
SLóbÉð Beykfavikur Laugavegi 2P