Tölvumál - 01.02.1987, Page 7

Tölvumál - 01.02.1987, Page 7
JANÚARFUNDURINN Skýrslutæknifélag íslands hélt félagsfund 29. janúar s.l. Á fundinum flutti Stefán Ingólfsson verkfræðingur erindi um opinbera upplýsinga- miðlun. í máli hans kom fram að i vörslu opinberra aðila er óhemjumikið af upplýsingum, sem varða hinn almenna borgara. Þær dreifast hins vegar á margar stofnanir svo almenningur lenda oft i erfiðleikum með að fá vitneskju um mál sin. Tölvuvæðingu hefur litið verið beitt við opinbera upplýsingamiðlun. Notkun tölva miðast fyrst og fremst við hagsmuni einstakra stofnana. Stærstu tölvukerfin eru notuð til að reikna út álögur á borgaranna og innheimta þær. Taldi Stefán að langur vegur væri frá þvi að hið opinbera stundaði opna upplýsingamiðlun. Til þess að skapa almennan aðgang að upplýsingum i kerfinu þarf, að mati Stefáns að samtengja opinberar tölvuskrár, nota stórvirka upplýsinga- miðla og gera samskipti fólks við upplýsinga- kerfin mannlegri. í erindinu lýsti hann reynslu Fasteignamats rikisins af opinni upplýsingamiðlun. Stofnunin tengdi saman tölvukerfi sin og opna miðlun þekkingar til almennings. Sem dæmi um það hvaða árangur þessi tillögun hefði gefið nefndi Stefán að undanfarin ár hafi 60% - 80% af þeim tölulegu upplýsingum, sem réðu umræðu um húsnæðismál komið frá FMR. Þá lýsti hann þvi hvernig fjölmargir aðilar með ólika hagsmuni, hefðu sótt vitneskju til stofnunarinnar. Að mati Stefáns hamla pólitískir eiginhagsmunir og staðnað stjórnfyrirkomulag opinbera kerfisins þvi að hér á landi eigi menn greiðan aðgang að upplýsingum. Ráðamenn vilja stjórna þvi hvaða upplýsingar skuli birta og hvaða vitneskju skuli stungið undir stól. Hin aukna miðstýring sem hefur verið að aukast i opinbera kerfinu undan- farinn áratug hefur það i för með sér að tölvu- væðing og upplýsingamiðlun til almennings miðast fyrst og fremst við eiginhagsmuni kerfisins sj álfs. 7

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.