Tölvumál - 01.02.1987, Side 11
NÁMSKEIÐ UM
TÖLVUNET OG TÖLVUFJARSKIPTI
Á síðast liðnu ári hélt Skýrslutæknifélagið nám-
skeið TÖLVUNET OG TÖLVUFJARSKIPTI, sem Sigfús
Björnsson, dósent, skipulagði og kenndi. Mikil
aðsókn var að námskeiðinu og komust færri að en
vildu.
Nú hefur Skýrslutæknifélagið, i samvinnu við
endurmenntunardeild Háskóla íslands, ákveðið að
halda annað námskeið um sama efni. Námskeiðið
stendur yfir dagana 28. 29. og 30. april og 11.
og 12 mai. Sigfús Björnsson skipuleggur einnig
þetta námskeið og verður aðalkennari.
Sjá nánari tilkynningu á bls. 12 og 13. -kþ.
DECUS RÁÐSTEFNA
Samtök notenda Digital-tölva halda ráðstefnu 15.
mai næstkomandi. Ráðstefnan verður i hefðbundnum
"DECUS Sýmposium" stil. Samtökin héldu ráðstefnu
i fyrra sem þótti takast vel.
Samtök DEC tölvunotenda á íslandi eru meðlimur i
DECUS sem eru alþjóðasamtök áhugamanna um DEC
tölvur. DECUS samtökin eru stærstu samtök tölvu-
áhugamanna i heiminum með tæplega hundrað þúsund
meðlimi. Hin mikla velgengi Digital Equipment
Corp. hefur endurspeglast i auknum áhuga þeirra
sem nota tölvur fyrirtækisins.
DECUS félögin eru opin öllum áhugamönnum um DEC
tölvur án tillits til þess hvort þeir nota tölvur
af þessari gerð eða ekki. Engin félagsgjöld eru
innheimt. Upplýsingar um ráðstefnuna og félgið
gefur Guðriður Jóhannesdóttir hjá Kristjáni Ó.
Skagfjörð hf., simi 24120.
11