Vísir - 23.02.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 23.02.1962, Blaðsíða 9
 Föstudagur 23. febrúar 1962 V t S I R Eftir Þorstein Tborarensen J^oksins hefir Bandaríkja- mönnum tekizt að skjóta geimfarinu með John Glenn flugliðsforingja innanborðs á loft, láta það síðan þjóta þrjá hringi umhverfis jörð- ina og bjarga geimfarinu með manninum ómeiddum upp úr öldum Atlantshafsins. Og allt heppnaðist þetta vel þrátt fyrir smávægilega bil- un sem geimfaranum tókst sjálfum að lagfæra. Með þessum atburði er lokið langri bið með þeim mikla taugaæsingi og spennu sem henni hefir fylgt. f fyrstu ætluðu Bandaríkja- menn að framkvæma þetta geimskot í nóvemþer, síðan um miðjan janúar og alvar- leg tilraun var t. d. gerð þann 27. janúar, þegar Glenn ofursti sat 5 klst. uppi í trjónu eldflaugarinn- ar, en tilrauninni var þá frestað í fyrstu vegna bilun- ar og loks vegna þess að ský hafði dregið upp á himin- inn. Síðustu tíu dagana stóð það svo til dag eftir dag að framkvæma geimskotið og munaði minnstu að enn yrði að fresta þvi sl. þriðjudag, en þá hafði stálbolti einn í eldflauginni bilað. Upp fór eldflaugin þó þann dag um kl. 2 síðdegis. Jrfitt er fyrir okkur að gera okkur til fulls grein fyrir því, hvað þessi stöðugi dráttur og síendurteknar tilraunir hljóta að hafa reynt á taugar vísinda- manna og annarra starfs- manna á Canaveral-höfða. í hvert skipti sem reyna skyldi kostaði undirbúningur inn ábyrgðarmikið ná- nákvæmnisstarf hundraða manna í margar klukku- stundir. Hugsið ykkur t. d. að í hvert skipti þurfti að klæða geimfarann í hinn sérkennilega geimfarabún- ing og mun það taka um 2 klst í hvert skipti, tengja búninginn í samband við ýmsar leiðslur svo sem nær- ingarleiðslu, úrfallsleiðslu, súrefnisleiðslu og loftþrýst- ings, hitunartæki, stjórn- tæki og radíósamband svo nokkuð sé nefnt og síðan að prófa hvort alt verkaði ekki réttilega. í hvert skipti þurfti og að láta hið geysi- lega eldfima brennsluefni renna á geyma eldflaugar- innar oa kanná fjarskipta- tækin. J^gest hefir allur þessi undir- búningur þó vafalaust reynt á sjálfan geimfarann og er vissulega aðdáunar- vert það þrek og þolinmæði, sem hann hefir sýnt. kostað hann lífið. Hann hafði orðið áhorf- andi að því á undanförnum mánuðum á Canaveral- höfða, að eldflaugaskot gátu mistekizt svo að sprengja varð þau í tætlur í loftinu með fjarstýrðu merki. Og einmitt um sama leyti og und En þessi myndarlegi og karlmannlegi geimfari virð- ist hafa haft svo miklar stáltaugar að hann lét ekkert á sig fá. Það er staðreynd, að hann hefði ekki verið sendur upp, heldur annar komið í stað hans, ef vart hefði orðið hjá honum hinn- John Glenn flugliðsforingi sést hér sitjandi inni í geimskipi sínu. Hann sýndi frábært þrek og rósemi. Má ímynda sér, að það hlýtur að reyna á taugarnar, að sitja klukkustundum saman innilokaður í geim- hylki við að bíða eftir slíkri úrslitastund, — að hið volduga eldflaugarhylki með hundruðum þúsunda hest- afla ryðjist hamslaust út úr andrúmslofti og aðdráttar- afli jarðarinnar. Þessa löngu^ bið mátti Glenn ofursti reyna hvað eftir annað vitandi það að ein örlítil skekkja, bilun á einni skrúfu eða misreikn ingur á einu brotabroti gat irbúningur geimskots hans stóð sem hæst gerðist það, að tunglskotið misheppnað- ist vegna þáirra mistaka að brennsluefni í tunglflaug- inni hefir verið eilítið of mikið svo að hún náði of miklum hraða og fór því framhjá tunglinu. ar minnstu taugabilunar, ótta eða skjálfta. Þegar upp var komið á hringferilinn kringum jörð- ina sýndi hann æðruleysi sitt og taugastyrk með því að taka stjórn geimfarsins í sínar hendur er bilunar varð vart í hinum sjálfvirka út- búnaði. Hann sýndi öryggi sitt í verki á margan annan hátt í vandvirknislegum at- hugunum á mælitækjum, rósemi við myndatökur og matarneyzlu og í stillilegu orðfæri í radíósendingum. Ber honum heiður og hrós fyrir alla framkomu sína í ferðinni. geimskot Bandaríkjamanna var vissulega mikið tæknilegt afrek. Það gat maður sannfærzt um með því að hlýða t. d. á upptökur þær sem útvarpað var frá atburðinum um útvarpsstöðv ar víða um heim. Þar heyrði maður hinn geigvænlegahvin frá eldflauginni er hún var að fara af stað, hvernig hrikti í öllu er hún brauzt upp með óstjórnlegum krafti. Lýsingar fylgdu á því, hvað geimfarinn mætti þola við hina miklu hraðaukningu, en við hana margfaldaðist þyngd mannsins. Nokkru síðar upplifði hann annað fyrirbæri, þyngdarleysið. Hefði hann eigi verið bund- inn í sæti sitt. mundi hann hafa svifið í lausu lofti eins og ský á himninum. Og loks heyrðist rödd hans gegnum radíóið, þar sem hann lýsti blóðþrýstingi. hitastigi og tók að segja frá útsýninu, sem fyrir augu bar. Öll þessi lýsing sýndist ævintýri líkust. Min kvnslóð sem er þó ekki orðin gömul, hefði aldrei látið sig dreyma um slíkt er hún var að alast upp. Og þrátt fyrir þetta er af- rek Bandaríkjamanna ekk- ert einstakt, því að Rússar eru búnir að framkvæma ná- kvæmlega sams konar geim- flug fyrir nærri ári, þegar Gagarin var skotið á loft. Síðar vann geimfarinn Titov sama afrekið. yið erum hér komin inn á þá einkennilegu keppni eða deilu sem staðið hefur yfir milli stórveldanna, um það hvor yrði á undan í geimkapphlaupinu. Auðvit- að er það öllum lýðum ljóst, að Rússar hafa verið langt á undan Bandaríkjamönnum á þessu sviði, en hitt er óvið- kunnanlegt hvernig metn- aður og þjóðarígur hefur getað breytt þessari keppni í barnalegan meting og póli- tískt rifrildi. Rússar hafa flaggað geim- flugi þeirra Gagarins og Titovs sem sönnun fyrir yfir- burðum hins sósíalíska hag- Frh. á 10. síðu. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.